4.3.2008 | 16:58
Einstæðir, samstæðir, litríkir ....
..... skór í tonnatali...!
Ég varð fyrir áreiti í draumi. Mágkona mín og Eiginmaður voru ekki eins og hugur minn (þótt ég hefði verið huglaus) ...... ég stóð frammi fyrir því að velja skó, að fara í skó og það í húsi ömmu og afa heitins. Ég vildi fara í brúna leðurskó úr mjúki leðri en það sem var skrítið, var að annar skórinn þ.e. sá hægri var af fjöldanum öllum af allskyns skópörum en bara sá hægri sem var í boði.

Reyndar var eitt par sem var sérlega litríkt, virtist búið að ganga það til, þetta voru mínir skór! Einhver var búin að ganga heila ævi í þessum skóm og ég vissi að þessir voru ætlaðir mér. Og það undarlegasta var að þarna voru hægri og vinstri mættir til leiks!

Er búið að ráðstafa okkur, erum við með slóð sem sálin leiðir undirmeðvitund. Ef svo er get ég þá bara látið reka og hvílt mína velhirtu ugga og ruggað mér inn í kvöldkyrrð með hugann á litlu bleiku skýji, þar sem ég helst vildi vera.
Skór í draumi hafa alltaf táknað ferðlag eða breytingar sem hefur með persónuna sjálfa að gera. Eitthvað óvænt nýtt er framundan. Þetta óvænta er því töluvert eins og skórinn var og viðmótið þitt !
Segir þetta mér eitthvað?
Skór e. kúbönsku listakonuna Dolores M. Koch
Amma mín og afi ( upp á skýji búa) voru miklir húmoristar og ég held að þau séu eitthvað að leiðbeina mér frekar en hitt, eða kanski ekki. Kanski "eretta" bara partur af prógramminu ......
Langar mig að verða virðuleg frú, mittismjó með uppsett hár og karli mínum trú eða á ég að fylgja draumnum mínum, gera það að veruleika sem poppar og skoppar í mínum skrítna heila. Ég geri oft það sem mig langar til að gera og það eru margir hlutir sem eru þar efstir á dagskránni.
Litríka leiðin er held ég mín með fólki sem kemur úr litrófinu, er geislar svo fallega í takt við andann.
Gulur - Rauður - Grænn - Blár - Svartur - Hvítur - Fjólublár
Og
Öll þau litbrigði sem litirnar hafa uppá að bjóða því enginn er eins. Allir eru ólíkir á sinn fallega máta. Í augum þess er sér kemur fegurðin í dýrð þess ljóss er leikur um. Ég held ég velji litríku leiðina, lifi dag frá degi dags og vona að við getum notið þess saman.
SKÓR eru ekki bara SKÓR
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:41 | Facebook
Athugasemdir
Það fara ekki allir í skóna þína. Það er alveg ljóst. Magnþrungin færsla.
kv.
Bergur Thorberg, 4.3.2008 kl. 17:11
Fylgdu hjartanu. Ég hef trú á að þitt hjarta vísi rétta leið
Hrönn Sigurðardóttir, 4.3.2008 kl. 18:11
Ja hérna !
Anna Gísladóttir, 4.3.2008 kl. 19:20
Ásdís Sigurðardóttir, 4.3.2008 kl. 19:50
Svo lengi sem að þú ræður gönguferðinni sem tekin er í skónum þínum. Og svo legni sem að þú ert sátt við sjálfa þig og staðina sem bera að garði. Þá verður gott að setjast niður að kveldi og fara yfir farinn veg í huga sér.
Sporðdrekinn, 4.3.2008 kl. 19:58
skór skór skór er það ekki lifið hehehe
Ólafur fannberg, 4.3.2008 kl. 22:02
Ólafur ég held að skór auðveldi okkur lífið til muna
Sporðdreki og Hrönn .... já að vera heill með sjálfum sér þá getur þetta ekki klilkkað, hef allt að vinna!
Ásdís númer hvað notar þú af Kúrekastígvélum ????? Gæti hugsanlega komið þér á óvart
Anna og Bergur
Ef ekki hér þá þar og einhvern tímann þá munu spor allra marka sandinn þegar himnaherran hefur okkur í örmum ....... Hallelúja!
www.zordis.com, 4.3.2008 kl. 22:07
Flottir skór, og það er rétt skór eru ekki bara skór
set hérna kremju merkið því ég er í vandræðum með að finna á mig skó allaf hreint vegna stórrar skóstærðar haha
Guðborg Eyjólfsdóttir, 4.3.2008 kl. 23:43
Elsklingur ég er búin að vera mikið hugsandi yfir þessar færslu.......búin að fara út í síkó(veit skamm) og ég er enn þá hugsandi því mér finnst þetta mjög merkilegt.
Hey og ég er enn að hugsa...............
Ef þú veist ekki í hvorn fótinn þú átt að stíga stígðu þá í báða um stund........
EN sko koddu


Solla Guðjóns, 5.3.2008 kl. 01:45
Flottir skór, elsku ´ÞÓRDÍS mín ég er nú ekki skófíkill en samt finnst mér gaman að vera í fallegum skóm þú er yndisleg og hefur mikið hugsun á öllu knús á þig.
Kristín Katla Árnadóttir, 5.3.2008 kl. 10:38
Vona að þú getir notið alls þess fallega og LITRÍKA sem lífið hefur upp á að bjóða
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 5.3.2008 kl. 11:28
Ég á tvenna "spariskó" sem eru komnir til ára sinna, inniskó heima og inniskó í vinnu, útúrslitna kuldaskó sem ég hef fóðrað með gel-innleggjum svo ég blotni ekki og svo strigaskór bláir úr taui og svartir venjulegir og góðir strigaskór...
... hvað segir þessi upptalning um mína drauma?
Kossar og skóknús á þig, dúlla!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 16:31
Ó já skór og aftur skór! Doddi það segir mér það að þú ert nýtinn maður sem ferð vel með þitt og þína! Hver vill vera blautur í fæturnar nema að hann standi í sjónum á sólarströnd???
Ragnheiður Ása ég geri allt sem ég get til að upphefja lífið lit
Guðborg og Móðir, skór eru nebbl. ekki bara skór, þeir eru svo miklu miklu meira!!!
Katla og Ollasak, knús og kossar
www.zordis.com, 5.3.2008 kl. 16:41
'a unnarbrautinni átti amma sko , silfurlitaða með DEMANTI á. Það var bara það fínasta sem ég vissi um. Og það var náttúrulega bannað að vera inni í herbergi hjá ömmu og afa. En oft stalst ég þar inn bara utaf skónum, en það sem verra var að myndin af ömmu var alltaf að horfa á mig (stóra pastelmyndin) og amma á myndinni var alltaf illileg (slæm samviska, líklega?) og herrajemini hvað ég var hrædd við þessa mynd. En Skórnir voru svo mikils virði að
ég trassaði hræðsluna við "illu ömmu" læddist framhjá og lokaði mig inni skáp með
fínu skónum og naut þess að vera fín. Skór eru ekki bara skór!Inga Steina Joh, 7.3.2008 kl. 06:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.