17.10.2006 | 21:31
Alltaf jafn grönn .......
Skrítið þegar maður er alltaf jafn grannur og fallegur en fötin stemma ekki við það sem augun sjá.
Ég er grönn, ég er falleg, ég er grönn ég er falleg .......
STÓRFURÐULEGT
það þýðir víst lítið að hengja haus og vera dapur, það þýðir lítið að gera annað en að fronta þann viðbjóðslega raunveruleika sem það er að bæta á sig nokkrum aukagrömmum.
Skildi vera til sjúkdómur sem virkar öfugt við Anorexiu og Bulemiu? Svona sjúkdómur sem maður gerir í því að borða til að ná holdum en svo fer maður fram úr sér og er komin upp um nokkur fatanúmer. Ó boy, ó boy.
Þegar svona er komið byrjar sjálfs sálfræðin á fullu!
HAMINGJUSÖM HLUSSA ó já
BJÚTÍFÚL BOLLA sei sei
FRÍSKLEGUR FITUHLUNKUR mæ ó mæ!
En þegar upp er staðið þá er það hugurinn sem er lítill og nettur, það er gleðin sem spinnur gáskafulla kvennsuna áfram og þessi glæpaskvísa þakkar fyrir það góða sem lífið færir henni í smáskömmtum jafnt og þétt.
Það má trúa á hið góða og skuggahliðina sem heldur okkur tipplandi. Það má trúa á skuggahliðina sem væri ekki til nema með þeirri birtu er skín frá okkur sjálfum. Hvernig sem á það er litið feitur eða mjór, litill eða stór.
Við erum hér í þeim sama tilgangi. Til að Lifa og Deyja.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:52 | Facebook
Athugasemdir
Dásamlegt að vera sá sem maður er og vera sáttur, er þá ekki tilganginum náð? Annars verð ég að segja að mér þykir rassinn sætur ;)
Elín Björk, 17.10.2006 kl. 22:14
Takk elskan mín, bossinn er að gægjast útfyrir sín mörk .... Já hann er bara nokkuð krúttaður og grúfí að fá smell á kinn.
Bara næsý pæsý að vera sáttur! Er á meðan er og síðan ekki söguna meir.
www.zordis.com, 17.10.2006 kl. 22:37
Floottur rasss.
Solla Guðjóns, 18.10.2006 kl. 19:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.