Úlfurinn og rauðklædda konan ...

..... það var einu sinni kona sem elskaði að fara í göngur út í náttúrunni.  Þessi kona er kennd við ævintýrið "Rauðhetta og Úlfurinn" .....

Eitt sinn sem oftar lagði konan sína leið um skógi vaxið umhverfið ..... trítlaði á milli trjánna með bros á vör.

Hún var í ómótstæðilegu, fallegu rauðu glansandi bikiní með rauða hettu og á 7 cm háum rauðum leðurskóm.  Hún var villt, hún var frjáls og raulaði texta með ónefndri hljómsveit "ung, gröð og rík" ..................... Heart

Rauðklædda konan valhoppaði og snerti hverja furugreinina á fætur annari og nuddaði sér við fögur skógarblómin, þefaði af ilmi þeirra og lét sér hvergi bregða þegar einhver nálgaðist hana.

Úlfurinn var kominn og sagði " Rauðhetta litla hvert ert þú að fara"  ??????

Rauðklædda konan svaraði um háan hæl ...... ÉG ER AÐ FARA að lindinni sem rennur frá himnaríki að þvo á mér tussuna !!!!

Úlfurinn stóð með túskilding í báðum augum og glápti eins og við fyrstu fullnægingu.....

MIKIÐ DJÖFULL HEFUR sagan breyst. 

Hann dró sig auman frá lindinni þar sem rauðklædda konan baðaði "pjöllið" í himneskri lindinni.

Heart
... En að raunveruleikanum ....

Á efri hæðinni situr Fjallið og spilar á gítarinn sinn, hann spilar bítlalag og ég súsurra með (raula) ... í grunninn heyri ég taktfastan hljóm götutívólísíns ... það er hátíð í bæ og verðu út september.

Ég er að flytja elskurnar mínar og hlakka til að vera búin að koma mér fyrir.  Er búin að versla flest sem ég þarf.  Á eftir að henda slatta til viðbótar af kjallaradóti.  Þori varla að fara niður að skoða það sem er heilt og það sem er hálf og það sem er ekkert!

Sjómannskonan
Þessi er á "hestinum" þ.e. trönunum
Er heil og verður í anda þess sem ég mun gera fyrir sýninguna í Ágúst á næsta ári
Gef mér rétt til að skipta um skoðun
Kona
Þessi dúlla valdi sér heimili og er vonandi komin heim
slapp fyrir horn þar sem flæddi viku síðar.
www.zordis.com
Af öðrum heimi flaug á sinn vegg á mánudagskvöldið
Nóttin
Nóttin sem er tileinkuð sérstakri konu fer í vikunni
oG Og
Stelpuást
Stelpuástin
Hún fer í vikunni til að kynnast nýjum heimi
Já það er nú bara yndislegt að vera til
Ef ykkur langar í einhverja mynd hógværu bloggvinir þá er það eitt nett bréf á netfangið mitt ...
Megi sá allra yndislegasti (a) hjúfra sig að hjartanu í nótt
Ofurfaðmur til ykkar kæru vinir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugarfluga

*frusssss* 

Einu sinni var Rauðhetta hoppandi og trallandi í skóginum á leið til ömmu sinnar þegar stóri ljóti úlfurinn stökk út úr runna og gólaði soltinni röddu: "Ég ætla að ÉÉÉÉTA þig!!!"  Rauðhetta stoppaði, lagði frá sér körfuna, setti hendur á mjaðmir og dæsti: "Éta, éta, éta!! Kann enginn að ríða í þessum skógi??"

Hugarfluga, 19.9.2007 kl. 19:49

2 Smámynd: www.zordis.com

Ég breytti textanum aðeins en tengdapabbi var næstum dauður þegar hann sagði brandarann við hádegisverðarmatarborðið .....

Hann er sá besti brandarakall ever!

"KANN ENGINN AÐ RÍÐA Í ÞESSUM BLOGGVINAHÓP"  meina skógi .......

www.zordis.com, 19.9.2007 kl. 19:54

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta er svo fyndin saga með miklum breytingum, Til hamingju elsku Þórdís mín mega englarnir faðma þig

Kristín Katla Árnadóttir, 19.9.2007 kl. 20:08

4 identicon

Hahahaha, frábærlega fyndin saga af Rauðhettu og úlfinum.  Myndirnar þínar eru æðislegar.

Inga Helgadóttir (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 20:20

5 identicon

Hmmm.... I like this new Rauðhetta útgáfa! ... Ég hélt að þegar úlfurinn sagðist ætla að éta hana, hafi hún girt niðrum sig glennt út lappir og sagt: Gjörðu svo vel!

En nú hefur Doddi dóni lokið máli sínu og við tekur Doddi dúlla:

Elsku besta Zordis. Takk fyrir spænska kommentið (skildi ég það ekki rétt?) - og mundu bara að fyrir hvern ofurfaðm, færðu ennþá fleiri til baka. Knús og kossar í tonnatali til þín. Ofurknúskveðjur frá Akureyri!!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 21:50

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Sagan af Rauðhettu er miklu betri svona

Myndirnar eru æðislegar

Marta B Helgadóttir, 20.9.2007 kl. 02:09

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

jahérna, mikið hefur sagan breist !!

góð færsla að vanda og fínar myndir !

AlheimsLjós til þín

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.9.2007 kl. 06:49

8 Smámynd: Solla Guðjóns

Mér er það óskiljanlegt að ég hef ekki heyrt aður þessar útgáfu af Rauðhettu.........ég sem hef svo NÆMT EYRA fyrir öllu svona.....

Sko ég er í vandræðum langar í einar 20 myndir  sem náttla gengur ekki ....nema biðja Pálmason um eins og 1 vegg til.

Ætla að fara að úllendúllen-doffa.......

Solla Guðjóns, 20.9.2007 kl. 10:06

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þetta  er sko alvöru Rauðhetta....

Er ekki skrítið þegar mann er búið að langa lengi og standa eins og barn fyrir utan sælgætisbúð og á ekki aur..þegar hurðin er skyndilega opnuð og sjöppukallinn segir..Gerðu svo vel..komdu inn og veldu það sem þig langar mest í. Þú mátt fá það. Þá dregur maður sig til baka og verður háfóöruggur ..eins og maður var vissum áður hvað maður vildi??? Mér líðusr svoleiðis núna og læðist bara kurteislega um gaelleríið..læt svo vita þaegar óframfærnin hefur minnkað.

Þarf bara að setja í mig kraftinn eins og Rauðhetta flotta..hehaha

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.9.2007 kl. 10:44

10 Smámynd: Heiða  Þórðar

Flott - flottari - flottust!

Heiða Þórðar, 20.9.2007 kl. 11:31

11 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Myndin er komin í hús

Hún er mikið flottari svona live

Knús

Vatnsberi Margrét, 21.9.2007 kl. 10:03

12 identicon

Sæl systir góð!

Er útsala á þínum fögru verkum? Ertu til í að senda mér línu, mig vantar nefnilega fagra gjöf handa fögrum einstaklingi sem er mikill aðdáandi verka þinna.

Þinn elskandi bróðir(þú veist þessi sem elskar þig, ok þú veist þessi yngri)

Hallgrímur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 11:55

13 Smámynd: www.zordis.com

Margrét ég er ánægð að þér líkar myndin  hún á sérstakan stað í hjarta mínu rétt eins og þú.

Elskulegur bróðir minn, hvaða fagri einstaklingur á afmæli?

Ég var að enda við að taka stelpuástina og merkja hana .... hún fer í póst um leið og hún verður þurr, Nóttin fer í pökkun núna og í póst e. helgina!

Ollasak .... Ég skal pakka þínum inn ... þarf að fara niður og skoða.  Rósir voru á efri hæðinni svo hún er heil og reyndar gróður líka.  Fengur var niðri en akrýllinn er ótrúlegur og myndin er heil!

Knús á ykkur inn í helgina! 

Verkefnaskil hjá mér sem taka allan min hug þessa helgina! 

www.zordis.com, 21.9.2007 kl. 21:13

14 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Hlakka til Þórdís mín. Takk

Marta B Helgadóttir, 21.9.2007 kl. 21:54

15 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Knús og Kossar

Vatnsberi Margrét, 22.9.2007 kl. 10:38

16 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég held að upprunalega sagan um Rauðhettu sé pjúra dulbúin erótísk saga eins og þín saga er.  Segja ekki allir sem eru ástfangnir? ' Ég gæti étið þig'
Flest gömlu Grimms ævintýrin voru miklu erótískari og beinskeyttari í upprunalegu útgáfunni. Þyrnirós t.d. var ekki vakin með kossi, heldur samförum. Vakin af ungmeyjarsvefninum til þess að verða kona. Og Mjallhvít svaf náttúrulega hjá öllum dvergunum sínum áður en hún lofaðist prinsinum. Já og stjúpa Öskubusku var látin dansa á járnskóm sem höfðu verið hitaðir yfir eldi, þar til hún datt niður dauð. En sagan þín var óborganlega fyndin.

Svava frá Strandbergi , 22.9.2007 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband