26.3.2008 | 22:21
Frá látum í auka ... auklæti að sárum ...
... í sársauka!
Kanski ekki alveg sársauka en tilfinningin um daprar tilfinningar annara og eigin valda mér samt sársauka og mér þykir miður að persóna mín verði valdur að neikvæðum tilfinningum annara! Lífið er miklu betra en það.
Ég hef í raun ekkert gert nema að anda með öðru lunganu og notið þess að vera til og gert það sem mig langar. Svo heyri ég útundan skrítið og það veitir mér depurð! Stundum er pirrandi þegar fólk bara andar, eða gerir eitthvað annað, skrítið ..... eða ekki skrítið!
Í lífsins öldudal göngum við dvergknúin skref, upp og niður og upp og niður og að endingu erum við í bárujárnsleik og klífum upp og niður, upp og niður og njótum þess eður ei!
Ég hef val og það pirrar mig að geta ekki deilt gleði minni með þeim sem ég elska eða þeim sem ég veit að elska mig ... búmmerang love affect. En hver er ég til að skikka aðra í mitt tilfinninga búmmerang "skran" thing, hver er ég til að vona að allt er sem var!
Ég held ég geti ekki tjáð mig um þessa hluti nema á þá einu leið að senda bænir. Við erum jöfn öll sem eitt, stór og smá, lítil eða ljót ...... gul eða græn!
Aðstæður það er málið og stundum þar að útiloka það sem ekki þarf að fylgja okkur í lífinu. Ég veit líka að stundum þá fylgja okkur tindur sem leiða okkur áfram, styrkja okkur og eru raunverulega okkar styrkur! Hvað er lífið án þeirra sem standa upp og setja línu í veg þinn. Ef engar hindranir verða á vegi okkar náum við ekki að kvika né sanna snerpuna. Öll sár gróa og stundum voru það ekki sár heldur ofur aumar tilfinningar sem sneru upp á okkur.
Þess vegna þakka ég fremur en annað og segi, takk fyrir að vera!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Takk sumuleiðis elsku Þórdís mín
Án þín væri lífið litlaust það er þú sem litlar það með þínum fallegu skrifum og svo ég tala nú ekki um myndirnar þínar !
elska þig elsku vinkona knús til þín og þinna frá okkur
mbkv
Sigrún, 26.3.2008 kl. 22:28
Já, lífið væri sko litlaust án þín, kom eitthvað fyrir elskuleg? allavega hugsa ég vel og í kærleik til þín, vona að það geri gott. Kveðja til þín og þinna
Ásdís Sigurðardóttir, 26.3.2008 kl. 22:36
Elsku Sigrún og Ásdís .... tilfinningarnar taka stundum léttan dans en það lagast með rökhugsun og smá gróðurmold á tærnar!
Ég hugsa líka til þín Ásdís mín og Sigrún, hlakka til sumarsins!
www.zordis.com, 26.3.2008 kl. 22:39
Elsku Móðir, knús á þig! Ég hringi í þig fljótlega því ég vil halda vinskap við þig! Þú átt yndislegan mann sem endurspeglar þig kæra kona!
Ekki láta þér líða ílla því það gerðist ekki neitt! Eins og ég segi að; og stundum voru það ekki sár heldur ofur aumar tilfinningar sem sneru upp á okkur.
Ég get stundum verið svo viðkvæm út af eigin hugsunum .... þetta snýst kanski meira um væntingar heldur en annað og þar liggur mín í valnum!
Og, þegar ég var lítil þá langaði mig alltaf að heita Helga
www.zordis.com, 26.3.2008 kl. 23:17
Sendi þér knús yndislega kona
og mikið sé ég ennþá eftir því að hafa ekki komist til ykkar á Föstudaginn langa en kemur tími til þess seinna
Brynja skordal, 26.3.2008 kl. 23:29
Maður getur verið ansi aumur í tilfinningunum, tómur í tilfinningunum, aumur og tómur. Sérstaklega eins og þú núna. Þú, sem hefur unnið mikið og lagt þig alla fram við, að ná að setja upp fallega sýningu á föstudeginum langa.
Svo rennur dagurinn upp, fólk streymir að, suma þekkir þú, aðra þekkirðu en hefur aldrei séð, nema kannski á mynd. Svo er opnunin og spennan magnast enn meir, hvernig líkar fólki?., er það sátt?., Mun einhver kaupa af þér verk?., og fyrr en varir er tíminn liðinn, sýningunni er lokið, og fólk týnist burt.
- Þá þarf, að pakka saman, í snarhasti, og ná flugi í annað land, jafnvel aðra heimsálfu. Og nú ertu komin heim, heim til þín, og þú ert þreytt, og þú finnur fyrir tómleikatilfinningu, og þú færð samviskubit, afhverju líður þér svona undarlega, þegar þér á að líða vel. Og, þér líður líka vel, eða ?
Þú ert algjöru spennufalli. Verkin þín vöktu lukku, seldust vel, fólk talar um velheppnaða sýningu, en þú heyrir ekki, því þú ert flogin yfir hafið. Trúðu mér, næstu sýningu þinnar verður beðið með eftirvæntingu. Þá verður enn meira gaman hjá þér og enn stærra spennufall á eftir. Það fylgir öllum sjóbissness. Gangi þér allt í haginn kæra bloggvinkona. Við sjáumst vonandi fljótt.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 27.3.2008 kl. 00:18
Lilja ég tek orðin þín og vef þau inn í svefninn! Við sjáumst vonandi fjótt!
Það mætti nú taka heila færslu í bloggvinakærleikann en hann er einstakur! Ég ætla að hugsa það í nótt og senda bænir út um allt, fuðra út bónabubblum sem snerta og koma aftur heim!
Góða nótt elskurnar mínar!
www.zordis.com, 27.3.2008 kl. 00:24
...yndisleg ertu Þórdís
...mold á tærnar, auðvitað, það græðir svo margt.
Marta B Helgadóttir, 27.3.2008 kl. 00:35
ÉG segi bara vá; dúndraðist beint inn í mitt hjarta...takk fyrir mig elskan.
Heiða Þórðar, 27.3.2008 kl. 00:37
Allir þurfa einhvern tíma að glíma við ofuraumar tilfinningar. Stundum þarf að loka á þær til að ná ákveðinni fjarlægð áður en maður getur opnað aftur til að takast á við þær.
Hrönn Sigurðardóttir, 27.3.2008 kl. 09:01
Huld S. Ringsted, 27.3.2008 kl. 09:02
Ææ, við ráðum ekki alltaf við tilfinningarnar og þann rússíbana sem þær láta okkur stundum fara í! Vona að þú sért að ná kominn úr vagninum og sért farin að ná jafnvægi aftur!
Sendi þér knús og góðar hugsanir yfir hafið
Hafðu það sem best, Yndislegust!
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 27.3.2008 kl. 10:16
Elsku hjartað mitt þú er svo góð ég gæti ekki verið á blogginu án þín þú segir svo fallegt alltaf.
Knús
Kristín Katla Árnadóttir, 27.3.2008 kl. 10:16
Úbs hélt ég hafi verið hér að kommenta í gærkvöldi......
hehhe en það vars víst þú sem truflaðir mig við það

Solla Guðjóns, 27.3.2008 kl. 10:57
í kringum bjart og fallegt ljós flykkjast flugurnar og bloggvinirnir
..allir vilja vera í ljósinu litríka. Svo þola sumir illa birtuna og byrja að skamma ljósið fyrir að lýsa svo skært..en ljósið getur ekkert annað ef það á að vera trútt eðli sínu og draumum. Ljós í lukku og ljós í krukku...og moldin er mjúkur græðari fyrir svona sálarblóm eins og þig. Spenna í frjálsu falli á alla kanta og konur stingur alltaf upp hausnum hér og þar..
Love
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.3.2008 kl. 14:03
Blessuð Þórdís,ég hringi í Sollu frænku í morgun vegna þss að ég kunni ekki að skrifa athugasemd,en ollasak kenndi nonna það á skömmum tíma,aðeins að reyna að vera skáldlegur,en tekst það ekki miðað við ykkur konurnar.Eigðu góðan dag
Jón Arason, 27.3.2008 kl. 16:12
Æ Elsku kona, mikið finn ég sársauka þinn.
Þú segir: ...mér þykir miður að persóna mín verði valdur að neikvæðum tilfinningum annarra.
Ég skil svo vel hvað þú ert að segja (eða mér finnst það), en málið er að við tökum ákvarðanir um okkar líf. Við veljum og höfnum, fólki og umhverfi. Ég tek sem dæmi þegar að fólk velur að búa í öðru landi en fjölskylda og gamlir vinir, ég bara tek þetta sem dæmi þar sem að við þekkjum þetta örugglega báðar.
Við ákveðum hvar við viljum búa, við veljum okkur maka og land. Það þýðir ekki að við elskum ekki fólkið okkar heima, né að við viljum ekki vera með þeim. En við tókum þetta val og svona er það. Fjarlægðin við þá sem að við elskum og þá sem að elska okkur valda oft sársauka. Sársauki sá sem að elska okkur er ekki eitthvað sem að við berum ábyrgð á, en samt erum við með samviskubit. Við viljum ekki að fólkinu okkar líði illa, en við stjórnum ekki tilfinningum annarra.
Í stuttu máli Zordis mín, þú berð eingöngu ábyrgð á þínum tilfinningum en ekki annarra. Jú auðvitað getum við brotið á fólki, gert einhverjum rangt, en ég held ekki að það sé það sem að þú ert að tala um.
Þú ert af því sem að ég hef séð af verkum þínum, einstaklega mikil tilfinningavera, en ekki taka tilfinningar annarra inn á þig sem þínar.
Ég mun biðja þá engla sem hafa sveimað um mig undanfarið að senda vini sína til þín. Ég mun biðja um ljós og gleði í hjarta þitt kæra Bloggvinkona
Og nei Zordis mín, ég eyddi sko ekki ummælum þínum á síðunni minni, það mun ég aldrei gera!
Sporðdrekinn, 27.3.2008 kl. 20:36
Elsku Sporðdrekinn minn .... þetta er svo satt sem þú segir! Valið okkar og ábyrgðin á okkur sjálfum. Ég verð að passa mig að henda mér ekki inn í aðrar en mínar eigin tilfinningar og njóta lífsins á minn besta veg!
Þið eruð öll svo "næsý pæsý" eins og ein kona sem ég þekki segir alltaf, svo bætir hún við; farður vel og varlega!
Takk fyrir mig elsku bleiku blúndur! Já og Jonni .... og Guðmundur .... blúnduknús á ykkur líka!
www.zordis.com, 27.3.2008 kl. 20:44
Æ, ég get ekkert sagt sem ekki er búið að segja nú þegar. Englaknús.
Hugarfluga, 28.3.2008 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.