Að snerta estrogenið í sjálfinu !

Árið 2005 tók ég skrefið og ákvað að fá mér heimasíðu.  Stórtæk eins og ávallt réð ég mér grafískan hönnuð og tölvugúru til að gera síðu fyrir mig. Af hverju að kafa í laugina þegar þú hefur allt hafið.  Ég hefði sennilega átt að verða geimfari og njóta ástar hins eilífa geims sem tekur oft í taumanna, þegar við höllum augum okkar opnar nýr heimur þér sýn, sem þú sérð á þann eina hátt er sál þín litar.  Vertu velkomin .....

Forsíðumyndin
Heart
Hvað getur heimasíðan þín gert fyrir þig og litla fyrirtækið þitt, áhugamálið þitt eða bara hvað sem er??  Hvað er það sem fær fólk til að koma og skoða, fletta og gefa sér tíma í það sem þú hefur fram að færa.
Þegar við hugsum málið þá er það jafnan samnefnari "ég" og "ég" tal, hér er ég, um mig, frá mér, til mín og er litla ég, ef mig skildi kalla engin undantekning.  Að deila rými með einhverjum sem talar látlaust um sjálfan sig er ekki gaman til lengdar því þú þarft að koma sjálfum þér að!  "Correct me if I´m wrong"
Ég... ég... ég... ég.... ég.... og "égurnar" og svo ert það þú, en þúið þitt er það sem skiptir mestu máli og ég elska það að vera umvafin þér því án þín er ég ekki neitt.
Bara svo aðalmálið sé á hreinu þá ert þú það eina sem skiptir máli í lífi okkar!

Það er góð tilfinning að vita af því að fólk gefur þér og sjálfum sér tíma í að fara í gegn um safnið mitt, skoða og jafnvel spekulera.  Vinkona mín sem er "vitur" á ýmislegt sagði mér að í gegn um heimasíðu þá myndi ég ekkert selja.  Ég var "vitur" á móti og sagði henni að það væri ekki rétt og það hefur nú sannað sig hvor var vitrari!

Yfirlit daganna ....
Vinsælustu dagarnir eru mánudagar

Mánudagur til mæðu og ég veit að þeir sem koma í heimsókn fá vonandi mæðu sína niðurgreidda. 

Vikurnar í árinu ...

Hér má fylgjast með skoðun pr. vikum yfir árið og það sem kanski er mikilvægast á meðan markaðsherferðin er ekki sterkari en hún er í dag LoL þá er bara heiður að þú skildir hafa litið við.

Það að selja málverk eða list er stórkostleg tilfinning, vita af því að þú ert ekki einn í heiminum sem ert að fíla það sem geislar frá þér heldur að einhver er að njóta þess sem þú sendir frá þér.  Já og svo eru það hinir sem gjörsamlega flippa yfir hvað þú sért að eyða tíma þínum í.  Þetta er það góða við lífið .... við getum fest rætur í öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur því á hverri hillu er pláss fyrir allt og alla, það sagði einn gamall maður mér sem býr í hjartanu mínu.

Já, svona er þetta bara, lítil gleður litla ... er það ekki bara málið!

Svo ég tali nú ekki bara um mig þá hef ég dálæti á að skoða heimasíður og þá sérstaklega síður sem hafa með listmuni að gera.

Heart

Eva konan hans Gunnar svíafara er leirlistarkona og gerir fallega muni

Skál e. Evu

Björkin vinkona mín Elín Björk er frábær listakona sem málar í Olíu

lightfall

Katrín Snæhólm galdrakona og bóhem er frábær listakona

módir jörd

Guðný Svava Strandberg málar ótrúlega skemmtilegar myndir

 landid endalausa

Sara Vilbergs er ein af mínum uppáhalds listakonum

kitchenlife

Nicoletta er frábær listakona

sigilosa

Sigilosa blönduð tækni

Inga Steina frænka sem býr í noregi er flínk með pensilinn

Ég held alheimi í hendi mér

Ég held alheimi í hendi mér

 Ég nefni fáa, vona að heimasíður séu rétt nefndar og endilega látið mig vita ef þið vitið af fleiri góðum og smellnum heimasíðum.  Ég gæti fyllt margar blaðsíður af frábærum listamönnum og konum, Tolli, Hekla, Karólína og fleiri og fleiri og fleiri ... 

 Í boði svíafarans


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta er rétt sem þú segir, enda mjög skynsöm. Allar myndirnar eru fallegar og það eru margir góðir listamenn til takk fyrir þetta.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.1.2008 kl. 18:03

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir þennan pistil, ég á sko eftir að kíkja á þessar síður í kvöld. Auðvitað eiga listmenn að vera með heimasíður, einhvernvegin verður maður að eiga aðgang að ykkur.  Takk, takk og knús í krús.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.1.2008 kl. 18:20

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég segi það sama og Ásdís, kíki svo sannarlega á þessar síður í kvöld, það er aldrei leiðinlegt að skoða falleg listaverk

Huld S. Ringsted, 11.1.2008 kl. 20:49

4 identicon

Fullt af síðum til að skoða. Takk fyrir það.

Skemmtileg síðan þín

Bryndís R (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 21:10

5 Smámynd: www.zordis.com

Ég átti í mestum vandræðum með að stilla myndirnar af ... ég bið listakonurnar afsökunar og vona að fólk kíki á slóðir þeirra til að skoða því sumar eru skældari en aðrar.

Ég á myndir eftir 5 þessara listakvenna, eftirprentun eftir 2 og ég gæli við að eignast frum þar sem ég er svo FRUMLEG ..............

Knús á ykkur stelpur og takk fyrir innlitið.

Síðan hjá Nicolettu er svolítið þung en hún er komin með fullt af nýju og flottu efni!  Spurning um að fara í heimsókn til hennar á næstunni.

www.zordis.com, 11.1.2008 kl. 21:53

6 Smámynd: Inga Steina Joh

Það getur enginn vitað um mann ef maður lætur ekki vita af sér. Right?!!

Og nún er hreinlega must að hafa sína eigin heimasíðu. Því það er einna hlest þegar fólk sest fyrir framan tölvuna að það hefur tíma til að finna uppá einhverju nýju. Og fyrir óþekkta listamenn þá er þröskuldurinn til að geta fengið einkasýningu á gallerýi alveg rosalega hár. Svo ekki sé minnst á prósentuna sem þeir taka af vonandi seldum verkum, þar að segja ef þú þarft ekki að borga himinháa leigu á meðan sýningu stendur.  Húrra fyrir eiginframtaki og fyrir veraldarvefnum!

Inga Steina Joh, 12.1.2008 kl. 11:55

7 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Er að vinna í brennslumálum, þetta er allt að koma

Mér finnst myndirnar þínar geggjaðar, einhvern tímann skal ég eignast eitthvað eftir þig.

Og er spennt að kíkja á þessa tengla, segi eins og einhver hér að ofan, auðvitað þurfa listamenn að hafa heimasíður, ég heimsótti einu sinni vinnustofu listamanns og var svo feimin að það var eiginlega ekkert gagn í því

Margrét Birna Auðunsdóttir, 12.1.2008 kl. 12:05

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Takk fyrir að sýna okkur þetta. Margt áhugavert og fallegt. 

Marta B Helgadóttir, 12.1.2008 kl. 12:38

9 Smámynd: Hugarfluga


Hugarfluga, 12.1.2008 kl. 14:42

10 Smámynd: Solla Guðjóns

Hæ!! ÉGfylgst með konunni hans Gunnars,Elínu og þér í gegnum tíðina og aðeins kíkt á hina.´

Auðvitað þarf að láta vita af sérer að færa mig yfir á næstu færslu hjá þér.

Solla Guðjóns, 14.1.2008 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband