11.10.2007 | 22:36
Spekuleringar .....
Það sem gleður mig eru litlir hlutir í lífinu. Þeir stóru verða sjálfsagðir og falla í skuggann fyrir fegurð þeirra smáu.
Það sem hryggir mig er ljótleiki heimsins, fáviska þeirra sem vilja stjórna en eyðileggja heiminn um leið.
Það sem fegrar umhverfið eru bjartir og fallegir litir, regnbogans dreitill ef svo að orði mætti komast.
Það sem umvefur sig að sálinni er myrkrið sem hefur ótal víddir, ótal leiðir til að velja. Í myrkrinu eru ljósdropar sem falla í vitin sem fylla sálina.
Í myrkrinu sé ég ljósið sem lýsir mér leið og í ljósinu vona ég rökkrið sem kveikir bjarma í ljósaskiptum. Að tendra sálina á móti sól, njóta fljótandi vatns er eitthvað það undursamlegasta í okkar sólkerfi.
Það sem gerir dvölina svo kæra er ferðalagið endalausa, áfram um aldur og ævi, hugans gnævi!
Það sem mér þykir heillandi eru kaldar tær, þvöl il og ylur frá arni. Það sem bræðir mig er bjarminn af sól sem hitar tær, mýkir il og gyllir sæng andans.
Það sem mér er kærast er án efa það fólk sem umvefur sálartetur sitt að mínu. Er hægt annað en að vera sáttur og sæll með hlutskiptið ....... ?
Góða Nótt
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:40 | Facebook
Athugasemdir
Takk yndislegu bloggvinir!
Arna, hvert voru þau að fara ???? Ég kanski sé þau á förnum vegi!
Guðmundur, mig vantar heimilisfangið þitt, sem á nú reyndar við um Örnu líka!!!!
Lúllutími fer að skella á svo ég bíð ykkur yndi um myrkva nótt!
www.zordis.com, 11.10.2007 kl. 23:35
HÆHÆ
faðmlag til þín elsku þórdís mín !!!
Vá eg er öll i ríminu :)
sigrun huld (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 00:11
Fallega orðað hjá þér og ó svo rétt. Hefði átt að lesa þetta áður en ég skreið undir feldinn, en ekki var heldur slor að byrja daginn með hlýjuorðum og áminningu um að taka ekkert sem sjálfsagðan hlut. Það er oftast það litla ,ekki stóra sem veitir mesta gleði. Með vetri og snjó kemur sérstök birta og góður ilur frá viðarofninum og verður einstaklega gott að hjúfra undir teppi með góða bók, svo ekki sé minnst á jólin með föndri og öllu svo einstaklega "kitsj". Yndilega ósmekklegt.
Inga Steina Joh, 12.10.2007 kl. 05:28
eigðu yndislega helgi Þórdís mín ..
Margrét M, 12.10.2007 kl. 09:20
Þú orðar allt svo fallega elsku Þórdís mín eigðu góða helgi.
Kristín Katla Árnadóttir, 12.10.2007 kl. 09:58
Lífið er litríkt vegna persónuleika og fólks eins og þín. Lífið er því miður sorglegt vegna manna eins og brúsksins. Lífið er hlægilegt vegna þess að maður missir niður um sig buxurnar hlaupandi niður Hamarstíginn. Lífið er þægilegt vegna þess að konan færir manni mat í vinnuna. Lífið er dúlla vegna þess að smáu hlutirnir sýna manni fegurðina. Lífið er smá dóni því það er ekki hægt annað ...
Kossar og knús til þín elsku besta dúlla!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 11:25
þú ert dásamleg !
hafðu fallega helgi
AlheimsLós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.10.2007 kl. 16:33
Góða nótt sætust! Ég held þú vitir að englarnir þínir finnst mér æðislegir
Lífið er ljúft bara, eiginlega bara dásamlegt!
Knúsísmús!
Elín Björk, 13.10.2007 kl. 01:23
Þrátt fyrir alla rigninguna og rokið er fallegt kvöld í kvöld hérna heima on the hill
Góða nótt og hnús til þín.
Marta B Helgadóttir, 13.10.2007 kl. 01:53
Þú komst með þetta Zordis mín, einmitt þessir litlu oggulitlu hlutir! Love you darling á dönsku, ensku, þýsku og íslensku!
Heiða Þórðar, 13.10.2007 kl. 11:18
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 15.10.2007 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.