Upphaf í upphafinu ....

... byrjunarreitur með geislandi þrepum, þrautum og brautum.

Á leiðinni ætla ég að njóta útsýnis, ég ætla að ilma mig upp og verða eitt með umhverfinu, finna tár almættis þegar við göngum vegin.  Vera eitt í honum því hann er eitt í mér!

Ég er lækurinn sem líður niður grösótt gil, ég er vindurinn sem snertir þinn vanga.  Ég er!

Þegar upp er staðið sáldrast milljón eindir þess að vera í heild sinni, frammi fyrir fegurð lífsins, frammi fyrir staðreind þess áþreifanlega.  Sporið sem markar jarðveginn er sönnun þess að djúpið heldur hæðinni í hæfilegri fjarlægð.

Hjartsláttur heimsins ert þú og ég.

Ástin er æðisleg

Í dag er 7 undi mars.  Sjöundi dagurinn í lífi mínu.

Merkilegur dagur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Alltaf er færslan þín falleg Þórdís mín þú hefur svo fallega sál, þetta er svo yndisleg mynd.

Eigðu góða helgi með fjölskyldunni þinni góða kona.

Kristín Katla Árnadóttir, 7.3.2008 kl. 10:30

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góður dagur hjá góðri konu.  Knús og kveðja inn í helgina til þín.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.3.2008 kl. 13:20

3 identicon

Mér finnst nýju flísarnar þínar æði, krummi alltaf fallegur
Knús á þig dúllan mín

Elín (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 13:51

4 Smámynd: Ólafur fannberg

7 mars er ágætur þrátt fyrir snjó

Ólafur fannberg, 7.3.2008 kl. 14:49

5 Smámynd: www.zordis.com

Elskurnar mínir .... dagurinn gekk ekki upp!

Það sem átti að gera "FOKKAÐIST UPP" og nú bíð ég þess að nýr dagur komi með sömu vonir og áformaðar voru.

En ég veit og mig við hugga að orðin sem ég skráði hafi verið huggun ein eftir á!

Takk fyrir ykkur!

www.zordis.com, 7.3.2008 kl. 15:40

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Stundum fokkast góðir dagar upp!!

Þá er um að gera að hafa gaman af fokki

Knús á þig kella mín

Hrönn Sigurðardóttir, 7.3.2008 kl. 18:06

7 Smámynd: Solla Guðjóns

Þetta fokk sko!!!!!!! Kemur aftan að manni þegar minnst varir og er ekkert nema frekajan.......en við ráðum niðurlögum hennar á endanum

Solla Guðjóns, 8.3.2008 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband