Seint að sofa og snemma á fætur ...

....  Fyrsta strandferð ársins Whistling ....... og ágúst mánuður hálfnaður!  Við bjuggum okkur til farar og fórum með vatn, gos og pilsner í kæliboxinu.  Bikiní og sundskýlur, handklæði, sólhlíf, og allan almennan farangur sem er nauðsynlegur ..... skóflur, fötur og brimbretti.

Það var nægjanlegt brim í dag "Gurrí væri sennilega ekki sammála mér með sitt einkabrim" Við áttum góða stund með vinkonu okkar Guðnýju sem er í heimsókn yfir helgina.  Krakkarnir fóru og fengu sér ís á strandbarnum með pabba sínum á meðan við vinkonurnar gættum að farangrinum ..... síðan fórum við og fengum okkur Piña Colada ......  jummý jumm!

Á barnum

Zordis og Gudny

Það má nú segja að drykkurinn hafi verið góður en hér var kominn tími til að tygja sig!  Við drifum okkur í að taka allt stranddótið saman og iðuðum í skinninu að fara í sturtu þar sem sjórinn er klístraður á íturvöxnum líkamanum!  Veit einhver eitthvað verra en sand út um allt ?

Það sem augu mín námu
Notalegur dagur á ströndinni
Eftir að hafa útbúið snarl hér heima, erum við öll að gera sitthvað .... sjónvarpsgláp, tölvunördast, leggja okkur og afslöppun!
Í kvöld verður það Bowling og allsherjar fjölskylduskemmtun.
Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Skemmtilegur dagur hjá ykkur. Það er svo gott að slappa af eigið þið  góða kvöldskemmtun.

Kristín Katla Árnadóttir, 18.8.2007 kl. 17:31

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Upgrade your email with 1000's of emoticon icons love to you....


 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 19.8.2007 kl. 02:16

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Vá þetta er bara eins og að koma í bíó að skoða athugasemdirnar..hehe. Frábær dagur á ströndinni...frábær familía. Njótið vel

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.8.2007 kl. 12:03

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Skemmtileg og skondin mynd af ykkur  Njótið vel.

Marta B Helgadóttir, 19.8.2007 kl. 20:58

5 identicon

Flottar myndir, og pina colada .... me like very much. Cuanto questa una pina colada, por favor?

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 08:36

6 Smámynd: www.zordis.com

Gaman að sjá þig á ný Guðmundur !!!!  Strandlíf er sko ekki fyrir alla!

Það kostaði 15 evrur að taka tvo bekki og sólhlíf ...... en það er liður í að vera ekki með sand á þessum helstu prívat stöðum ....

Querido Doddilíus, una Piña Colada vale mucho, para dos copas son 12 euros en el bar de la playa!

Takk fyrir innlitið kæru vinir. 

www.zordis.com, 20.8.2007 kl. 08:43

7 Smámynd: Margrét M

ummm frábær dagur hjá ykkur ... ohhhh það er yndislegt að vera á ströndinni

Margrét M, 20.8.2007 kl. 09:17

8 Smámynd: Solla Guðjóns

Nefndu Pina Colada aftur og ég kem

Solla Guðjóns, 20.8.2007 kl. 12:39

9 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Gott að þið áttuð góðan dag saman. 

Svava frá Strandbergi , 20.8.2007 kl. 17:41

10 Smámynd: Elín Björk

Mmmm.... væri til í svona dag  -Sérstaklega Pina Colada-ið!
Ég skal svo kaupa kaffið elskan mín, en þá verður þú líka að koma og drekka það!!
Smútsur til þín sætust

Elín Björk, 20.8.2007 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband