Inngróin tánögl og misheppnaður kantskurður ....

.... bæði er slæmt, vont vont. 

Inngróna þó öllu verri þar sem kona hættir að geta stigið af föstum þunga niður og þarf að tippla eins og lítið fiðrildi.  Vænghafið verður þreytt en "ég" er enn í náðinni hjá almættinu og næ að feta mig eins og ástfanginn þyrill er svífur milli hreiðra.

Kantskurður, það allra heimskasta er að fara með gamla borðhnífinn og tæta af sér liðaðar lufsurnar sem eru þarna í þeim eina tilgangi að verja djásnið fyrir árás Fjallagróðursins.  Skrilljónfaldar kláðatilfinningar espa kerlinguna upp og það er víst lítið annað að gera en að fjárfesta í betri kanskurðargræju.  Ætla að henda borðhnífnum og gilla í burtu kláðann.

Skrítið þegar viljinn verður ekki verkfærið í höndum þér.  Þú gerir þér grein fyrir hvað er rétt en ferð rangan veg.  En, hvað er rangur vegur ... stundum er það sem virðist rangt, rétt og það sem virðist rétt, rangt!  Hugur okkar er hreint mysterí og það er með ólíkindum hvers við erum megnug.

Ég er sem sagt eins og útblásinn hvalur þessa dagana, freistast í allt sem hefur glúten og þarf að borga skattinn sem er vanlíðan, útþanin vömb, andleg þyngsli svo ég tali nú ekki um þau líkamlegu.  Hins vegar er hvergi fegurri hvalynju að finna ... nokkuð fim og frjáls í fasi.

Annars, gerði ég tilraun í hugarleikfimi og það  verður víst ekki upplýst hér en það er allt að smella og ef ég hef trúað á kraftinn og kurrið sem kemur að innan, að utan, að handan og þaðan.  Orka sameinuð úr öllum áttum.  Tilraunin er í raun lítil en æfingin skapar meistarann.  Í stað þess að róa árabát þá ætla ég að skella mér á stærra fley!

Það þarf að uppfylla stærri óskir á hærri plani en það sem kitlar egocentriskt upplag, við þurfum að biðja um heil þeim heimi sem við búum í.  Að búa í flekklausum heimi færir okkur stærri anda, stærri rúm og betri tíma.

..... og bla bla bla ..... það væri sko gott að rýma aðeins til í hvalnum og prumpa smá!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

hahaha ömmm... Já hvað ég elska þessa tilfinningu að vera svo útblásin að loftið á húsinu er það eina sem að stoppar þig frá því að taka flugið.

Þá er bara að segja við makann, "Hurru elskan ertu ekki til í að setjast á mig? Þarf svo að prumpa"

Sporðdrekinn, 28.1.2008 kl. 22:39

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Útblásin kvalur endar nú oftast sem kvalreki á gullstrandlengjum þannig að þú ert bara í góðum málum

Brynjar Jóhannsson, 28.1.2008 kl. 22:56

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Leysum vind með Stuðmönnum var lagið sem poppaði upp í kollinn á mér uxarhryggjahalanegrablómkálsveppasúpa lalala

Ásdís Sigurðardóttir, 28.1.2008 kl. 23:10

4 identicon

Búinn að prumpa í kvöld ... en mikið finnst mér gott stundum að lesa þig, þú ert svo skemmtileg og yndisleg. takk fyrir að hugsa svona fallega til mín!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 00:12

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Taka bara Bubba M. á græjuna ekkert Mr. T neitt.

Var ég búin að segja þér í dag hversu undurvænt mér þykir um þig fallega kona?

Heiða Þórðar, 29.1.2008 kl. 00:20

6 Smámynd: www.zordis.com

Elskurnar mínar, það er fátt betra en að leysa vind og mæ ó hvað stuðmenn eru flottastir!  Ég ætla að alveg undirstrikað að fá Stuðmenn til að spila í 47 ára afmælinu mínu ef ég verð vant við látin.  Þá er ykkur öllum boðið, ég verð búin að prumpa frá mér lifandi vömbina og voila, Zordis Anderson mætir með 2 blöðrur sem stendur á 23 og 1/2 á hvoru brjósti ....

Young and bjútí! 

Sporðdreki ég fæ kanski sporðdrekann mig til að sporðrenna mér í kvöld ....

Brylli, er á ströndinni ... sennilega kavalarfullt rek hjá ynjunni.

Ásdís, mig langar á ball og tjútta feitt ......

Doddi, ég fann mig svo í hjartanu þínu

Elsku Heiða, koss og knússlur til þín og ég sendi þér bönns af löv.  Takk fyrir að vera svona hrein og flott!

www.zordis.com, 29.1.2008 kl. 00:30

7 Smámynd: Solla Guðjóns

Eina sem ég er viss um er að hver vegur að heiman er vegurinn heim.......

og vertu ekki að brúka borðhnífinn á svo mikilvægan stað.

Knús æðibiti.

Solla Guðjóns, 29.1.2008 kl. 04:36

8 Smámynd: Ólafur fannberg

held ég þurfi að leysa út smá eiturgasi

Ólafur fannberg, 29.1.2008 kl. 07:51

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Borðhnífinn!!!! akkuru ekki bara grasklippurnar eða sláttuvélina ef þú vilt alvöru aksjón á viðkvæmum stöðum þú þarna hvalynja.... Sit hér í grenjandi og gólandi hagléli og hugsa um það helst að hætta vera listakona og gerast venjuleg og fá útborgað mánaðarlega hjá virtri skirfstofu. Og fara að hugsa venjulega líka. Allt venjulegt heillar mig svo mikið akkúrat núna...skrítið samt. Þú ert sko ekkert venjuleg Zordís mín en heillar mig skemmtir alveg endalaust..knús mús

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.1.2008 kl. 12:01

10 Smámynd: Hugarfluga

Ég stend eiginlega á gati yfir þessari færslu, fiðrildið mitt. Þú sveimar fram og aftur og inn og út og ég er bara of jarðbundin til að botna allt. Veit þó að kantskurð á ekki að framkvæma nema með vönduðustu tækjum sem fyrirfinnast. Farðu vel með þig, Zordísardúllan mín.

Hugarfluga, 29.1.2008 kl. 20:33

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þú ert alveg óborganleg elsku Þórdís, þvílík uppspretta af hugmyndaauðgi aller tiders ...

en borðhnífinn!  áátss

Marta B Helgadóttir, 29.1.2008 kl. 20:46

12 Smámynd: www.zordis.com

Elsku vinir, ég var nú að ýkja þetta með borðhnífinn og óbeittan í "bótina"  pjöllið er í vetrarklæðum þrátt fyrir að sumarveðrið sveimi.

Ég er eitthvað svo döhhhh svona tóm tilfinning!  Hlýtur að boða gott ....

Þið eruð svo dugleg að kíkja við og ég segi takk takk takk á ykkur öll!

www.zordis.com, 29.1.2008 kl. 20:49

13 identicon

Bla, bla bla, bl bl bla Láttu þér líða vel, þetta líf er til þess gert.

Inngróiðkanntskurðarknús

Lísa (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband