18.7.2007 | 11:43
Óskir sem rætast ....
Þegar óskin rætist gleðjst hjörtu okkar, líðan verður stórkostleg um stund er gerir tilfinningahliðina notalega og alveg þess virði að hafa lent á þessari annars ágætu stund óskar.
Þegar við óskum okkur einhvers, stundum án þess að gera okkur grein fyrir því fellur hún til okkar með einum eða öðrum hætti. Óskir geta verið hættulegar ef þær eru ekki vandlega hugsaðar.
Allar óskir rætast
Í ljósi þess að allar óskir rætist ætla ég að senda út í heiminn ósk um litla kósý sýningu í Ágúst á þessu ári. Já, er það ekki sniðugt ..... Sýningin mun leita til mín því ég er tilbúin með myndefni sem bíður þess að finna ilminn af íslensku þverrandi sumri.
Akrýl á Striga Umvafin Ást
Talandi um óskir þá varpaði ég fram ósk um að halda samsýningu á blogginu hennar Ipanama og brást hún fljótar við og var búin að hafa samband við Ráðhúsið í Reykjavík og smellum við þar inn árið 2008 í ágústlok.
Tilhlökkun er mikil og mun ég hefja undirbúning að þeirri þátttöku þann 29.ágúst
Því hærra sem ég flýg því dýpra dett ég niður. Það er gott að vera á botninum því þá er spyrnan best. Hins vegar ætla ég að njóta flugsins í hæstu hæðum og segi; er á meðan er!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Ég verð að taka það fram að vinkonur mínar; Katrín Snæhólm, Björkin, Gerður Zoa, Guðný Svava "Ipanama" og moi tökum þátt ..... og efast ekki um að tilhlökkun tifi í gegnsæjum hjörtum okkar ....
Ef ég hef gleymt einhverri listakonunni þá er það mínum gegnsæja gullfiskaheila um að kenna.
Ást og Hamingja er mottó dagsins í dag ..............
www.zordis.com, 18.7.2007 kl. 11:48
Ást og hamingja er alltaf mottó hjá mér, dúlla. Og til hamingju með þessa samsýningu. Hver veit nema maður eigi leið þarna hjá á þessum tíma.
Maður á alltaf að vona - því vonin er sterk. Jafnvel þó spyrnan frá botninum geti verið öflug, þá nýt ég flugsins betur. Mín sterkasta og innilegasta ósk hefur ekki ennþá ræst ... en ég held áfram að óska mér.
Knús og kveðjur til þín frá fellow hljómsveitarmeðlimi ... !!!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 12:11
Ást og hamingja takk fyrir það. Mikið er þessi mynd falleg Zordís mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 18.7.2007 kl. 12:32
Vá elsklingurinn minn frábært með þessa sýningu...veit alveg hvað ég geri meðan hún stendur yfir.
Ást og hamingja til þín
Solla Guðjóns, 18.7.2007 kl. 12:47
gleimdi að segja að ég er ástfanginn enn á ný af enn einni sköpun þinn.Falllegur koss
Solla Guðjóns, 18.7.2007 kl. 12:49
Meiriháttar mynd - hlakka til að sjá alla seríuna. Fiskar eru frábært myndefni. Þú ert að brillera með pensilinn
Hei! og er ekki sýningarstaðurinn tilvalin í nálægð við Skötubótina.
FiskaknÚs
Lísa (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 13:04
sniðugar stelpur
Margrét M, 18.7.2007 kl. 14:26
Ég veit alveg að ég kem að sjá.... HLAKKA ÞÓ MEST TIL AÐ SJÁ ÞIG DÚLLAN MÍN!!!!
Kremjuknús!
Elín Björk, 18.7.2007 kl. 22:47
Ertu að koma til Íslands með sýningu zordís? Hvar á hún að vera? Mig langar að koma. Frábær mynd hjá þér.
Svava frá Strandbergi , 19.7.2007 kl. 00:34
Samsýning?? En frábært!! Vona að ég eigi þess kost að mæta og sjá ykkur og verkin ykkar. Munið að auglýsa hana í tíma!! Knús.
Hugarfluga, 19.7.2007 kl. 11:08
Flott mynd og gott framtak!
Valgerður Halldórsdóttir, 19.7.2007 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.