Að lifa í leyndarmálinu ....

..... suss suss

Leyndarmálið er ekkert leyndarmál, heldur hugarfarsástand!

Dagarnir líða á ógnarhraða, okkur liður vel með þennan sem bíður okkur velkomin.

Rissurnar mínar eru hljóðar og birtast í huganum, heimta að fá tilveruréttinn til að geta sinnt hlutverki sínu.  Allt hefur sinn tíma, ekki satt.

Nú stendur Fjallkonan frammi fyrir flutningum og er mikið að sýsla í tengslum við þá.  Við förum úr litlu í stærra og þá er að mörgu að huga.  Okkur miðar bara vel í skipulagningunni.  Við erum einnig að undirbúa komu foreldra minna og ömmu sem ætla að staldra við í 3 vikur.  Það er mikil tilhlökkun í börnunum því við ákváðum að láta Íslandsförina á hilluna þetta árið.

Fiskur á Flugi
Fiskur á Flugi  Akrýl á Pappír
Set hér inn eina hálfunna akrýl af Fiskur á Flugi en vegna mikilla anna í sumarfríi þá hef ég ekki geta nýtt tímann eins og ég áætlaði fyrir frí. 
Sumarfrí eru líka bara þannig, fjölskyldan gerir hlutina eins og henni þóknast hverju sinni.  Nú fer raunveruleiki hversdagsins að skella á með öllum sínum skyldum.

Skólin hefst í næstu viku, skólabækurnar standa á stofuborðinu fullar af fróðleik sem á vonandi eftir að hreiðra um sig í hug barnanna.  Upphafið er alltaf svo gott!  Endirinn er það reyndar líka!  Það er eitthvað allt svo mikið gott gott í þessari tilveru, bara ef við kjósum að sjá það. 

Lífið er líka vont vont og ljótt því miður!  Við getum sameinast í jákvæðri hugsun fyrir heiminn fyrir alla þá sem minna mega sín bæði dýr og menn.

Svona áður en ég kveð að sinni þá gerði ég seið og ákallaði Ateneu sem er ein af heimsgyðjunum.  Það er svo mikil spenna í þessum ævintýraheimi.  Ég kanski segi ykkur frá þessu seinna en nú ætla ég að halda í ljúfa hönd dóttur minnar og spígspora um markaðsgötur bæjarins.  Kanski ég taki myndir og sýni ykkur síðar í dag.

Eigið yndi á ljúfum degi

Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gangi ykkur vel með að flytja vonandi líður ykkur vel í nýju húsi. Já við skulum vera jákvæð. Það verður gaman fyrir þig að fá foreldrana og ömmu þína til þín í heimsókn kæra Þórdís mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 5.9.2007 kl. 09:44

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gangi ykkur vel og til hamingju með nýju húsakynnin.

Það er mannbætandi lestur að heimsækja síðuna þína Þórdís alveg einstök hlýja í skrifum þínum. 

Marta B Helgadóttir, 5.9.2007 kl. 09:50

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Gangi ykkur vel með flutningana. Já það er sko nauðsynlegt og hollt að vera jákvæður, annað er bara slæmt fyrir heilsuna!

Huld S. Ringsted, 5.9.2007 kl. 14:53

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

líst vel á markaði, finnst þeir alltaf skemmtilegir !

fór á markað um helgina maðurinn minn keypti flautu !

ég keypti óróa !

AlheimsLjós til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.9.2007 kl. 15:11

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Góðsemi og gyðjuákall fyrir heiminn á heljarþröm, sem á líka svo góðar hliðar. Allt í bland , flutningar og fjallkonur. Markaðir og mæður með börn í skóla að hjóla.

Knús

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 5.9.2007 kl. 15:32

6 identicon

Húsið verður frábært og mikil gleði og hugmyndaauðgi á nýjum stað! Ísland mun sakna nærveru þinnar, en skilur þig vel.

Knús og kveðjur frá Akureyri!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 20:48

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Hvar eiginlega í veröldinni ertu stödd englakonan með pensilinn

Heiða Þórðar, 6.9.2007 kl. 10:07

8 Smámynd: Margrét M

gangi ykkur vel með flutningana og er ekki æði á foreldrana og ömmuna í heimsókn ?

Margrét M, 6.9.2007 kl. 11:15

9 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Það er alltaf gaman að flytja, þó að það sé erfitt. En gangi ykkur vel með flutningana og nýja staðinn. Þú ert fín með akrýið, það höfðar virkilega til mín það sem þú ert að mála.

Að sleppa Íslandsferðinni og fá í staðinn, ættingjana í heimsókn er frábært, gangi ykkur vel.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 6.9.2007 kl. 18:13

10 Smámynd: Solla Guðjóns

Já bara komið að því til hamingju með það...fjöll eru til að flytja ekki satt

Gaman fyrir ykkur að fá þau 3 í heimsókn...eru þau farinn...kannski gemst ég í töskuna??

Solla Guðjóns, 9.9.2007 kl. 19:20

11 Smámynd: www.zordis.com

He he he  Sollan mín, smelltu þér í töskurnar og svo er bara að tjilla í 3 vikur!  Nóg er plássið

www.zordis.com, 9.9.2007 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband