Listakonan ....

Hún kom í heimsókn og vildi fá fylgd um kjallarann ....  Hún dæsti og skoðaði, beygði sig og hnoaðaði hnéð ....

Já, hún var komin með 4 myndir og valdi ákveðið eina.  Skemmtilegur eftirmiðdagur og mikið spjallað.

Lyst

Lyst 20 x 20 Olía á Striga

Ég þarf svo aðeins að snurfusa hana svo hún sé klár, ditta örlítið að henni svo ég geti kvatt hana.  Ath.  kveðja = skila henni heim!

Ég er komin með brjálaða hugmynd ........ gæti kostað mig slatta en ég iða í skinninu að gera þetta, held að rjúpan sem kom til mín í draumi boði bara gott og söngurinn um afa heitinn .........

Alltaf hressandi að fá listakonur í heimsókn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gaman að fá listakonu í heimsókn. yndislega falleg mynd

Kristín Katla Árnadóttir, 31.7.2007 kl. 10:25

2 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Glæsileg mynd verð að fara láta að draumnum og næla mér í eitt stykki

Vatnsberi Margrét, 31.7.2007 kl. 13:20

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Bráðum slæst ég líka í hóp þeirra sem hnoða hnéð og fá sér eina draumkennda mynd af konu með hrafn eða fisk frá Zordísi.

En gaman að þú sért að selja myndir....þá komast þær loksins heim til sín...þangað sem þær ætluðu sér allan tímann á leið sinni frá kristalshugmynd og á strigann.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 31.7.2007 kl. 13:39

4 Smámynd: Margrét M

frábært

Margrét M, 31.7.2007 kl. 14:46

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Flott að þú selur myndirnar þínar, en ég veit að það er erfitt að kveðja börnin sín. Mér finnst þessi mynd æðisleg.

Svava frá Strandbergi , 31.7.2007 kl. 16:14

6 identicon

Eins og snillinn sagði:
Þar sem tvær listakonur koma saman; - þar er gaman

Frábær mynd sem listakonan valdi sér.

Gangi þér vel með brjáluðu hugmyndina.

Elísabet (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 16:38

7 Smámynd: Hugarfluga

Bíð spennt eftir að fá að vita hvaða brjálaða hugmynd hefur hreiðrað um sig í kollinum þínum!!

Hugarfluga, 31.7.2007 kl. 19:16

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þær geta verið agalega sumar af þessum klikk hugmyndum..geng ennmeð eina í maganum sem nær yfir 7 stórborgir víða um heim..svona uppákoma sem allir geta tekið þáttí. Kostar trilljónir og örugglega tvö ár eða meira í hörðum undirbúningi..en mikið rosalega langar mig einn dag.....

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 31.7.2007 kl. 20:45

9 Smámynd: Bergur Thorberg

Sæl og bless,

Þakka hlýju orðin,

:ínar eru líka snotrar.

Heyrumst 

Bergur Thorberg, 31.7.2007 kl. 23:40

10 Smámynd: Solla Guðjóns

Jabb sleppa sér og vera dáldið brjál...gerðu það láttu vaða....Áfram Þórdís

Solla Guðjóns, 31.7.2007 kl. 23:53

11 Smámynd: Elín Björk

Faðmur á móti sætust! Júvgotmeil, gó for it görl!!!

Elín Björk, 1.8.2007 kl. 00:03

12 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Geggjaðar hugmyndir eru svo hressandi; gangi þér vel með hana... fáum við að vita....?  (Manstu að það var oft sagt á Eskifirði; "forvitinn fær ekki að vita.."  - skildi það aldrei alveg .... og fannst það ó-eskfirskt...) Til lukku með að myndirnar þínar rati heim til sín til þín.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 1.8.2007 kl. 23:12

13 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Mjög falleg mynd. Til hamingju m söluna. Má ég vita hv.. kost...?

Geggjaðar hugmyndir eru oft þær albestu sem fólk fær -  láttu bara vaða !!!

Marta B Helgadóttir, 2.8.2007 kl. 01:20

14 Smámynd: www.zordis.com

Já, Forvitinn fær ekki að vita!  Góð speki   Aldrei gott að vera forvitin .....  Ég man eftir að hafa gert lyftidufta sprengjur, man eftir læknum sem við bussluðum í (Eskifjörður er svo fallegur) já ég man eftir svo mörgu góðu ..... Kidda og Bjarka að svíða og Guðjóni kennara tyggja ofaní litlu ljóskerin er sátu með galtóm augun á skólabekknum .....

Ég hef nú verið að spá í að halda litla sýningu en það kemur að því að ég nái að hengja myndirnar minar úr kjallaranum á einhvern sætan vegg .......  Geggjaðar hugmyndir eru liður í því ferli en það er allt önnur ella ..... Ella

Litlu myndirnar kostuðu upphaflega um 100€ (10.000 ísl) en nú er gengið svo klikkað og hagstætt að hundrað evrur eru minni upphæð ...... Verðin eru ekki heilög, síður en svo ......

Er að mála á pappír þessa dagana sem er gaman og er þar með sveik ég sjálfa mig með því að klára ókláraði bunkann .....  Svona er lífið, fullt af óvæntu skemmtilegu!

www.zordis.com, 2.8.2007 kl. 07:30

15 Smámynd: Ólafur fannberg

sammála því að góðar hugmyndir eru geggjaðar

Ólafur fannberg, 2.8.2007 kl. 08:26

16 identicon

KjallaraknÚs

Elísabet (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 22:09

17 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Knús

Vatnsberi Margrét, 3.8.2007 kl. 01:20

18 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Merkti við 3 myndir hjá þér í albúminu. Langar að vita ca verð á þær. Netfangið er marta_b_helgadottir@msn.com

takk og g nott 

Marta B Helgadóttir, 3.8.2007 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband