Heil helgi framundan

Hvað er hægt að gera heila helgi án þess að láta sér leiðast?

 Bora í nefið ..... NÚPPS

Bara gleði og næs.  Við ætlum að kaupa fullt af snarlmat og bjóða mágkonu og skyldfólki ektamannsins í kvöldsnarl upp á þaki.  Við eigum orðið svo fínt þak þar sem hægt er að hafa það huggulegt.  Þetta kallar náttúrulega á tiltekt dauðans þar sem hvert falið rými er nýtt til málverkageymslu eða það að notuðum fötum hefur verið komið í allskyns koffort og töskur því skáparnir okkar rýma ekki ræbblana sem við eigum. 

 Óttalegur sígauni sem býr í þessari kerlu sem ég er en ég vill þó ekki líkja mér mikið við þá þótt margir hverjir séu fínir.  Hún Rocio vinkona mín er göldróttur blómasali og telst til ætta þessa máttuga fólks en annars geta þeir verið til heilmikilla vandræða og oft leiðinda eða erum það kanski bara við hin þessu prumpfínu og yndislegu?  Góð, Spurning!

Ekki laust við að ég sé með smá vöðvabólgu, kanski verður sól á lofti til að mýkja herðarnar eða ég grenji út eitt nudd eða svo. 

Vona bara að Lína fína jafni sig af horinu og að Lilli Aumingi láti sig hverfa.  Láttu þér batna lína litla og ég vona að þér farnist vel og að þú farir annaðkvöld.  Vek med dig, vek med dig!

Á 5 eða 6 litla striga sem verða málaðir um helgina.  Allar í glasa og ávaxtastíl.  Ekki mikið sem rýmast en nóg til að koma þemanum áleiðis. 

Mig dreymdi að ég væri skyggn og sá þar gamlar konur sem voru góðar, ég dansaði við þær og þurfti svo að koma mér í skó ....  Draumar eru bara fyrir góðu og þessi draumur án efa fyrir mikilli hagsæld.

Góða helgi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Björk

Þú átt ekki eftir að láta þér leiðast!!

Takk fyrir bataóskirnar, vek med mig!! Sé til hvort ég nái að svindlast smá í vinnunni á morgun og blogga smá ;)

Knús smús til þín!!

Elín Björk, 18.8.2006 kl. 23:23

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég get ekki ímyndað mér samasemmerki milli þín og láta sér leiðast.

Góða helgi.

Solla Guðjóns, 19.8.2006 kl. 08:32

3 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Ég verð nú bara að segja eins og hinar ég sé þig ekki fyrir mig að leiðast.

Vatnsberi Margrét, 19.8.2006 kl. 09:32

4 Smámynd: www.zordis.com

Enginn tími til ad láta sér leidast. 5 litlar ad faedast, tiltekt og innkaupaferd.

Vaeri mest til í ad fá ykkur allar í heimsókn, skjóta tappa úr kampavínsflösku, hita kaffi, gera einn kokteil og bjóda upp á Coke Zero!

Vid gaetum örugglega gert at í hvor annari :)

www.zordis.com, 19.8.2006 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband