Dásamleg fyrirferð þynnku dauðans ...

..... það er með ólíkindum hvað kona eins og ég er lánsöm með Guð sinn og aðstoðarmenn.

Klár og hrein skilaboð að handan, ekki hægt að misskilja þetta ...... Grand Marníer er kona sem fylgir mér ekki framar í veislum né öðrum huggulegheitum!

Konan dressaði sig upp, gjörsamlega grunlaus að þessi orange leita kona væri vond.  Vil bara nefna það að hún var framanaf hljóð og prúð.

Í forrétt var yndislegt Feta salat með villigróðri og sólþurrkuðum tómötum.

Í aðalrétt var keisarafiskur steiktur á pönnu með laukmauki og tómatasætuefni ... bara gott ...

Í glasinu var eðal vín og félagsskapurinn hreint yndi.  Spjall um allt, fórum hálfan heiminn á enda og hláturinn dillaði okkur, knúsað og kyssts! 

Í eftirrétt, Cortado og helvettans kjéddlingin hún Grand Marnier sýndi sig í flauelsdressi.  Litli alkinn ég sagði henni að tylla sér hjá mér og við renndum saman tungum og ég sé það að þessi ást hefur rústað lífi mínu.

Þynnka dauðans bankaði uppá og litla ég átti erfiðan dag en virkilega lærdómsríkan.

Þynnka dauðans .....

Svona leið mér ......

Dagur að kvöldi kominn ... Ég eldaði hrikalega góðan kjúklingarétt í hádeginu fyrir Fjallið mitt.  Ég var gjörsamlega lystar laus og gældi við dolluna fram eftir degi, átti bágt og frostpinnar komu fljúgandi eins og feitar rollur í draumi!  Langaði í grænan hlunk frá Kjörís, Hveragerði en nó vei hósei!

Gylltur kjúlli undir beikonsæng ..... (ekki beikonrúmmi)

Kjúklingalund (besti bitinn) létt gylltur á pönnu með grænni olívuolíu ... himalayasalt stráð yfir.

Gylltu kjötinu er raðað í eldfast mót og á pönnuna fara;

beikonbitar, sneiðar eða teningar, steiktir og dreitli af olívuolíu bætt á pönnuna.

Tómatkraftur í fljótandi formi er bætt á pönnu ásamt rjóma til matar og bleik sósan er síðan hellt yfir kjúllan í eldfasta mótinu.

Mozzarella osti er stráð yfir og herlegheitum skellt í forhitaðann ofninn 200° og eldað í 15 til 20 mín!

BARA GOTT

(Svo er ég bara öll að koma til)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ef maður er þunnur þá á maður það víst skilið.  Ég hef ekki orðið þunn í mörg ár. Kann mér hóf sem betur fer, ekkert eins andstyggilegt og vond þynnka. Ég hefði nú ekki getað eldað í þynnku, mér finnst þú mega duglega.  Grand er nammi. 

Vona að þú sért bara sofnuð í hausinn á þér núna.  Góður dagur á morgun. Dagurinn í dag er bara svona plat dagur.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.2.2008 kl. 23:05

2 Smámynd: www.zordis.com

púff sofnuð ... ó nei!

Ég er eiginlega messt svekkt að hafa ekki drukkið meira miðað við þynnkuna.  Ég fékk þrisvar í glasið, smá helvettans skvettur ..... við erum ekki að tala um einhver barmafull glös sko!

Ekki nóg með að vera með glútenofnæmi, er með ofnæmi fyrir svona flauelisklæddum hefðarfrúm!

Og það er mikið víst að við fáum laun fyrir það sem við sáum ....   Sá hana og finn hana!

www.zordis.com, 29.2.2008 kl. 23:12

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Grand Marnier er dásemd ekki síst þessi guli Grand sem fæst hvergi nema á Spáni, hann er allra timburmanna virði

Góðan bata snúlla mín. 

Marta B Helgadóttir, 29.2.2008 kl. 23:15

4 Smámynd: www.zordis.com

Fæst sú Gula frú ekki á Íslandi????  Púff ....

Marta ég hugsaði þegar mér leið sem verst, þegar ég hélt dauðahaldi í sótthreinsaða dolluna ..... "hvað var ég að spá"  Ég hef ekki verið þunn í öld og ár og þetta kom mér svo verulega á óvart að heilsan mín var svona hrikaleg ....

www.zordis.com, 29.2.2008 kl. 23:24

5 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Er þetta einhver partur af "sadó masó" programmet?

Vona að þú verðir orðin hress á morgun

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 1.3.2008 kl. 01:17

6 Smámynd: Sporðdrekinn

Æ elsku kellingin mín, þynnka er alger viðbjóður, hef sjálf ekki fundið fyrir henni í mörg ár en man hana vel

Ég á góða vinkonu sem fór aldrei út á lífið nema hafa þessa fyrrverandi vinkonu þína "Grand Mariner" með sér. Þær voru vel villtar samann, en þegar að vinkona mín fór að eldast varð "Grand Mariner" allt í einu alger tík og fór að gera vinkonu minni slæma hluti, þynnku og blackout. Þær fara ekkert samann lengur.

Sporðdrekinn, 1.3.2008 kl. 03:59

7 Smámynd: Dísa Dóra

Grand Mariner er góður mjöður og ég tala nú ekki um út í kakó - slurp.  Þynnkan er hins vegar langt í frá eins góð en hana hef ég sloppið blessunarlega við síðustu árin enda að verða svo skrambi stillt á gamals aldri

Grænn hlunkur bjargaði einmitt minni geðheilsu síðustu vikuna og nær það eina sem ég gat komið inn fyrir mínar varir - hlunkurinn góður

Dísa Dóra, 1.3.2008 kl. 08:34

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Úff, lestur þessarar færslu minnti á dejavú!!! sem betur fer eru komin mörg ár síðan ég upplifði svona líðan, reyndar var það svona líðan sem fékk mig til þess að segja: "aldrei meir"  og hef staðið við það.

Þessi réttur er girnilegur, ætla einmitt að elda kjúklingabringur í kvöld, best að prófa þína uppskrift

Huld S. Ringsted, 1.3.2008 kl. 11:06

9 Smámynd: Solla Guðjóns

Elsku tjellan...........segi bara eins og tengdó mín .......það hlýtur að vera eitthvaðað maganum í henni/honum hún/hann var ekki svo drukkinn

Nú er þynkan sjálfsagt gleimd og eftir situr geysi skemmtilegt kvöld.

Grandknús

Solla Guðjóns, 1.3.2008 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband