Á mörkum þess, hvers .... alvega sama ég er í ....fríi !

Dásamlegt að vakna eldsnemma á laugardegi, fyrsta frídegi sumarfríssins.  Það var kærkomið þar sem ég frestaði fríinu um viku og vann bæði á laugardegi og sunnudegi svo nú er ég brosandi allan hringinn.

Fríið byrjaði á eldhús"sjæni" og smá hringferð um bloggheima.  Ég lét til leiðast að skoða síður hjá vinum annara, sem og mínum eigin, staldraði við í þeirri hugsun hvað lífið er okkur gott.  Við erum að díla við margskonar vanda hver með sinum hætti og þykir mér aðdáunarvert að sjá hvernig sumir greina skilmerkilega frá vanda sem gleði.

Þegar ég stend í gættinni, horfi á ljósið og þokukennt myrkrið, veit ég að ég á hluta af hvoru um sig.  Í ljósinu set ég upp sólgleraugun til að fá ekki ofbirtu í augun og nýt gjafanna sem okkur eru ætlaðar.  Þegar ég stend í þokukenndu myrkri tek ég niður sólgleraugun og rýni í birtuna sem mér er ætluð.

Fullt í Fangi
Fullt í Fangi Olia á Striga 50 x 60

Það er reynslan sem mótar okkur, styrkir og herðir.  Ég trúi á það góða og bjarta þótt ég sökkvi mér stundum niður í hyldýpið, næli mér í smá blund við og við.  Það er fegurð í öllu, jafnvel því sem heillar ekki, það er fegurð í öllum verum þótt við náum ekki að sjá hana.  Fegurð er í auga þess er nemur!

Af því að ég er í fríi, sit í hita og svita, velti fyrir mér ýmsu ... bæði góðu og slæmu.  Ég er að vinna í sérpöntun á litlum akrýl myndum sem ég klára vonandi um helgina þrátt fyrir að ég ætla að djamma í kvöld með familíunni, fara og skoða húsgögn og hönnun, Já og mikið væri ég til í að fá mér sæt jarðarber og ískallt kampavín í tilefni dagsins ..... 

Fæ mér bara kampavín þar sem jarðaberja"sísonið" er búið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Pistillin þinn er alltaf svo fallegur þess vegna finnst mér að gott að koma til þín þú gefur mér ljós og gleði....... Skemmtu þér vel í sumarfríinu.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.8.2007 kl. 10:53

2 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Skemmtu þér vel í fríinu og njóttu tímans með fjölskyldunni

Vatnsberi Margrét, 11.8.2007 kl. 13:50

3 identicon

Reynslan er sannarlega besti kennarinn - 

Njóttu þess að vera til. Lífið er yndislegt og að eiga bloggvini eins og þig er sönnun á því.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 16:03

4 Smámynd: Elín Björk

En æðislegt að fá frí, og þú átt það svo sannarlega skilið dúllan mín  Þú veist svo hvar mér þætti frábært að sjá þig í þínu fríi
Hjúts knús til þín sætust, ég sakna þín as ollveis

Elín Björk, 11.8.2007 kl. 19:09

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Hrafnamynd

Njóttu þín og þinna í tætlur og til baka í fríinu.

Smá brjál-komment við síðustu færslu en já kannnski er ég bara sjálfselsk en mér langar að þú gerir þetta.

ElskJú

Solla Guðjóns, 12.8.2007 kl. 00:38

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Það er alltaf gott að lesa pistlana þína, það er svo mikil speki og gleði í þeim. Knús till þín.

Svava frá Strandbergi , 12.8.2007 kl. 09:25

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Undarlegt með Hrafninn hvað maður getur skynjað hann mismunandi í það og það skiptið. Stundum er hann eins og hver annar fugl í náttúrunni fallegur og duluðlegur, stundum tignarlegur ekki síst á flugi, stundum ógnandi og stundum hryllilegur...(sem hrææta)

Njóttu sumarleyfisins

Marta B Helgadóttir, 12.8.2007 kl. 09:32

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

skemmtileg mynd og frábært nafn. enda eru orðsins snillingur !

njóttu frísins, ég byrja að vinna á morgun !!

Ljós og friður til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.8.2007 kl. 12:11

9 Smámynd: Margrét M

njóttu þess sem allrabest að ver í smá fríi

Margrét M, 13.8.2007 kl. 13:50

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Kampavín og kampavín...hvað varð um gömlu góðu mysuna???

Ég segi það nú ekki en ég þarf alltaf heilmikið kampavín bara til að byrja að hugsa um heimilisverk.

Núna þegar þú ert loksins komin í frí hefurðu þá ekki miklu meiri tíma til að blogga???

Knús....

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.8.2007 kl. 15:28

11 Smámynd: www.zordis.com

Gamla góda mysan ..... jæks eða kanski ætti ég að prófa!  Undanrennan fanst mér góð en ég man hvorki eftir mysu né mysingsbragðinu!

Ég er til dæmis að bíða eftir að fá myndavélina mína aftur heim!  Þarf að taka fullt af myndum af myndum ..... thi hi hi

Takk fyrir kveðjurnar elsku vinir

www.zordis.com, 13.8.2007 kl. 21:21

12 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

 hafðu það voða, voða gott í fríinu þínu! Njóttu lífsins og ef heimilisverk eru partur af þeirri nautn, gerðu þau, annars: slepptu þeim!!!!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 14.8.2007 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband