Hlátur og meiri hlátur ...

Risotherapia er einskonar hlátursmeðferð til að létta undir og leysa úr læðingu gleðihormónið.  Ekki veitir af að vera jámegin línunnar ...... Það er fátt sem gleður mig meira en að heyra börnin mín hlægja, ósjálfrátt brosi ég og hjartað tekur kipp.

Stundum eru aðstæður ekki broslegar því lífið er meira en hlátur og gleði.  Það er málsháttur sem segir að hlátur og grátur séu samstíga í leik.  Það er víst ábyggilega rétt.

Í einfeldni og barnslegri þráhyggju gerum við eins gott úr aðstæðum og möguleiki er á.  Ég sá á bloggsíðu vinkonu minnar ábendingu um samtökin darfur og nauðsyn á hjálp þar sem þriðji heimurinn er ekki beint lofsamur.  Ég finn fyrir sorg og máttleysi að lesa um mannlegan mismun í heiminum.  Ég get lagt mitt á vogarskálarnar og mæli með að fólk geri upp sinn hug með að skoða málin. 

Sem verndari þess kjarna er tilheyrir mér stíg ég skrefin áfram og held mínu striki.  Án efa læt ég gott af mér leiða á einn eða annan hátt.  Þangað til held ég áfram að sýna minn barnslega heim.

Með blað og blýhant að vopni, stundum liti, krít, akrýl eða olíu ......

Myndlist Júní 011

Rissa Kona með Ananas

Þessi rissa leiddi af sér, Þurrkrítarkrass

Kona með Ananas og Karl

Þurrkrít Kona með Ananas og Karl

Seinni rissan leiðir líklega af sér Olímálverk sem ég ræðst í þegar ókláraði bunkinn verður uppurinn.  Ég sé þessa fyrir mér í kaffikerluanda ................ já, svona er þessi kona einföld.

Einfaldleikinn er stundum eitt af því flóknasta sem til er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hláturinn lengir lífið og það höfum við bræðurnir oft sagt, að þegar við erum að stríða mömmu oft svo mikið að hún er grenjandi úr hlátri, þá teljum við hafa lengt líf hennar til svona 120 ára ...

Já, maður finnur oft fyrir vanmætti þegar maður les um hversu erfitt og grimmt lífið getur verið við þá sem minna mega sín. 

Og ég myndi segja að einfaldleikinn sé ekki beint flókinn, heldur geti hann verið einstaklega erfiður.

Hlátur til þín og þinna, knús og kossar líka!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 18:49

2 Smámynd: www.zordis.com

Já Doddi það er rétt þetta átti náttl. að vera erfiður ....  Svo er spurning, getur einfalt verið flókið?

Nú sit ég með syni mínum að horfa á Winny the Pooh og við erum saman án þess að trufla hvort annað ......

www.zordis.com, 19.7.2007 kl. 18:58

3 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Takk fyrir fallega kveðju

Valgerður Halldórsdóttir, 19.7.2007 kl. 19:13

4 identicon

KnÚs á þig

Lísa (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 20:19

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hlátur og grátur eru tilfiningar sem við eigum öll saman. Og þú ert stórbrotinn kona með hjartað á réttum stað. Eins og venjulega eru myndir þínar gullfallegar

Kristín Katla Árnadóttir, 19.7.2007 kl. 20:51

6 identicon

Flott mynd !!!

Er á rúntinum um bloggið vildi bara kvitta fyrir komu minni og óska þér góðrar helgar  svona áður en ég verð sambands laus við umheiminn...

Kvitt og Knús til þín Skvís..

Maggý Jónsdóttir (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 22:21

7 Smámynd: Hugarfluga

Játs, það getur sko verið mjög flókið að vera einfaldur *andvarp* tíhíhí ... annars ertu nú meiri listaspíran, Zordis mín eina og sanna.

Hugarfluga, 19.7.2007 kl. 22:43

8 Smámynd: Solla Guðjóns

Er svo mikið sammála þér rúslan mín.

Solla Guðjóns, 20.7.2007 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband