23.3.2008 | 22:01
Gleði og Gaman ...
... það má segja að það hafi verið glaðlegt í alla staði að hitta svo marga sem raunin varð á föstudeginum langa!
Bestu þakkir fyrir innlitið mín kæru.
Ég get ekki annað en glaðst yfir hversu vel heppnað allt var, frábær Stuðmannatilfinning helltist yfir mig í þessu félagsheimili Kiwanismanna. Góður andi og skemmtilegt fólk sem kom. Eitt fannst mér þó dapurt og það var hversu lítið ég gat gefið ykkur gaum en það rætist vonandi úr því á öðrum grundvelli.
Það styttist í að fjölskyldan haldi heim á leið, mörgum kg léttari í farangri þar sem þakflísarnar hreinlega fuðruðu upp. Þegar við ókum í átt að sýningarhúsinu þá flaug Krummi kallinn að bílnum og krunkaði á mig. Ég fékk góða tilfinningu eftir kallið frá honum!
Solla sörurnar voru æðislegar og nærvera ykkar bloggvina minna var hreint yndislega góð. Takk kærlega, kæru bloggvinir fyrir komuna!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Fyrirgefðu mér elsku Þórdís mín en ég gat ekki komið vegna flensu mér þykir það mjög leitt og mér langaði svo til að hitta þig og sjá öll lystarverkin þín. Guð gefi að við munum hittast mér þykir svo vænt um þig elskulega bloggvinkona.

Kristín Katla Árnadóttir, 23.3.2008 kl. 23:05
Sá myndir frá föstudeginum á blogginu hans Guðmundar. Þú ert algjör gyðja, vúman! Gott að þetta heppnaðist vel.
Hugarfluga, 23.3.2008 kl. 23:07
Þetta var svo rosalega yndislegur dagur, þú ert frábær og ég er glöð að hafa kynnst þér. Við sjáumst þá næst í ágúst, ekki satt? kær kveðja og góða ferð heim
Ásdís Sigurðardóttir, 23.3.2008 kl. 23:44
Ég vildi að ég hefði komist, mig langaði svo....., en ég sé að Ásdís talar um að þið sjáist næst í ágúst, er það á dagskrá fyrir bloggvina hitting?
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 24.3.2008 kl. 04:50
Elsku Katla, við hittumst í sumar! Ég kem bara til þín en líkur eru á að ég muni halda til í Rvík í ca. 2 mán í lok sumars og fram á haust ...
Guðmundur, bestu þakkir til þín fyrir að koma ....
Það var yndi að sjá ykkur og skrítið hvað bloggvinirnir voru eins og fjölskyldan manns! Ásdís við munum hittast í Ágúst og Lilja við ættum heldur betur að gefa okkur tíma í rjúkandi kaffi og hitting.
Hugarfluga, Guðmundur var með heldur betur myndasyrpu! Ég get því miður ekki sett inn myndir er í gömlu tölvunni hans afa heitins og kann ekki við að vera að fikta mikið. Annars gæti ég fengið Sollu til að fikta með mér en það er sko ekki ráðlegt!
www.zordis.com, 24.3.2008 kl. 09:20
Hola chica guapa
Heyrðist á juniornum að hann hlakki til að koma aftur til Íslands í drullum mallið
og ferska loftið í Þorlákshöfn. Frábær sýning og pottþétt þess virði að burðast með allar flísarnar í handfarangri
Var ekkert smá heppin að næla mér í flísar og á eftir að testa hvernig íslensk veðrátta fer leikur um þær. TIL HAMINGJU
með vel heppnaða sýningu og hlakka til að mæta á þá næstu sem er plönuð í sumar er það ekki!
Það var snilld að hitta ykkur öll á Föstudaginn
GLEÐILEGA PÁSKA og góða ferð suður á bóginn dúllan mín
Knús og kossar,
Guðný
G.Hansen (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 10:28
Takk Guðný mín, tambien chica muy guapa! Já, það er tekin stefna á eina um verslunarmannahelgina sem fær að standa! Svona 4 klst sýningar eru bara skemmtilegar, tala nú ekki um þegar skemmtilegasta fólkið kemur!
Knús á þig og takk fyrir að koma. Ég sé það að lífið er vel þess virði þegar kona er umkringd gæðafólki eins og raun ber vitni.
Knús í kross!
www.zordis.com, 24.3.2008 kl. 10:44
Góða ferð suður í sólina og takk fyrir mig og sýninguna
Það var gott að fá að knúsa þig aðeins! Nú sé ég líka fallega blikið í augum þínum þegar ég lít á myndina mína. Það gerir hana enn fallegri í mínum huga
Hrönn Sigurðardóttir, 24.3.2008 kl. 10:56
Hey kjútí ertu farin........
Solla Guðjóns, 24.3.2008 kl. 11:55
Hæ krútta, gleðilega páska á ykkur öll! Knús í krús
Elín Björk, 24.3.2008 kl. 13:13
¿Dónde estás carinña mía? ¿Te vas a venir?
P.S. (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 13:46
Hefði svo gjarnan viljað koma og hitta þig en það er svona með þessi blessuðu veikindi. Hitti þig vonandi í ágúst í staðinn
Dísa Dóra, 24.3.2008 kl. 14:08
Til hamingju með að þetta tóks svona vel, kæra kona! Vont að komast ekki; var að hafa það skemmtilegt í London!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.3.2008 kl. 20:18
Hæ, og takk fyrir síðast. Mikið var nú gaman að hitta þig í Þolló. Ég legg svo inn pöntun hjá þér von bráðar. Sjáumst hressar síðar, þótt síðar verði, en bara að það verði. Með Fótboltarabbarbarahnífsdalstjútt kveðju, Beta Sollu sys.
Beta Sollu sys (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 23:57
Það ætlar lengi að loða við þig FÓT-BOLTA-RABBAR-BARA-HNÍFSDALS-TJÚTTIÐ
Solla Guðjóns, 25.3.2008 kl. 00:22
það er svo gott þegar sýningar fara vel af stað, þá er hægt að huga að þeirri næstu !
Blessi þig og góða ferð heim
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 25.3.2008 kl. 06:57
Þú ættir að vita hvað rauðvínskonan fer vel uppi á vegg í stofunni minni!
Frábær sýning hjá þér og frábært framtak.
Guðrún S Sigurðardóttir, 25.3.2008 kl. 13:22
því miður komst ég ekki til ykkar langaði svo mikið en svona er þetta knús til þín vonandi hittumst við seinna
Brynja skordal, 25.3.2008 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.