Nýtt upphaf .....

Kaþólikkinn sagði, " Guð var að segja þér að þrífa skúrinn, henda óþarfa, undirbúa haustið" ... Jahá, sagði ég og brosti Joyful og hugsaði að nú væri alhemurinn að störfum, væri að skapa nýtt "speis" fyrir nýja og betri hluti ....  Hvað svo sem það verður kemur í ljós!

Ég hafði hugleitt nokkru fyrir flóðið að ég ætti að drífa mig í að gefa myndir til að geta byrjað á nýjum grunni.  Ég hugleiddi ekki hvert þær ættu að fara og fór sem fór!  Það kemur í ljós hverjar halda velli og hverjar ekki en ég er búin að spekulera í mörgu tengdu sköpun, hreinsun og þeirra ástar og hamingju sem er í heiminum!

Þeir bloggvinir sem vilja fá málverk gegn því að greiða fyrir póstkröfuna (kostar á bilinu 10 til 30 evrur fer e.stærð) svo eru frjáls framlög líka í lagi (svona upp í efniskostnað) geta sent mér línu á zordis@zordis.com og við skulum skoða málið!

(nú er ég komin með svona eitthvað skrítið í hjartastöðina sem vinnur sig upp í háls)

Ég er á furðulegu saltkorni sem hylur mig upp að hnjám, væri til í gott fótanudd og strokur eftir bakinu.  Fjallið sér svo um afganginn.  Það ætti að vera stórkostlegur díll!

Álfasteinar
Álfasteinar Olía á Við 25 x 35
Þetta er ein af þeim myndum sem fórust í vatnsflaumnum

Ég er með sigurtilfinningu sem ég get ekki lýst finn bara hvernig æðarnar hafa vart undan að dæla því sem hjartað pumpar í gríð og erg frá sér.  Kanski er ég tilbúin að stökkva og svífa um heiminn á enda meðan ég loka augunum, sitja samt grafkyrr og heyra undirtón barnanna, finna ilm Grasjurtanna og klið blómálfanna.  Hver veit, varla ég ef ég læt ekki á það reyna.

Ég las í kommenti á síðunni hennar Gurrí bloggvinkonu frá Þresti nokkrum Unnari að hann hefði leitað að nýrnaköllum í stað eintómra hjarta!  Ást og hamingja út í eitt Heart, já ég væri til í nýrnakall því ég er með bágt í þeim blessuðum eftir bogur og bölvan kalda vatnsins!  Konan kom í heimin heil á sál og líkama, konan óx úr grasi fór nokkuð heil að heiman.  Nú er spurningin hversu heil hún er eftir volk milli landa, þó ekki landafjanda!

Þegar nýtt upphaf krassar inn í lífið þá tekur kona á móti því með brjóstin ber og bossann líka. 

Elskulegir bloggvinir þið eruð yndisleg öll sem eitt, kærar þakkir fyrir hlý orð í fyrri færslu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það er gott að þið eru að jafna ykkur á þessu. Eigðu gott kvöld Þórdís mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 17.9.2007 kl. 18:35

2 Smámynd: www.zordis.com

Takk fyrir það elsku Katla mín!  Fjallið er núna niðri í kjallara og það er engu líkara en það liggi úldinn hundur (eins og segir í laglínunni) löngu dauður sem ber með sér ógeðsfnyk.

Við erum með dælurými í gólfinu sem veldur þessari möru. 

www.zordis.com, 17.9.2007 kl. 19:02

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Mikið er gott að þið sjáið fyrir endann á þessari uppákomu.  Vona að þú njótir kvöldsins

Það er eflaust léttir en líka sorglegt að verk skuli hafa skemmst.  Það eru tvær myndir eftir Þórdísi bloggvinkonu mína sem mig langar sérstaklega til að eiga og þær vonast ég til að kaupa og borga fullu verði. Hef samband þegar þar að kemur eins og við höfum rætt. 

Takk fyrir fallegar færslur

Marta B Helgadóttir, 17.9.2007 kl. 19:11

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

... þetta orðalag var klaufalegt ...æææ ...léttir að uppistandið sé buið meina eg auðvitað

Marta B Helgadóttir, 17.9.2007 kl. 19:14

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já takk ég vil fá hjá þér mynd eða myndir jafnvel og vil líka fá að greiða fyrir þær rétt verð. Hreinlega elska þær og vil gjarnarn hafa á egg heima hjá mér...þá þarf ég ekki alltaf að vera á blogginu..hehe Hvaða myndir eru það sem eru til sölu hjá þér bossakona???  Vona að þetta komist allt í horf og út úr þessari alheimslegu sköpunarskolun komi bara eitthvað dásamlega frábært og tindrandi fyrir þig.

Knús og mús...

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.9.2007 kl. 19:45

6 identicon

Hlý orð færðu því þú átt þau skilið. Ég dáist að viðhorfi þínu í kjölfar þessa slyss og tek þig til fyrirmyndar. En þýðir nýtt upphaf ber kvenmannsbrjóst og ber bossi? Hmmm... interesting ... wink wink!

Yndislegustu knús kveðjur í heimi til þín!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 20:06

7 Smámynd: Margrét M

get nú trúað að flestir vilji eiga myndir eftir þig ég þar á meðal , vonandi gengur ykkur vel að þurka kotið ykkar  

Margrét M, 17.9.2007 kl. 20:19

8 Smámynd: www.zordis.com

Kæru yndislegu bloggvinir ... Látið hjartað ráða!  Allt í boði og ég segi skál í boðinu!

Ooooog svo Winka ég Doddalíus til baka, berrössuð á brjóstunum!

www.zordis.com, 17.9.2007 kl. 21:04

9 Smámynd: Elín Björk

Alltaf svo björt yndislega kona!
Ég veit skoho mynd en hvort hún er föl? -Hint... skjámynd á tölvu og kort 
SMÚS

Elín Björk, 18.9.2007 kl. 22:15

10 Smámynd: Heiða  Þórðar

Yndisleg!

Heiða Þórðar, 19.9.2007 kl. 02:52

11 Smámynd: www.zordis.com

Björkin mín ....... Skjámyndin er farin ...... fann sinn stað

Spjallaði aðeins við englana mína í gær og ég fékk ýmislegt að vita sem er notaleg tilfinning. 

Vaknaði snemma og fór í morgungöngu, sturtu og hrein föt (aldrei þessu vant)  thi hihi ....

Takk fyrir hlýyndin sem þið speglið í heiminn! 

Eigið yndislegan dag!

www.zordis.com, 19.9.2007 kl. 08:20

12 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég væri sko alveg til í mynd eftir þig, en ég vil fá að borga fyrir hana. Hvaða myndir eru það sem þú vilt láta?

Huld S. Ringsted, 19.9.2007 kl. 13:20

13 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Elsku bloggvinkona, gott að ósköpin eru að mestu yfirstaðin. Gangi þér áfram vel. Mig langar í mynd eftir þig, en segi eins og bloggsystur hér að ofan, ég vil þá borga fyrir hana.... Knús frá mér.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 19.9.2007 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband