2.9.2007 | 19:45
Það er myrkur og úti flögrar hrafninn vinur minn .....
Dásemdartónar fylla húskofann og ég finn ekki nennu til að gera neitt sérstakt. Var að teikna "voða gaman" ætlaði að horfa á Stuðmannamyndina en hætti við. Datt í hug að horfa á Secret "aftur" en það er eitthvað við þessa nennu sem hrjáir mig núna.
Ég ákvað að setja inn nokkrar fuglamyndir.
Vegna mikils þrýstings bloggvina
þannig að gjörið þið svo vel mín kæru
Í belg og biðu án þess að velja sérstakar myndir þá set ég þær inn ein af annari. Sumar með nöfn og aðrar án heita. Engar stærðir tilgreindar né lýsingar.
Af hverju er hrafninn mér hugleikinn ..... það er nú það.
Hrafninn er ekki tákn böl né dauða heldur er hann óbilandi kjarkur og kraftur






Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Fallegar myndir eins vant er hjá þér ég er að fara að horfa á myndina.Secret á eftir. Eigðu gott sunnudagskvöld.
Kristín Katla Árnadóttir, 2.9.2007 kl. 19:55
Sömuleiðis Katla mín, kanski ég finni mína og við horfum bara á hana saman!
www.zordis.com, 2.9.2007 kl. 19:58
Glæsilegur hrafninn hjá þér Guðmundur! Þetta lag á ég á spiladós sem vinkona mín gaf mér! Hreint frábærar spiladósir verð ég að segja sem keypt var í kirsuberjatréun á Vesturgötunni í Reykjavík. Allir þangað
www.zordis.com, 2.9.2007 kl. 20:25
Hæ Hrafnastelpa.
Spiladósir og leyndarmál eiga vel saman á svona kvöldum meðan ég eltist við orðin. Einhverra hluta vegna hugsa ég alltaf um kampavínsbubblur þegar ég kíki við hjá þér.
Eigðu góðar stundir hvað sem þú nennir að gera
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.9.2007 kl. 20:32
Ég gef þér hjarta mitt er mitt uppáhald, þó allar séu myndirnar þínar æðislegar. Knús og kveðjur frá Akureyri ...
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 21:16
Þessar myndir hjá þér eru hreint æðislegar, ég gæti ekki gert upp á milli þeirra!!
Huld S. Ringsted, 2.9.2007 kl. 22:27
Ég held að ástæðan fyrir Hrafna dýrkuninni sé sú að þú deitaðir Hrafn Gunnlaugsson árið 1991.... ég man hvað ég var spenntur yfir því að fá að sjá þig í myndinni Hrafninn lýgur...en allt kom fyrir ekki og titillinn stóð, sem sagt hann laug!
Koss og kveðjur úr Hveragerði
Hallgrímur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 11:36
Það er nú eins gott að fólk taki ekki mark á síðasta kommenti enda er mikill grínari á ferð ..... En góð tilraun engu að síður.
Takk fyrir athugasemdirnar kæru vinir ... svona bloggeinkasýningar verða að duga þar til síðar en þá munum við gúffa í okkur snittur og kampavín .... búbblettý blúbb!
Zordis (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 11:46
úpps...var þetta eitthvað sem ekki mátti fréttast, haha
Hallgrímur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 12:24
fallegar myndir að vanda
Margrét M, 3.9.2007 kl. 16:12
Hahahaah er Haddi minn í stuði núna...eittthvað að koma upp um systir
Takk fyrir einkasýninguna hér og í síðustu færslu
Stórglæsilegt.
Solla Guðjóns, 3.9.2007 kl. 16:24
þegar ég var lítil var ég alltaf smá smeik við hrafna. það var mikið að þeim í túninu rétt hjá húsinu mínu, og ég hafði alltaf á tilfinningunni að þeirætluðu að ráðast á mig, hafði samt ekki séð fuglamyndina eftiróhuggulegu eftir HC
myndirnar þínar eru ljóðrænar og fallegar !
kær kveðja og AlheimsLjós til þín í gegnum mig !
Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 3.9.2007 kl. 16:50
Flottar myndir
Marta B Helgadóttir, 3.9.2007 kl. 20:33
Í mínum huga er hrafninn fyrir góðu, margar sögur sem segja hann hafa bjargað fólki frá nátturuhamförum og öðrum hættum. Hann sómir sér vel á striga hjá þér sem boðberi góðra hluta
Vatnsberi Margrét, 4.9.2007 kl. 12:42
Zordísin mín, takk, takk og takk.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 4.9.2007 kl. 21:12
Hjartans þakkir fyrir innlitið .... það verða búbblur næst
þegar við hittumst!
Gaman að fá svona jákvæð viðbrögð þrátt fyrir að þau neikvæðu séu alltaf uppbyggjandi með. Ég er rosalega sátt við ykkur
www.zordis.com, 5.9.2007 kl. 09:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.