9.10.2006 | 18:05
Spekulerað og Spáð
Það er dásamlegt veður hjá okkur í San Miguel, smá rolla læðist upp eftir íðilfögrum hryggnum svo mín er komin í létta peysu. Við hjónin erum að diskutera húsnæðið okkar og hvað gera skal.
Erum við að flyta, erum við að festa rætur eða erum við að gera hvað?
Við höfum svo margt í huga og það er svo mikið sem hringsólast í sólbrenndum hausnum á okkur. He he, við af öllu fólki sem höldum okkur jafnan í skugganum getum varla verið eins og steiktur sólfífill en hugsanir bræða upp h-búið sem er kanski bara búið, Over and Out.
Það er farið að rökkva og minn ektafagri bóndi er að undirbúa luktir til að kveikja á kertum. Tvö ein (börnin sitja inni að horfa á Í Takt við Tímann, alfyndnustu Stuðmannamynd ever) (psss. ef einhver á myndina með Allt á Hreinu eða veit hvar hún fæst þá langar mig offffffsalega í hana).
Svo rómo, svo næsý pæsý stemming hérna að það er glæpur að vera að bloggast svona.
Í dag hefur frúin verið í offisíal fríi en á fullu að svara símanum í vinnunni og fylgst með netpósti, by the way held að netpósturinn minn sé bilaður og það þarf að huga að því á morgun ......
Í hjartanu er gleði, sátt og björt sýn á það sem morgundagurinn bíður uppá.
Kanarý fuglarnir okkar eru hættir að syngja og eru að narta í sinnhvorn eplabitann, það er komið kvöld og allir eru að láta sér líða vel. Góður dagur á enda, engu líkara en þessi mánudagur sé sunnudagur. Svona sunnu mánudagur í dag!!!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Æ þið eruð svo rómó! Ekkert smá sætt þarna í patióinu ykkar!
Knús til þín sætust!
P.S. Sammála með Stuðmannamyndina, og Allt á hreinu var uppseld á Íslandi í byrjun september, ég kannaði það sko....
Elín Björk, 9.10.2006 kl. 20:51
Jáhá á í Takt við tímann á vídeóspólu skal kópera ef ég fæ annað video lánað og senda þér.........
Solla Guðjóns, 9.10.2006 kl. 23:26
Alltaf nauðsynlegt að finna út hvort hér eða þar sé best að festa sterkustu ræturnar.
Vatnsberi Margrét, 10.10.2006 kl. 09:36
Smús á þriðjudegi!
Elín Björk, 10.10.2006 kl. 19:37
Elín mín, nú er Óli ad tala um zig hérna megin .... thi hi hi ......
www.zordis.com, 10.10.2006 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.