Jólakortið í ár ....

Hvað eru vinir nema til að gefa góð ráð InLove ....

Á morgun fæ ég tengilið úr prentsmiðjunni þar sem ég ætla að senda jólakortið / in í prentun þar sem tíminn hefur flogið á ógnarhraða inn í geim og aftur heim.

Ég ætla að biðja ykkur um einlægt svar um hvað ykkur finst um kortið í ár og svo ef þið viljið vera á jólakortabloggvinalistanum, þarf ég að fá heimilisfangið ykkar á netfangið mitt zordis@zordis.com.

Ég legg mína sálu í þína

Jólakortið í ár 2007

Geðveik Jól 2

Jólakortið í fyrra 2006

jòlin 2005

Jólakortið árið 2005

Ég er að spá í að ef ég vel englana þá verð ég með 2-3 tegundir í pakka og hef þ.a.l. 6 stk í einingu.

Jamm jólin nálgast!  Ef einhver sem starfar í félagslífi eða í stjórn hjá íþróttafélagi þá væri alveg tilvalið að selja falleg jólakort og fá skerf.

Jæja krúttin mín ... nú þarf ég að huga að KLUKKINU skellibjallan Jóna Ingibjörg klukkaði mig og tími til komin að hugleiða eitthvað krassandi sem enginn veit nema fuglinn fljúgandi og systurnar sjö sem svífa yfir hausamótunum á mér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Mér finnst kortin fyrir 2005 og 2006 mjög flott. Kortið fyrir 2007 er ég ekki alveg að skilja, þú verður bara að afsaka það, geturðu kannski útskýrt það fyrir mér?

Eva Þorsteinsdóttir, 10.10.2007 kl. 15:15

2 Smámynd: www.zordis.com

Sæl Eva, 

Jólakortið fyrir árið 2007 eru englar, boðberar ástarinnar.  Takk fyrir þína athugasemd og komuna!

www.zordis.com, 10.10.2007 kl. 15:32

3 Smámynd: Margrét M

2007 kortið  vera  lang fallegast ..

Margrét M, 10.10.2007 kl. 16:13

4 identicon

Kortið 2007 er mjög flott, litirnir sérlega vel valdir og í samræmi við myndina og boðskapinn.

Inga Helgadóttir (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 16:22

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þórdís mín mér finns 2007 korti fallegast.

Kristín Katla Árnadóttir, 10.10.2007 kl. 16:45

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Mér finnast jólaenglarnir fyrir 2007 algerlega meiriháttar og mun senda þér mail og einnig finnst mér 2006 jólakortið hrikalega skemmtilegt og krúttlegt..bara geðveikt!!!

Ég sá á síðunni hjá Jónu bloggvinkonu okkar að hún ætlar að klukka mig líka..en hef ekki enn fengið klukkboðið formlega. Eins gott að það verði eitthvað verulega djúsí sem maður upplýsir um sjálfan sig í 8 atriðum núna..svona atriði sem fá hárin til að rísa hjá þeim sem lesa..hahaha.

Knús til þín mín kæra..við sveiflumst á sömu bylgjulengdinni sí og æ..fm 90.9

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.10.2007 kl. 17:07

7 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Kortið í ár er flott enda elska ég englana þína alla :)

Vil endilega vera jólakortabloggvinur ;) 

Vatnsberi Margrét, 10.10.2007 kl. 17:10

8 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Takk fyrir útskýringuna, vil bara taka það fram að ég var ekki að reyna að vera leiðinleg heldur sá ég ekki bara svo greinilega hvaða verur þetta voru á myndinni.

Takk

Eva Þorsteinsdóttir, 10.10.2007 kl. 17:27

9 identicon

Mér finnst 2007 kortið afar fallegt, svoldið haustlegt, kannski smá af gamla góða Íslandinu í því hmmm...  verður enn jólalegra ef það kemur t.d. texti eða eitthvað í líkingu við Geðveik jól á 2006 kortinu.

Já, ekki líður að löngu þar til blessuð jólin koma!

Hils. Srós

Srósin (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 17:45

10 identicon

Öll kortin eru falleg en 2007 kortið finnst bera af.

Bryndís R (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 18:50

11 Smámynd: Hugarfluga

Mér finnst 2007 kortið geggjað!! Ekki endilega jólalegt, en BARA geggjað! Ú ... mig langar í kort frá þér, darling. Sendi þér meil

Hugarfluga, 10.10.2007 kl. 21:19

12 Smámynd: Solla Guðjóns

Þú átt fleiri jólakort en þetta ef ég man rétt...hverju öðru flotttara...það voru bara útvaldir sem fengu svoll..frá mér í fyrra....Englarnir eru fallleg viðbót.

Góða nótt og mail í fyrramálið

Solla Guðjóns, 10.10.2007 kl. 23:01

13 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Elsku Þórdís, englarnir þínir eru mjög flottir. Ég ætla að vera erlendis núna þessi jól svo baðstrandakonan kveikti algjörlega hjá mér, ég fór að hlæja þetta small svo flott.

Marta B Helgadóttir, 11.10.2007 kl. 10:38

14 identicon

Virkilega flott kort, elsku Zordis! Svo stórt knús frá Akureyri!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 10:54

15 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Jólakortið í ár, 2007 ástarenglar, er ekkert minna frábært og kortið frá 2006 er meiriháttar sniðugt. Ég fer inná mailið þitt og sendi þér addressuna mína.

Þú ert flott listakona.

Bestu kveðjur og knús fyrir ástarenglana.

Sóldís

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 11.10.2007 kl. 11:23

16 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Allt flott og í Zordískum stíl. Gangi þér vel með söluna. Læt þig vita ef Gospel kórinn minn ætlar að standa í einhverju veseni fyrir jólin.   til þín!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 11.10.2007 kl. 22:26

17 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Var á námsk í kvöld og var að koma heim, núna er komin tilkynning hér frá póstinum um sendingu. Hef grun um hvað það er

Marta B Helgadóttir, 11.10.2007 kl. 23:22

18 Smámynd: www.zordis.com

Guðný Anna Zordískum .... er hægt að fara fram á meira þegar egóið er stílfært!

Marta ............ ég var farin að hafa áhyggju á hvað þetta tók langan tíma!!!

Jólahrafninn fæðist kanski um helgina, hver veit en ég hitti ekki tengilinn minn í dag sem mætti allt of seint og ég þá farin til Murcia .... Fékk ofursætt sms frá Irun um kortin mín og ég hlakka til að geta sent ykkur öllum jólakveðjuna!

Vil fá fleiri heimilisföng, takk!

www.zordis.com, 11.10.2007 kl. 23:30

19 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þau eru öll æði! 2007 ljúfast, hin húmorískari! Þú ert snilli zetan mína

Heiða B. Heiðars, 12.10.2007 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband