Gulur .. rauður ..

grænn og blár!

Eftir að hafa faðmað gyllta birtuna sé ég liti sem svífa með mér.  Litir sem ylja og næra, gera gott, eru svo fallegir, eru ég. 

Lítil stúlka teiknar París útlínur með gamalli trjágrein í moldarþurran jarðvegin.  Hún kastar völu á fyrsta reit og stekkur hljóðfast markaða reiti.  Stúlkan þreytist ekki leikurinn og endur tekur hann í sífellu.  Sól sest, sól rís .... dagur nýr!

Þegar okkur líður vel með það sem við gerum, hvort sem það er að stökkva í útlínur Parísarleiksins, eldum góðan mat, lesum eða sitjum með pensil í hönd þá líður tíminn jafnan hratt.  

Ég er litla stúlkan með völuna, í dag nýt ég mín með pensil í hönd með misgóðum árangri sem er þó liður í þróun, að ná betri tökum að finna innri miðju, til að finna nægjuna sem við leitum hvert og eitt.

Litríkar

Litríkar Akrýl á striga .... í Vinnslu (ca. 22 x 33)

Ætli lífið sé bara ekki allt of gott, svo yndislega gott ...... Auðvitað vaknar kona upp af svona góðum draumi og uppgötvar að fyrsti vinnnudagurinn e. sumarfrí var í dag "jíha"  Nú styttist í næsta frí, galdurinn við hugarvísindin eru hreint "challenge" ...

Úr birtu í skugga þar sem forsælan gælir við okkur.  Forgangsröðin hefur breyst örlítið og nú kallar kroppurinn á kulda í stað hita og til dæmis væri ég til í vænan gust, lárétta rigningu og fá gamla Millet úlpu lánaða til að hlýja mér.

Staðreyndin er önnur, hiti og sviti ..... dagur til að fá sér ískallt vatn með sítrónusneiðum út í til að kæla sig niður fyrir svefninn.  Já, nú fer fjallkonan hot í rúmmið ........

Nóttin

Nóttin Akrýl á Striga ... Í Vinnslu  (ca. 22 x 33)

Nú er nóttin komin tilbúin að hjúfra sig að mér, gefa mér leyndarmálin sín.  Hún er svöl og seiðandi ... mig hlakkar til að heyra hvað hún gefur mér af hjarta sínu.  Í nótt göngum við saman tvær, hönd í hönd um heimsins ókunnu lönd.  Ekkert nema fjarlægð hugans dregur mig frá þér.

Nóttin er góð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nóttin er yndisleg og virkilega seiðandi - hún kallar á mig núna, en ég ætla að vaka aðeins lengur svo Veiga geti sofnað áður en ég kem upp í rúm. 

Zordis - you rock my world!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 00:50

2 Smámynd: Margrét M

undurfallegar myndir ... 

Millert úlpa ha ha kanski don cano galli með  

Margrét M, 11.9.2007 kl. 09:20

3 Smámynd: www.zordis.com

Don Cano galla, Já Takk Margrét mín!  Maður er bara orðin 13ára aftur  ... 

www.zordis.com, 11.9.2007 kl. 09:24

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Alltaf fallegt hjá þér og flottar myndir. Eigðu góðan dag ljúfust.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.9.2007 kl. 10:14

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Knús mín kæra fjallkona með hitasótt....Góða vinnu daga og megir þú fá íslenskan hríðarbyl um stund til að létta þer lundina og máta gömlu kuldaflíkurnar!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.9.2007 kl. 15:25

6 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Knús og kossar

Vatnsberi Margrét, 12.9.2007 kl. 00:24

7 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Það hressir andann virkilega að lesa bloggið þitt Zordis, myndirnar eru ekkert minna en frábærar og textinn þinn í stíl við það. Takk fyrir mig.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 12.9.2007 kl. 09:10

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ég er búin að spyrja þig áður...minnist þess ekki að hafa fengið svar; En hvaðan kemur þú eiginlega....dastu niður af himnum....villtistu? Þú ert hreint út sagt unaðslegur engill!

Annars getur þú séð ef þú kíkir á síðustu færslu hvernig nóttin var hjá mér elsku elsku elsku besta bloggvinkona.

Eigðu yndislegan dag

Heiða Þórðar, 12.9.2007 kl. 11:43

9 Smámynd: Bergur Thorberg

Ég á eina nótt. Hún heitir Nótt Thorberg. Þannig að ég kannast við niðurlagið á færslunni þinni Zordísin mín.

Bergur Thorberg, 12.9.2007 kl. 16:08

10 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Sko, krakkar, hvað eruð þið eiginilega gömul? Ég man eftir Álafossúlpum. Sjúkk, fer að sækja um öldrunarmat.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 12.9.2007 kl. 23:30

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Myndirnar eru mjööög flottar

Veðurstofan var með viðvörun í útvarpinu,það er spáð einhverri ofurrigningu og miklum stormi á Suðurlandi, ekki hundi út sigandi, myndi alveg vilja skipta við þig á loftslagi.   

Góða nótt Þórdís mín yndisleg.

Marta B Helgadóttir, 13.9.2007 kl. 00:02

12 Smámynd: Solla Guðjóns

faðlag og þúst ferð að fá póst frá mér..svona einka sko

Solla Guðjóns, 13.9.2007 kl. 10:32

13 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Myndin "Nóttin" er  einstaklega falleg, höfðar til mín, mér finnst húmið  rómantískt og ljúft.

Marta B Helgadóttir, 13.9.2007 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband