24.10.2007 | 09:51
Uppskrift af Dorada a la sal ..... a la Zordis
Dorada a la sal
Dorada er hnellin og fríð fiskitegund. Bragðgott og gróft kjötið fær fiskætur til að fá vatn í munn. Ljúfmetið er gott eitt og sér en jafnframt lostæti að láta nýsoðnar kartöflur og gulrætur fylgja með.
Þegar Doradan er sett í ofnskúffuna (hér er búið að hreinsa innan úr fisknum) þarf að setja gróft matarsalt undir fiskinn. Saltið bleytt örlítið (dassað) og svo er fiskurinn hulinn með grófu salti og settur í ofn sem er 200°C heitur í um 30 mín.
Einföld og öðruvísi eldun á fiskmeti. Þegar fiskurinn er borinn fram er hann settur á borð með "saltfjallinu" sem er stökkt eftir eldunina. Fiskurinn verður sérstaklega bragðgóður.
Gott að njóta með ísköldu vatni eða vel chilluðu hvítu eða bleiku léttvíni.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Um girnilegt er það...það vantar alveg svona græðgikall eins og á blog central.
Við syst..elduðum einu sinni í tilraunaskyni Barra í svona saltbing.Það er snjallt
Solla Guðjóns, 24.10.2007 kl. 11:30
Maður fær vatn í munninn við tilhugsina af svona krás.
Vatnsberi Margrét, 24.10.2007 kl. 11:43
snilld, væri til í að smakka
Margrét M, 24.10.2007 kl. 13:10
Mmmmm, væri til í smá salt! Flottur réttur þarna

Þú mátt alveg koma heim til mín og elda fyrir mig.... eða bara koma og vera mér frábærasti félagsskapurinn krúzlan mín
Knús á ykkur öll
Elín Björk, 24.10.2007 kl. 17:53
nammi nammi nam
AlheimsLjós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 24.10.2007 kl. 19:32
Aldeilis girnilegt, namminamm
Svava frá Strandbergi , 24.10.2007 kl. 20:31
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.10.2007 kl. 22:30
...og hvar syndir þessi fiskur? Ekki í klósettskálinni minni, svo mikið er víst.
Heiða Þórðar, 24.10.2007 kl. 23:38
Ummm,nú þar bara að fara að veiða.
Erfitt að fá fisk hér, undarlegt en satt. Vona bara að fiskibíllinn fari að koma. Langar i svona. (mikið vatn í munni)
Inga Steina Joh, 25.10.2007 kl. 05:14
Svo Dorata er heitið á fiskinum, lítur flott út á myndinni. Annars ætla ég að hafa þetta heiti hugfast, verð á ferðinni eftir áramót oh líklega er betra að eiga nóg af grófu salti.
Hvítvín er í uppáhaldi hjá mér, það er að segja, það þarf að vera sætt. En þetta langar mig að prófa.
Takk fyrir uppskriftina. Sóldís
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 25.10.2007 kl. 10:23
ummm ummm ummm
Lúða undir saltþaki er hnossgæti. Hugsa til þín næst þegar ég gæði mér á einni slíkri.
KnÚs & kOssar
Lísa (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 17:21
Þetta er ekkert smá girnilegt, á örugglega eftir að prófa. En svona furðufiskur fæst varla á Íslandinu, geturðu bent á eitthvað sambærilegt, eitthvað sem líkist honum?
Margrét Birna Auðunsdóttir, 26.10.2007 kl. 00:56
nammi nammi nammi :)
Sigrún, 26.10.2007 kl. 08:35
Var alveg handviss um að ég hefði skrifað komment fyrir tveimur dögum á þessa færslu, en slefið er enn í gangi hjá mér: þetta lítur ótrúlega vel út, hljómar vel og ... ég þori að veðja að maturinn smakkast vel.
Nammi nammi namm!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 10:38
Meiriháttar allar myndirnar sem hafa "ratað heim" - Sæt í kvöld minnir mig á englana sem þú gerðir með vélinni góðu hérna um árið. Fallegir englar og ég er meira að segja alltaf með einn engil hérna hjá mér - Stal honum eiginlega, sorrý
EnglakÚs
Lísa (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 15:27
Mmmmmm nammi namm !

Marta B Helgadóttir, 26.10.2007 kl. 18:17
Elska fisk!! En hvað ... borðar maður saltið með??
Hugarfluga, 27.10.2007 kl. 00:00
Ég veit ekki til zess ad Dorada fáist keypt á Íslandi. Fiskurinn er grófur og stinnur í sér.
Kona bordar alls ekki allan salthauginn med, zetta er gróft salt til matargerdar!
Lísa bendir á Lúdu undir saltzaki .... zad vaeri vel pròfandi
www.zordis.com, 27.10.2007 kl. 09:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.