15.9.2007 | 20:17
Hlátur eða Grátur ?
Hlæ ég eða græt ég .... kanski hvorugt en lífið er vissulega grátbroslegt tala nú ekki um þegar við stöndum á hliðarlínunni og horfum yfir. Mér var hugleikið það öryggi sem "miðjan" veitti mér þar sem jafnvægið duggar blíðlega í takt við andardrátt minn, þar sem hugur minn er hluti af alheimi í umhverfi blessunar og ástar.
Af hliðarlínunni þurfti ég niður, bregða mér í sparigallann sem lá samanbrotinn á gólfinu, finna fyrir holdblautu regninu sem streymdi niður með hagléli, mörgþúsund metrar á sekúndu. Veðrið var svo öflugt að hundi var ekki út sigandi og mín ekki heima!
Þegar ég kom heim var mannmergð á götum úti og ég vissi vel hvað hafði gerst. "Damn" það hafði flætt hundruði eða þúsundir lítra úr holræsakerfi bæjarins inn í kjallarann minn ..... tekur því ekki að vera sorrý þar sem ramblandi konan er í ofurjafnvæginu sínu þessa dagana!
Hér sést inn í kjallarann, allt á floti ....... Allt út um allt .... glittir í brúðkaupsbílinn .....
Sonur minn stóð og horfði á allt vatnið sem hafði gusast upp um ristina sem er á vinstri mynd. Það fór allt á flot nema brúðkaupsbíllinn en undir honum má sjá þvottakörfu sem var ekki á mynd fyrir atburðinn!
Ég horfði inn í kjallarann og þar voru myndirnar mínar, hálfar á hvolfi í ísköldu vatninu. Tærnar á mér fundu ekki fyrir kulda, dofnar sennilega rétta orðið ...... Ég byrjaði að bjarga því sem bjargað gat. Brúðkaupsbíllinn var í lagi og þá var það að redda myndunum!
Allur gærdagurinn fram undir kvöld fór í að tæma vatnsflauminn og í þrif .... heilu ferðatöskurnar fullar af fatnaði voru ílla lyktandi og rennandi leirblautar. Tugi ferða á ruslahaugana voru farnar.
Í nótt dreymdi mig loðnar kóngulær .... Ég vaknaði aum í baki með nýrnaverk og hvílsaði á móti dagsbirtunni, "vísaðu mér á berjamó, þá skal ég gerfa þér gull í skó" ! Hún horfði risastórum augum í augu mín og teygði úr loðinni "loppunni" (veit að kóngulær hafa ekki loppur, sko .... alveg satt) Já, þarna vaknaði ég og brá mér í kjallarann á ný!
Eftir yfirhal og milljón skúringar, búin að yfirfara allar myndir þá voru margar ónýtar, sumum gat ég bjargað og aðrar eiga sér ekki lífs von! Ég stillti þeim upp til þerris blessuðum myndunum og mun dæma um það síðar hvort þær séu heilar eða hálfar!
Skúrað og allt upphengt til þerris ....................... Hitt sjónarhornið ....... bévítans rakinn ....
Spurning hvort hann hangi þurr. Spurning hvort ég fái 15 skópör greidd frá tryggingarfélaginu og spurning hvort ég fái strigana bætta án útlína .... spurning ??
Ég er róleg, fékk fólk í heimsókn og var á síðustu sekúndu að gera allt klárt, senda Fjallið og kaupa súkkulaðitertu út í búð með eiturbrösuðu kaffinu. Kærir vinir tóku eina mynd í fóstur!
Nýrun eru aum, doðinn farinn en bakið aumt. Ég held ég haldi mig bara í miðjunni "með vökula meðvitund" ég held það barasta!
Svona er staðan, hlátur eða grátur ? Ég hugsaði í morgun, þá er nú skárra að gefa myndirnar heldur en að lenda í óhappi. Sem dæmi þá er ég með mynd sem mér þykir ofurvænt um í kjallaranum mínum sem er eins konur örvun. Sú mynd lifði af bruna og hefur nú lifað af flóð!
Öllu verra er að ég var með listaverk e. Íranskan listamann sem er ónýtt, einnig grafískt verk eftir íslensku listakonuna Rebekku Ómarsdóttur sem mér þykir ofurvænt um ..... Þessar myndir hafði ég hjá mér í Lista Kjallaranum til örvunar!
Ég hlæ ég græt, ég veit ekki hvort ég geri. Þegar ég hlæ koma tár í augun mín og þegar ég græt tæmist hjartað mitt. Það er vont!
Elsku vinir ég ætla að hlæja í kvöld, ég ætla að vera með fjölskyldunni minni og halda svo áfram að laga kjallarann á morgun því ef ég næ ekki að þvo alla haugana af fatnaði sem var í ferðatöskunum þá myglar allt.
Ég hlæ og ég græt
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Æ elsku elsku Þórdís mín...ég veit ekki hvað ég myndi gera af allar myndirnar mínar lentu í svona háska.. ég á meira að segja erfitt með að selja þær jafnvel þó ég fái góð tilboð segi ég nei. Maður selur ekki börnin sín. Sem er auðvitað ekkki mjög fjárhagslega vænt...Ég vona innilega að þær lifi sem flestar af vatnsflauminn...gráttu bara fögrum tárum ef svo er ekki. Það er vont þegar sköpunin fer undir vatn.
Hjartans kveðjur og samúð...
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.9.2007 kl. 20:41
Æ elsku Þórdís mín mikið er þetta leiðinlegt að heyra oh hræðilegt með myndirnar þínar ég vona að þú og fjölskyldan jafnið ykkur á þessum hörmúgum ég græt með þér. Samúðar kveðjur elskan.

Kristín Katla Árnadóttir, 15.9.2007 kl. 20:54
Elsku Þórdís þú átt allan minn skilning í þessari uppákomu
Það eru ekki nema ca 2 vikur síðan svipað gerðist heima hjá mér sem var nógu andstyggilegt þó ekki væru neinar gersemar í hættu.
Ég vona innilega að ykkur takist að bjarga fallegu myndunum þínum
Marta B Helgadóttir, 15.9.2007 kl. 21:10
Nú er ég alltaf að hugsa til þín Elsku Þórdís mín ég er að hugsa hvað er hagt að að gera til að hjálpa þér ég ætla senda þér góða orku til þín ég mun biðja fyrir þér ljósið mitt.
Kristín Katla Árnadóttir, 15.9.2007 kl. 22:45
Sara takk fyrir þetta ráð. Ég reyndar bar raka á bak við myndir sem fengu högg og dældir en mun fara strax í fyrramálið og úða á bakhliðina ... var ekki að fatta þetta en þú talar af miklu viti. Heyr heyr!
Það sem vakti mesta furðu mína er hvað akrýlmyndirnar eru heilar! Fyrir utan margar hverjar sem hafa haggast á köntum en það er kanski vegna hversu rúnuð ég er
Elskulegir bloggvinir hjartans þakkir fyrir framlag ykkar!
www.zordis.com, 15.9.2007 kl. 23:10
Þetta er virkilega vont, vonandi kemst þú fram úr þessu með sem minnstum skaða. Myndirnar þínar eru svo frábærar,ég sendi þér góðar og örvandi hugsanir.
Bestu kveðjur
Sóldís Fjóla
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 15.9.2007 kl. 23:17
Elsku kellingin mín!! Þetta er ferlegt!! Sendi þér hugheilar kveðjur og strauma og bið að allt sem frá þér var tekið megi koma margfalt til baka í einhverju mikið góðu.
Hugarfluga, 15.9.2007 kl. 23:23
Mér þykir svo leiðinlegt að sjá að þú hafir lent í þessu. Innilegustu kveðjur frá Akureyri vegna þess að þetta er svo sorglegt. -- Ég græt með þér ... en ég dáist líka að því hversu björt og brött þú hljómar samt. Ég hlæ með þér líka. Þú ert svo yndislegust!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 01:07
Lestur sem jafnast á við gæðakonfektmola! Ég hlæ og græt. Finnst betra að hlæja
Heiða Þórðar, 16.9.2007 kl. 10:18
Elsku vinkona ég sendi þér alla góða strauma. Vonandi bjargast sem mest af fallegu myndunum þínum.
Knús og kossar

Vatnsberi Margrét, 16.9.2007 kl. 11:51
Æ dúllan mín, ferlegt að fá vatnselginn inn til sín...
Mikið vona ég að myndirnar þínar bjargist!
Strákarnir voru samt glaðir að sjá Enrique á myndinni.
Knús til ykkar allra frá okkur öllum
Elín Björk, 16.9.2007 kl. 13:42
Elsku Zordís.
Þetta er hræðilegt að missa myndirnar sínar svona. Ég vona bara að þú getir á einhvern hátt bjargað sem flestum.
Svava frá Strandbergi , 16.9.2007 kl. 17:01
þetta er hræðilegt vonandi bjargast eitthvað af fínu myndunum þínum frá skemmdum
Margrét M, 16.9.2007 kl. 17:54
Gott gengi, kæra kona, að bjarga því sem bjargað verður. Vonandi hefur tjónið verið algerlega minimal. Allra bestu kveðjur frá norðurpólnum!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.9.2007 kl. 22:05
æi ... hvað þetta er leiðinlegt. Vonandi verður myndunum bjargað. Ekki í fyrsta skipti sem dótið þitt lendir í flóði ...
Úff, ég veit hvað þú verður að gera næstu daga ... BaráttuknÚs.
Lísa (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 13:02
ææææ, martröð hvers listamanns ! einu sinni heyrði ég sögu af listamanni, man ekki hvað hann heitir, en þetta er gömul frásögn frá listasögunni. hann hafði flutt búferlum og var að fá lífsverk sitt sent með skipi frá því landi sem hann kom frá. þetta var allt hans ævistarf ! hann stóð við ströndina og horfði á skipið koma, sem svo sökk fyrir augunum á honum, huha .....
en mín kæra ætli þetta sé ekki uppphaf af einhverju nýju og mjög góðu !
flottur bleiki stóllinn !!!
AlheimsLjós til þín
Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.9.2007 kl. 17:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.