Svartigaldur og höfuðkvalir

Já, ég ætla ekki að sleppa fyrir horn.  Nornaveiðar og svartagaldursfundur á næsta leiti.  Ég er búin að vera að æfa mig og eftir því sem nær dregur sargast höfuðkvalirnar nær dinglinum.

Ding dong og dingaling!  Ég lifi nú af smá hauskviðu en nú stendur á að ég æfi spellið sem ég með snilldarbrag ætla að leysa úr læðingu!  Þegar kona stendur frammi fyrir dotlu þá er gott að vera með nokkur spell í handraðanum.  Hrista svo úr erminni eins og ekkert lætur og sjá skuggana falla.

Í kvöld ætla ég að spella fegurðina fram, láta grímur ódæðis hverfa og bera fram innra ræti nærstaddra.  Stundum hefur "mærin moi" velt því fyrir mér hvernig það væri að standa rangsælis holdinu og horfa beint í innri mann.  Þann sem hefur ekkert að fela.

Í kvöld, þar sem kláðinn er farinn, þar sem stiginn verður léttur dans.

Í nótt mun ég galdra,

kerlingar skvaldra.

Um víðan völl,

í ævintýrahöll,

ég spella allan heiminn.

Án alls á stokkin stíg,

vopnuð mínum vilja.

Nakið  hold,

ískallt kvöld,

ég legg seið frá blíðu hjarta.

Heart

Jóla Jóla2008 001

Kona og Krummalingur

Akrýl á striga 20 x 50

Njótið þess að vera saman því annars er ekkert gaman!

(gargandi snilld að hafa þennan laugardag)

"Þarf að finna kústinn, kiss og bless"

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er alltaf ótrúlega hrifin af krummanum þínum.

Bryndís R (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 20:37

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Krummar eru nú mínir uppáhaldsfuglar, spjalla alltaf við mig, finnst þeir svo djúpir.  Kveðja í nornapartíið.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.1.2008 kl. 21:04

3 Smámynd: Hugarfluga

Úúúú ertu svo "görlótt" líka? Farðu varlega á kústinum og mundu eftir að nota stefnuljós.  Knús

Hugarfluga, 19.1.2008 kl. 23:40

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þú ert alger galgrakona....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 19.1.2008 kl. 23:51

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hann "gamli" þinn hérna hinumegin við götuna hefði nú trúlega þegið eina "görlótta" á kústi við að hreinsa upp bílana úr snjónum í heimkeyrslunni í dag. en hann er seigur og allt hefst þetta hjá okkur, með hægðinni...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 20.1.2008 kl. 00:34

6 identicon

Og hvernig var svo?
Knús á þig  

Elín (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 10:44

7 Smámynd: www.zordis.com

Elín, það var bara gaman!  Allar nornirnar voru í sínu besta pússi og mikið skvaldrað!

Knús til þín málarastelpa.

Það var mikið galgrað og gargað úr hlátri.  Takk fyrir kommentin!

Haddi er allt vaðandi í snjó hjá ykkur grönnunum ..... kveðjur í kotið!

www.zordis.com, 20.1.2008 kl. 11:19

8 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 20.1.2008 kl. 15:26

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góðar nornir voru hjá mér í dag

Marta B Helgadóttir, 21.1.2008 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband