22.8.2006 | 17:28
Hvar er dúkkan sem sveimar um á hjólinu ....
Rosalega fyndið þegar maður rifjar upp minningar fyrri ára en þegar ég sá þetta hjól á Skemmtilegustu myndasíðu ever datt mér í hug árið sem skvísan hugaði það að setja
TATTOO
á upphandlegginn sinn væna og mjúka!
Ein Vallý hér og svo önnur því áhætta var tekin í þessum efnum. Aðgerð í heimahúsi, Skottutattúgerðarmaður mundaði nálarnar og var tilbúin með blekdollurnar.
JEDÚDDA
Var ég tilbúin í þetta. Litli frændi minn sat sposkur og horfði á og vildi líka. Ég var komin upp hálfan kantinn þegar litli frændi sagði.
NÚ VANTAR ÞIG BARA EITT STK. HJÓL
Ó nei, Motorcykle Mama .... Ekki ég!
HÆTTI VIÐ
Í miðju kafi og er svo heppin að vera með sama sem engin ummerki af þessu ævintýri.
Hef hvorki fyrr né síðar prófað Valíum við hvorki einu né öðru og vona að heilsan gefi það að svo verði ekki fyrr en á gamals aldri.
GLEÐI
býr í hjarta sem enn er latt en lætur sig þó ekki vanta.
HAMINGJA
seitlar í mjúkum búknum og því má trúa að af nógu er að moða
FRIÐUR
alls ekki friður því nú er ég stútfull af allskyns hugmyndum sem
LATAR
konur varla höndla þegar þær hafa öðrum skyldum að sinna.
Spurning hvenær mótorhjólaprófið verður þreytt, eða er mín allt of þreytt fyrir svona. Læt mér duga að eiga eiginmann með slíkt próf í vasanum og ræda bara aftaná hans hjóli með silkislæðu um hálsinn í sætum sixties kjól.
ALDREI AÐ VITA.
HÉR ER DÚKKA UM DÚKKU SEM VILDI EKKI VERÐA STÓR
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Það er bara æði að rúnta um á fallegum fák og finna vindinn strjúka kinn ;)
Vatnsberi Margrét, 22.8.2006 kl. 22:54
Ég get sko ýmindað mér það! Var næstum búin að kaupa mér eitt stk. Harley í fyrra en þegar ég sá fram á leðurgalla og það sem fylgir þá hraus mér hugur. Við erum hins vegar "hjónin" að spá í að skipta út öðrum bílnum og fá okkur hjól. Ég verð með silkislæðu aftaná!
www.zordis.com, 23.8.2006 kl. 13:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.