8.9.2007 | 09:10
7 hefur sérstakt gildi ...
... Í gær þann sjöunda september féll gulldropi af himnum. Hann féll í fangið á okkur og við gripum hann.
Margt merkilegt hefur gerst fyrir okkur þann 7unda undanfarin ár og ég spyr eru hendingar til, er hjátrúin kanski að spila með hér. Sennilega er það síðastnefnda ríkt í þjóstumiklum kroppnum þar sem góðir hlutir gerast alla daga ........
Í gær fórum við og settum inn pöntun á sérsmíðuðu eldhúsborði. Þetta er svona borð sem hægt er að nota fyrir fleka ef syndaflóð stimplar sig inn. Það kom að því að þúsund litlir tapasréttir eigi sinn sérstaka stað á veisluborðinu og að matartímar geti staðið fram undir stjörnubjarta nótt!
Í nótt dreymdi mig ömmu músina mína og hún var að mála mynd í vatnslitum. Það var mynd með muskulitum og hveitikími. Þessi draumur boðar bara gott, ég er alveg viss um það.
Dagurinn í dag hefur tekið völdin, börnin vöknuð og síðustu dagar sumarfrísins á enda. Myndavélin er batterís laus svo ekki næ ég myndunum strax sem áttu að vera hér á forsíðunni.
Tómleikin í hjartanu veit vonandi á gott
bíður eftir fyllingu dagsins
veit á gott
tónn í lífsins lagi
hvítir sokkar
flík yfir aðra
ógreitt hárið flaxar
í vindi sólar
er yljar
lífið byrjar í dag
Af öðrum heimi Olía á Striga 20 x 50
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:14 | Facebook
Athugasemdir
Jiii ég man eftir momenti á myndinni. Þetta var þegar við hittumst í draumi á ókunnri plánetu. Það var örugglega þann sjöunda eitthvert árið.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.9.2007 kl. 09:16
Takk fyrir fallegt blogg og eigðu góðan dag.
Svava frá Strandbergi , 8.9.2007 kl. 10:13
Það er ég líka viss að draumurinn boðar gott Þórdís mín eigðu góðan dag ljósið mitt
Kristín Katla Árnadóttir, 8.9.2007 kl. 10:30
Takk fyrir þetta fallega blogg, það er svo gott að heimsækja síðuna þína, einhvernveginn friðsælt og gefandi.
Njóttu dagsins
Marta B Helgadóttir, 8.9.2007 kl. 10:46
Ég tek undir með Mörtu. Nú er ég að fara í sund og tek ljóðið þitt með mér.Viðra það fyrst og bleyti svo aðeins í því. Í vindi sólar.
Kveðja...... Thorberg
Bergur Thorberg, 8.9.2007 kl. 11:40
Dagurinn í dag hefur sannarlega tekið völdin, og mér líkar það vel. Eigum við ekki bara að segja að þetta verði frábær dagur??
Vona að þú og þín fjölskylda hafið það yndislegt. Kærar kveðjur og knús frá Akureyri -
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 12:54
7 er heilög tala í margri merkingu !
ömmur eru góðar í draumi, ef minningin er góð !
AlheimsLjós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 8.9.2007 kl. 23:14
Elskan mín auðvita er sjö góð tala hún kemur á eftir sexi....
Falleg þessi mynd og draumur um ömmu er dásemd
Ást á þig
Solla Guðjóns, 9.9.2007 kl. 18:58
gott með þig og borðið og namminamm
Solla Guðjóns, 9.9.2007 kl. 19:00
Myndin er frábær, Zordís. Ég er fædd þann sjöunda..... Talan sjö hefur alltaf elt mig dálítið en heillatala...well, long discussion....seinna yfir kaffi eða rauðvíni.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.9.2007 kl. 21:27
Sammála Guðný Önnu, myndin er tær snilld, svona rétt einsog gulldropinn sem féll í fangið. Þakka fallega færslu, yndisleg lesning fyrir svefninn.
Heiða Þórðar, 10.9.2007 kl. 02:53
falleg mynd ..
Margrét M, 10.9.2007 kl. 09:37
Skemmtilegur klúbbur Guðmundur .... veistu að ég er að flytja í hús sem er númer 13 sem er vissulega tilhlökkunarefni.
Kærleikskveðja til ykkar kæru bloggvinir og takk fyrir kveðjurnar sem er ómetanlegar!
www.zordis.com, 10.9.2007 kl. 11:39
Mig langar til að faðma þig
Hugarfluga, 10.9.2007 kl. 17:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.