Sumarfrí ... Stuðmenn ... hið ljúfa líf ...

Sumarfrí er sá tími ársins sem flest fólk bíður með eftirvæntingu.  Fríið mitt var kærkomið þegar það loksins kom því ég þurfti að fresta því sem kom sér alls ekki ílla fyrir mig Heart  Heil vika er liðin og hefur hún flogið á ógnarhraða sem er eðlilegt því allt gaman líður hraðar en það sem er erfitt, leiðinlegt og sárt! 

Þrátt fyrir að tíminn blikki mig og líði á ógnarhraða þá gefur hann mér sólskínsbrosið sitt og bíður mér góðan dag og kyssir mig á kinn á kvöldin.  Tíminn hvíslaði að mér stórkostlegri hugmynd, tíminn getur verið svo næs ef við bara viljum.

Þegar tíminn líður þá fylgjum við frelsinu og teygjum okkur í þræði hamingju sem okkur er ætluð.  Í hverju er mín hamingja fólgin.  Er ég hamingjusöm? 

Hvað er hamingja

Ég vil brosa í gegn um hamingjuna, gefa hlýju sem er sönn.  Ég hef brosað svo oft grunnu brosi til að fullnægja þörfum annara án þess að sýna mitt rétta sjálf.  Það er nú sennilega bara hluti af þeirri veru er við kjósum til að vera elskuleg.  Það er ekkert að því að vera elskulegur og notalegur því flest heyjum við harða baráttu og hvað er yndislegra en bros og fallegur sannleikur og jákvætt gildi.

Hvað er betra á köldum rigningardegi en hlýtt bros og gott viðmót.  Sólin gæti ekki brætt hjarta mitt ef brosið þitt og kakóbolli væri í boði ........  Ég er nýkomin niður af skýji, dúnmjúkum hnoðra þar sem hvísl um ást og hamingju sótti að mér.  Ást og hamingja fyrir allan heiminn, hvorki meira né minna.

Ég ætla að klára Sjómannskonuna sem er stór Olía á striga, gerð eftir pastelrissu ....  er minnir mig á "risotherapia" (hlátursmeðferð).  Já, kanski ég hlæji mig inn í kvöldið og njóti lífsins með pensil í hönd.  Þeir sletta olíunni sem eiga hana ..........

Morgunstund
Morgunstund 55 x 46 Olía á Striga

Já og svo væri ég alveg til í skyrtertu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þriðjudagsknús á þig 

Lilja Haralds (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 19:49

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Takk fyrir þessi fallegu orð þín ég er bara með tár í augunum þú ert svo jákvæð og góð elsku Þórdís.Svo er þetta svo falleg mynd.

Kristín Katla Árnadóttir, 21.8.2007 kl. 19:49

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

þetta er rosa flott mynd hjá þér.

Svava frá Strandbergi , 21.8.2007 kl. 20:16

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Setjumst nú, fáum okkur kaffibolla og skyrtertu. Ég bjó þetta sérstaklega til fyrir ÞIG. Klukkan er 22:30 hjá mér núna.  Upgrade your email with 1000's of cool animationsUpgrade your email with 1000's of cool animations
 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.8.2007 kl. 22:32

5 Smámynd: www.zordis.com

He he he ... jummý jummý Guðný Anna ... Nú er lífið ljúft, yndisleg nýgerð skyrterta og rjúkandi kaffibolli!  Takk fyrir þetta

Takk fyrir komun elsku bloggvinir.  Ég sit hér brosandi ofurþreytt en ætla að úða í mig sætindum frá Guðný Önnu ....

www.zordis.com, 21.8.2007 kl. 22:36

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Mjög flott mynd , njóttu sætindanna

Marta B Helgadóttir, 21.8.2007 kl. 22:41

7 identicon

Skyrtertu væri gott að fá!!! Og Morgunstundin þín er bara yndislegust og ótrúlega falleg.

En nú kallar á mig yndisleg og ótrúlega falleg kona innan úr herbergi og þangað fer ég nú ... bíð þér á meðan góða nótt yfir haf og lönd ... því kveðjur verða að fá að ferðast svona eins og við mannfólkið, ekki satt?

Knús og kyssur á þig frá Akureyri!!!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 23:39

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

fallegar hugsanir eins og alltaf kæra zordis, en finn alltaf fyrir einhverri sorg í mörgum af þínum færslum.

tíminn líður svo hratt það er bara klukkan sem heldur honum aðeins til baka !

AlheimsLjós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.8.2007 kl. 06:14

9 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Frábær mynd hjá þér, ég er á því að listagyðjan hafi tekið sér bólfestu í þér. Og það sem meira er þú ert svo gjöful  á þessa gjöf, talentinn. Litirnir eru frábærir og hafa áhrif á skoðandann á jákvæðan hátt. Textinn hjá þér fylgir manni út í daginn og ekki veitir af að brosa í allri rigningunni og svona yfirleitt. Ég sendi þér ekta bros en ég held nú samt að mér veitti ekki af litlum hamingjuhnoðra til að ferðast á og leita sannleikans. Takk fyrir innlitið. Sóldís

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 22.8.2007 kl. 08:45

10 Smámynd: Solla Guðjóns

Skyr og rjóma og tökum ofan fyrir Helga Hó og ást á þig ljúfust.

Solla Guðjóns, 22.8.2007 kl. 13:47

11 Smámynd: Margrét M

skyr terta ummm svo góð ... eigðu góðan dag

Margrét M, 22.8.2007 kl. 14:11

12 Smámynd: Hugarfluga

Þú ert minn súkkulaðiís þú ert minn skyrtertugrís .. lalalalala. *smjúts*

Hugarfluga, 22.8.2007 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband