1.9.2007 | 15:26
Græn fjöll og djúpir dalir .....
Í dag er ég í dönskum hug ... hlusta á Kim Larsen, hugsa um beljurnar sveifla kjötmiklum hölum til og frá, til að berja frá sér þýskar flugur ..... Í dag finn ég mýkt í hjartanu sem dúar og hlúar að sálarlífinu.
Í Danmörku eru hvorki græn fjöll né djúpir dalir er umlykja náttúrunnar fjallafegurð. Ég get hins vegar farið þangað með Fjallið mitt og sogað orkuna hans ...
Ef hann bara samþykkti það!
Á borðinu er lítið hús með bláu þaki, þar sit ég og horfi yfir Tjæreborg sem okkur hjónunum líst svo vel á! Okkur líst vel á eitthvað sem við sjáum bara af þakinu á litla hvíta húsinu með bláa þakinu án þess að vita neitt áþreifanlegt! Ég vildi ég væri, lítið bleikt sumarfiðrildi sem svifi að gluggasyllunni þinni. Kæmi með sólina í vit þin og gæfi af mér gleðina sem sáldrað gæti í farveg hjarta þíns.
Með blátt í glasi Olía á striga
Ef ég ætti að velja mér stað sem ekki væri æskuheimili né núverandi heimili þá yrði Danmörk fyrir valinu, þar sem ég hef búið þar, hef alltaf haft gaman af tungumálinu og svo eru kvígurnar svooo afslappaðar þar. "vona að þið hafið náð að anda í þessari löngu setningu" .....
Úr einum heimi í annan þá hvílir hvorki tilhlökkun né kvíði í brjósti mér. Þar hvílir hnoðri sem stagar í tilfinningaholið og seitlar inn jafnvægi í æðibunuganginn sem stundum kroppar í mig.
Kanski kemur lítið fiðrildi í heimsókn, hver veit?
Færsla um allt og aðallega ekkert
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Danmörk er í huga mér líka, var einmitt að fá fréttir þaðan. Eyði mörgum stundum á home.dk og læt mig dreyma ... á mínu borði er danskur sveitabær ...
hva, maður andar nú á kommum, eða það geri ég allavega - piff.
Allt um ekkert og ekkert um allt.
Elísabet (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 15:50
Það er gott að búa þar sem maður býr .... ef það meikar þá sens hjá mér
? Maður hreiðrar um sig og aðlagar sig því sem maður hefur á hverjum tíma, en mig langar að taka undir þessa fallegu færslu hjá þér, í Danmörku er samfelagið einhvernveginn svo fjölskylduvænt og náttúran einhvernveginn friðsælli en okkar stórbrotna náttúra hér á Íslandi.
Marta B Helgadóttir, 1.9.2007 kl. 15:51
thi hi hi ... Já, ég setti kommurnar inn eftirá! Fanst þessi setning vera með lengri og dúndraði inn litlum kommum út um allt eða voru það framsóknarmenn ???
Your home is where your hat is söng ???? Æj, búin að gleyma hvað hann hét en ég er sammála að heimilið er þar sem höfuðfat hvílir, eða hagkaupspokinn
Það er einhver púki í mér núna, wonder why!
www.zordis.com, 1.9.2007 kl. 16:05
Sveitabærinn sem sem er á borðinu mínu er saltstaukur frá Hollandi sem er jafn mikil pönnlsa og dk. ER búin að vafra á home.dk og næ bara ekki að hrista danska orminn af mér!
Langar í sumarhús í dk en svo hugsa ég (hugsun nær stundum ekki lengra en nefið) Farðu barasta á hótel eða kauptu þér gamalt kúluhjólhýsi .... en ég er sátt, svo sátt með mitt og mína.
Satt segi ég! pssssss í hvaða héraði er bóndabærinn ??? gætir alveg sent mér hint á zordisins, er þakki?
www.zordis.com, 1.9.2007 kl. 16:34
Hef aldrei sett Kim Larsen,danmörk og beljur í samhengi
Snilli
Solla Guðjóns, 3.9.2007 kl. 15:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.