16.1.2008 | 23:20
Upp á þaki ......
Takk kærlega fyrir góðar móttökur, alltaf gaman að fá klapp á bakið ..... ég er svoddan kettlingur í mér. En, ég ætla að birta þakið í heild sinni fyrir "suma" til að sjá þar sem tæknigúrúið ég tók svo stóra upplausn á myndavélina rúml. 2 Mb hver mynd og gengur ílla að senda.
Vonandi er ég ekki alveg að drepa ykkur, en það sem ekki drepur styrkir!
Já, já, nú er mín bara þreytandi en hér kemur örsýning af þaki ..... Útsýnið er það sem augu þín sjá, hvorki meira né minna.
10 Dropar Blómarós Komdu Kisa mín
"Frátekin" Í einkaeigu Í einkaeigu
Blá Vínberjaást Rós fyrir Rós Ástfangin
"Frátekin"
Vínberjaást II Eldabuska Sæt og Svalandi
"Frátekin"
Kaffikerling Eplapæja Vínberjaástin
Í einkaeigu "Frátekin"
Tími fyrir te 2 falin hjörtu Kona og Krummi
"Frátekin" "frátekin"
( Spákona - í vinnslu )
Spurning hvort þessi færsla fari í einn graut því myndirnar eru ekki settar upp eftir neinni reglu og textinn er settur undir af mikilli ást og alúð!
Spákonan er í fæðingu og mér sýnist á öllu að mig vanti fleiri flísar því það er slatti sem fer í útkast.
Dagurinn er búinn að vera góður, ég fór í smá ferðalag í dag með Fjallinu mínu ... fór í fjallkonu búninginn .... " greiddi í píku og fór í háhælaða skó" og svo var brunað með strandlengjunni.
Ég er búin að vera döpur, kem ekki orðunum að þeim sársauka sem tilheyrir fallegri manneskju er háir nú baráttu við líf sitt. Ég mun lygna aftur augunum og biðja algott almætti um styrkinn fyrir viðkomandi. Lífið er svo stutt kæru vinir, njótum þess á meðan við getum og gleymum því aldrei hver við erum, hvaðan við komum og hvers við erum megnug.
Ást og hamingja að leiðarljósi
Flokkur: Menning og listir | Breytt 17.1.2008 kl. 00:22 | Facebook
Athugasemdir
Veistu; þú ert gull-bloggvinkona mín.
Heiða Þórðar, 16.1.2008 kl. 23:26
Frábærar allar flísarnar. Þú ert ekkert smá dugleg og afkastamikil.
Það tók mig viku að mála á eina flís hehe.
Hlakka ti að sjá spákonuna og gangi þér áfram vel.
Penslaknús
Lísa (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 00:05
Ég er eplapæja ástfanginn sæt og svalandi eldabuska ég er ekki kaffikerling en elska kaffi kerlingu.
Faðmlag til þín.
Solla Guðjóns, 17.1.2008 kl. 00:30
"Í einkaeigu" flott, og ég á eina flísina !!! jess megaglöð með það. Takk fyrir að birta þær svona allar, algjört einsdæmi í listsköpun finnst mér. Knús til þín.
Ásdís Sigurðardóttir, 17.1.2008 kl. 00:35
Ásdís ég er að bíða eftir að fá tækifæriskort úr prentun og ætla ekki að senda fyrr en þau koma svo ég geti laumað nokkrum með ... Já, þegar setur tonnatak á pensil og putta þá er lítið annað að gera en að sita við og mála frá sér ráð og rænu.
Er sko að skríða uppí, kitla fjallsræturnar og sofna í hausinn á mér en áður grunnaði ég eina flís sem bíður tryllt af spenningi!
Heiða, Lísa og Sollan mín fékk mér brakandi kaffi frá kaffitár sem kom í jólapakkanum .... nætý nætý
www.zordis.com, 17.1.2008 kl. 00:44
Ég sé að draumaflísarnar mínar eru farnar. Þetta rennur út eins og heitar lummur hjá þér. Það er auðvita bara gaman, ef ég get horft lengra en nefið nær, sem ég get svo sem alveg gert að þessu sinni...
Spákonuknús
Snjótippið (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 10:28
Svakalega erfitt að velja ...
Snjótippið á voginni (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 10:30
Það er allt fallegt sem þú gerir bæði í orðum og listum. Þú ert yndisleg bloggvinkona. Svo ertu svo ´mikil mannvinur. Knús til þín.

Kristín Katla Árnadóttir, 17.1.2008 kl. 11:02
Ótrúlega fallegt!! Mig langar í þær allar!!!!!! Þú ert flottust.
Hugarfluga, 17.1.2008 kl. 16:17
'Eg er voða voða hrifin af eldabuskunni.
Lífið er hér og nú, maður verður að njóta þess og láta sína nánustu vita hversu vænt manni finnst um þau. Það er aldrei hægt að gefa of mikla ást og umhyggju.
Við fáum bara eina tilraun svo það er um að gera að nota hana vel.
Inga Steina Joh, 17.1.2008 kl. 16:49
Þær eru allar fallegar flísarnar þínar og ætti ég mjög erfitt með að gera upp á milli þeirra
Huld S. Ringsted, 17.1.2008 kl. 19:08
Ást er tóninn í lífinu, sendum hann áfram og áfram og áfram.....
Bless kæra kona
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.1.2008 kl. 20:00
Þetta er alveg frábært hjá þér.
Bryndís R (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 20:13
skrambi flott hjá þér
Ólafur fannberg, 17.1.2008 kl. 20:16
Zordís.. Útskýrðu eitt fyrir mér því þú ert svo mikið yndi.... Afhverju festa listamenn sig við áhveðin form ? Ég tek sérstaklega eftir þessu hjá málurum að þeir velja sér einhverja þemu í stað þess að fara um viðan völl í því sem þeir taka sér fyrir hendur. t.d málar þú mikið af konum í myndum þínum sem dæmi. Þar sem ég veit að það er ekki tilviljun getur þú sagt mér hvers vegna ? ekki það að málverkin þín standa vel fyrir sér eins og sér, það er bara gaman að fræðast.
Brynjar Jóhannsson, 17.1.2008 kl. 22:16
Brynjar, ég skal svara þér eftir bestu getu! Ég átti mér eitt sinn uppáhaldstónlistarmann, sem ég fíla enn þann dag í dag. Það sem einkenndi hann (ég var 10 ára) var tónninn hans. Mike Oldfield. Svo byrjaði ég að fíla Dylan og tónlist hans bara vott um hann, ekki var það verra að ég hitt Dylan síðar! Ég heillast af mörgum listamanninum (málaranum) vegna forma hans sennilega svipað og venga tónþyngdar tónlistarinnar. Karólína Lárusdóttir þekkist af verkum sínum og stíl, Hekla Guðmundsdóttir, Tolli og Picasso (nefni Picasso þar sem hin 3 eru ekki síðri) ......... hafa sín auðkenni.
Áfram ........ Bifvélavirki nemur áfram iðn sinni í sama verkþætti, hjartaskurðlæknir gerir hið sama og það má segja að (og nú tala ég bara fyrir mig) ég hef áhuga viðfangsefninu konunni, ég mála hana helst nakta á naív hátt. Engar reglur, engar mælingar heldur tilfinning. Ég nota tákn sem hafa tök í sjálfri mér og ég nota oft dýr og náttúru. Allt talandi tákn sem að auki eru þessi eðlilega þróun í þjálfuninni, þróun í sjálfri mér.
Þegar ég verð fullkomnlega sátt við hendur þá byrja ég að mála tær. Ég mála í ævintýralegum blæ þar sem engar reglur geta sagt mér að himininn sé blár eða heimurinn annar en hann er fyrir mér.
Lífið er aldrei það sem það sýnist og það er það sem ég elska við það að vera.
Ég lifi til að njóta, hamingjan er efni sem ég elska!
www.zordis.com, 17.1.2008 kl. 22:43
Marta B Helgadóttir, 17.1.2008 kl. 22:49
Solla Guðjóns, 18.1.2008 kl. 03:05
yndislegar flísar þarna
Margrét M, 18.1.2008 kl. 13:24
Faðmlag til þín krúttan mín


Flísarnar eru allar sem ein algjört æði, hlakka til að hengja eina (eða fleiri) upp á vegg hjá mér. Talandi um veggi þá langar mig að byrja að mála mína - svona svo flísum og öðru sé bjóðandi að hanga á þeim
Knús og smús
Elín Björk, 18.1.2008 kl. 17:22
Jæja! Hvernig gengur með spákonuna?
Lísa (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.