30.7.2007 | 08:29
Fullkomin eða Fullfarin
Spurning hvort fullkomleiki sé eftirsóknarverður? Með varalitinn á sínum stað, með sama sveipinn ár e. ár og líða um eins og hringur er líður inn í eilífð í leit að öðrum hringjum, sápukúlum eða formfestu sem gæti allt eins verið spegilmynd þín, hið ytra sjálf sem er holt að innan og þráir nægju þess að fyllast af kærleik og ást.

Kossinn Olía á striga 33 x 55
Fullkomnunarárátta gæti verið meinvilla hugans, meinvilla þess er við drögum til okkar.
Það er enginn fullkominn í þessari lífsbaráttu enda væri það barasta afskaplega plein borgin að vera fullkomin, eða hvað?
Svei mér þá, í dag er bjartur og hlýr mánudagur ..... dagurinn hefur allt að bjóða, hverju er ég tilbúin að taka við, er ég móttækileg í dag ..... Spennandi!
Ég var leiðinleg í gær, fann ekki sápukúlu til að klessa mér uppvið, til að vera tóm með heldur sprakk ég alein á miðri leið. Æj hvað það er gott að finna mannlegu hliðina sína en leiðinlegt að springa yfir aðra ..... það má nú reyna að laga það með góðri framkomu og einu litlu sætu, afsakið skvettuganginn .... eða horfa kanski framhjá þessu og láta eins og ekkert hafi gerst. Nehhhh, ég ætla að finna minn stað mitt á milli þess að vera full Komin eða Farin ......
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Þetta er nú bara fullkomin færsla eins og vera ber á svona fullkomlega yndislegu bloggi eins og þínu. Myndin er líka fullkomin.
Nú er ég farin.
Smjúts
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.7.2007 kl. 09:08
bjartur og hlýr mánudagur hjá þér dimmur rigningadagur hjá okkur
Margrét M, 30.7.2007 kl. 09:20
Skemmtileg færsla hjá þér og yndisleg mynd.
Kristín Katla Árnadóttir, 30.7.2007 kl. 09:36
Sápukúlusmúss.
Solla Guðjóns, 30.7.2007 kl. 23:30
Hugsið ykkur erfiðið að vera "fullkominn" !
Eina leiðin fyrir þannig manneskju er niður á við ... ég er svo sáttur við að vera eins og ég er. Fullkomleiki er ekki eftirsóknarverður í mínum huga. Ég hef t.d. alltaf sagt það að ég ætli að verða besti pabbi í heimi, þegar ég fæ tækifæri til ... en ég verð langt frá því að vera fullkominn.
Hins vegar get ég talað um fullkominn dag, þar sem ég var voða duglegur á öllum vígstöðvum og er núna að leggjast til hvílu bráðum ... og það verður seinasta nóttin mín sem single sofandi maður.
Knús knús knús knús - fullkomið knús til þín!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 00:34
Síðasti dagur mánaðarins ..... Vala frænka á 40 ára afmæli í dag og óska ég henni til hamingju með daginn! Heitur dagur að vanda, ohhhh væri til í steypiregn
Ég er fullkomnlega sátt við að vera ég og þakka fyrir það, viðurkenni að stundum horfir kona og sér hvað grasið er miklu grænna hinum megin en þá er það bara að rækta sitt litla tún!
www.zordis.com, 31.7.2007 kl. 06:59
Fullkomlega frábær færsla hjá þér
Marta B Helgadóttir, 1.8.2007 kl. 09:31
Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.8.2007 kl. 09:05
fullkomnleikinn er mýta, glansmynd og afbökun þar sem orginallinn er alltaf stórbrotnari en snurfusað yfirborð hinnar hreinu myndar...
Lárus Gabríel Guðmundsson, 6.8.2007 kl. 15:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.