Dr. Mateo og fögru augun mín ....

Jæja, ég var sem sagt að skrifa pistil og strokaði hann út.  Ég var að skrifa um LoLLoLW00t ......

Að ég ætlaði að halda ró minni þótt að;

1)  Ég væri langri biðröð alveg að pissa í mig.

2)  Ég væri ósátt að gleðjast með hinum .....

Allskonar svona frasa var ég búin að skrifa þegar dásamlega augnafærslan mín strokaðist út ......

Crying

Augun þín kona voru bólgin og blá þegar daglífið tók við.  Ekki stóð frúnni á sama og pantaði tíma hjá lækni bæjarins en sagt að koma á morgun.  Koma á morgun, ekki hægt ..... útlitið var það slæmt að Miss MONSTER bauð varla í meira en það sem var að gerast.  Hrikalegur kláði og bólga hafði færst um allt augnsvæðið og vinstra augað var að ná jafnvægi við það hægra.

auga auga

Allt var búið að reyna nema að fara með brosið, grínið og hrikalega andlitið á neyðarmóttökuna í nafla alheimsins, San Miguel!  Dr. Mateo, nokkuð hress læknir skoðaði mig vandlega .... bara augnsvæðið sko!  Ég fékk ofnæmistöflur, krem og dropa svo nú er kona á betri veg og svei mér ef augnsvæðið hafi ekki skánað og kláðinn minnkað! 

Svo hugsaði ég " þegar augun fá íllt í sig" er það kanski vegna einhvers sem við viljum ekki sjá ?  Getur verið að kona eins og ég vilji ekki sjá eitthvað.  Sagt er að líkamleg einkenni samsvari andlegri líðan ....  Ég held svei mér þá að ég þori að horfa fram á við og takast á við það sem mætir mér.  Óttast ég það sem er framundan ..... það væri þá í fyrsta skipti á ævinni sem ég hræðist það óþekkta. 

Einhvern tímann verður allt fyrst og með handleiðslunni tek ég næstu skref án þess að hika.

 

Að ýmsu að hyggja en augun eru vonandi á bataveg! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

San Miguel? Hvar í heiminum ertu stödd? (Þekki til á Spáni og í Agentínu og spyr því bara af forvitni...)

Góðan bata

Marta B Helgadóttir, 24.7.2007 kl. 18:56

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Það sem augun vilja ekki sjá....stundum eru leyndardómarnir á svo miklu dýpi  að þeir verða næstum óveiðanlegir með daglegri vitund og þurfa því djúpsjávarleiðangur til að fiska upp ástæðuna. Vonandi verða augun þín betri elsku Þórdís mín og útsýnið ölllu öðru yfirsterkara.

Horfumst í augu yfir hafið......

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.7.2007 kl. 19:17

3 Smámynd: www.zordis.com

Marta ég er í San Miguel á Spáni ... Suðurspáni í Alicante héraði   Hef verið í öðrum San Miguel og svo hef ég drukkið San Miguel og þykir hann vondur!

Katrín, ég mun gefa þér draumlegt augnráð alla leið til augna þinna. .... ég held að ég sé betri, á e. að setja dropa í augun með aðstoð Fjallsins

Ella Pé ...... Takk fyrir, Það gleður mína litlu sál að fá jákvæðni í hjartað.  Ég sendi þér  að báðum eyrum!

www.zordis.com, 24.7.2007 kl. 20:14

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi en slæmt hjá  þér en vonandi lagast  þú fljótt elsku Zordís mín batakveðjur til þín.

Kristín Katla Árnadóttir, 24.7.2007 kl. 20:14

5 identicon

Ólíkt finnst okkur bragðið á San Miguel - ég á góðar minningar af honum - og mér finnst hann svo góður. Finnst líka gaman að þú skulir eiga heima þar.

Ég sendi þér hlýjar batnaðarkveðjur frá hinum fagra bæ Akureyri. Ef líkamleg einkenni samsvara þeim andlegu ... af hverju er ég þá sköllóttur?

Nei án gríns elsku dúlla. Bestustu batakveðjur í heimi til þín!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 21:50

6 Smámynd: www.zordis.com

Dooooooddddddi .... Bara fyrir þig væri ég til í að drekka löðurheitann San Miguel, þótt hann sé betri kaldur!  Ég er meira fyrir létta öldrykki, þótti sem dæmi Helgi Magri góður og Buddinnn! En hárleysið er testosteron umframmagn, karlmannstákn sem er eitt hvað mesta fegurðartákn karlmanna!

Smúts á piri piri vin minn!

Kristín Katla, mér líður betur ...... þarf að láta Fjallið setja dropana í mig núna!

www.zordis.com, 24.7.2007 kl. 22:09

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já það er gott að láta . Fjallið að setja dropana sem fyrst. Krúsin mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 24.7.2007 kl. 22:30

8 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Góðan bata, elsku kona! Augun þín og augun mín, ó þá fögru steina...

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.7.2007 kl. 23:03

9 identicon

Það kemur að því að ég fæ tækifæri til að elda piri piri fyrir þig og fyrir þig mun ég hafa þann drykk sem þú óskar! Fjallinu verður auðvitað boðið líka!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 01:27

10 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

gott að augun þín batna,

þú sérð  ábyggilega lífið í ljóði, það er gjöf !

Ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 25.7.2007 kl. 08:27

11 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Góðan bata skvís

Vatnsberi Margrét, 25.7.2007 kl. 11:18

12 Smámynd: Margrét M

vonandi lagast augun fljótt þau eru dýrmæt.... sammála þér með bjórin San Miguel hann er ekki góður ... til gamans get ég sagt þér að strákarnir mínir eiga ömmu sem býr ekki langt frá þér ,hún býr á   La Marína ...

Margrét M, 25.7.2007 kl. 12:57

13 identicon

Farðu vel með augun - hvíldu þau á tölvunni.

BatnaðarknÚs

Elísabet (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 13:19

14 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Passaðu uppá augun þín og láttu fjallið dekra við þig.

Svava frá Strandbergi , 25.7.2007 kl. 16:06

15 Smámynd: Solla Guðjóns

Ekki hvíla þig á tölvuniveit ég er eigingjörn ...pasaðu voða voða vel upp á augun þínog annar á íltið

Solla Guðjóns, 25.7.2007 kl. 22:15

16 identicon

Bara meðan ég man, þá ætla ég að syngja þetta lag fyrir þig núna:

"For your eyes only, only for you ... " (Sheena Easton lagið úr samnefndri mynd)

Knús knús og kossar meir

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 09:14

17 Smámynd: Hugarfluga

Vona að augun þín séu í hvíld og bata. Knús.

Hugarfluga, 26.7.2007 kl. 19:48

18 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vona að þú lagist, elskan mín ... og innilega til hamingju með soninn!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.7.2007 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband