29.3.2008 | 00:03
Sögur af Trabant .......
... Let´s live a little.
Já, þetta sagði ég við vinkonu mína fyrir mörgum árum síðan. Hvatti hana til að koma með mér í ökuferð í Trabant sem pústaði inn í! Hún ákvað að lifa með mér og við skelltum okkur í Bláa Lónið. Við fórum og böðuðum okkur og snæddum svo á veitingastaðnum og svo var haldið í víkingabæjinn Hafnarfjörð og þaðan á Fógetann (sakna´ns). Við mættum bláedrú en útúreitraðar og nánast látnar af ógeðfelldum útblástursgufum. Bólgnar á augum og slæmar í lungum (hálfgerðar 2 úr tungunum) á Snæfríði og snípana (er síðar breyttu nafninu í Snæfríður og stubbarnir) tónleika.
Þessi sama vinkona mín þurfti ekki að segja mér hvernig lífið er þegar hún hringdi í kvöld og sagði mér að hún væri í næsta héraði, heldur pantaði ég hótel við grasgrænan sælureit í Almeríu fylki, þar sem margar gamlar kabboj myndir hafa verið framleiddar og mun bregða mér þangað eldsnemma í fyrramálið til að hitta hana á grösugum golfskónum.
Ég verð að sjálfsögðu með gin og tonic þegar hún kemur af vellinum og ég leik að vitanlega ekki golf nema ég liggi í golfinu nakin með græna Fjallsléttuna og vænt beði í hendi. Á reyndar flotta Eco golfskó og hanska sem ég fékk að gjöf fyrir snilldartakta! Mitt vandamál er að ég verð að hafa gaman af því sem ég geri og leik því ekki golf ennþá, er sennilega ekki nægjanlega þroskuð!
Ákvað að óska ykkur góðrar helgar þar sem Fjallverur hverfa af braut um helgina í mat og drykk og skemmtilegan félagsskap! Jy hvað ég hlakka til!

Líklega verð ég þarna á morgun þegar fjallið bregður sér í golf. Fæ mér örugglega jarðarber og snjáldur af kampavíni ef stemmingin verður þannig eftir gin og tonicið ... já ég þarf enga hvatningu.
Góða og Óða helgi elskurnar mínar!
Ég ætla að njóta minnar í allt að 30°C
Svammlandi í nuddlaug með náttúruna öskrandi í andlitið á mér.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:07 | Facebook
Athugasemdir
Góða helgi......hljómar sem þú munir hafa eina slíka.....
Lárus Gabríel Guðmundsson, 29.3.2008 kl. 00:12
Mig langar svo að komast inn í þessa mynd og slappa af með jarðarberum og kampavíni ... mmm....
knúsur og kossar !!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 01:15
Frábært að fá skemmtilega heimsókn!
Góða skemmtun og njóttu vel

Marta B Helgadóttir, 29.3.2008 kl. 01:24
Eigðu yndislega helgi fallega kona
Sporðdrekinn, 29.3.2008 kl. 02:31
Góða skemmtun og nóttu vel.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.3.2008 kl. 02:53
Stefnir í góða helgi hjá ykkur
Ég veit þú kemur til með að kunna að njóta hennar
Hrönn Sigurðardóttir, 29.3.2008 kl. 07:08
Ah æðislegt þetta þarna á myndinni je minn draumur að sjá njóttu þín í botn mín kæra og hlakka til að heyra hvernig var knús
Brynja skordal, 29.3.2008 kl. 12:26
Njóttu helgarinnar elsku Þórdís mín og skemmtuð ykkur vel.
Knús á þig
Kristín Katla Árnadóttir, 29.3.2008 kl. 12:57
Fortíðarflipp
snæfríður og sníparnir/stubbarnir.
Ég ætla að leifa mér að giska hver´er þarna úti.......njóttu í botn hvort sem er á golfi
eða í keilu......knús.
Solla Guðjóns, 29.3.2008 kl. 12:58
Eigðu góða daga um helgina, Zordísin mín, sendu nokkrar ° hingað!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 29.3.2008 kl. 13:06
Skemmtu þér vel :)
Vatnsberi Margrét, 29.3.2008 kl. 14:29
Zetta lítur allt mjög vel út, fjallid kominn í golfid og mín á leidinni í spa´id .
Takk fyrir innlitid .....
www.zordis.com, 29.3.2008 kl. 15:24
Inga Steina Joh, 29.3.2008 kl. 16:06
Vona að þú hafir notið þín all svakalega, elskan. Vildi benda þér á snilldarþátt í sjónvarpinu í gær ... (heheheh) http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4359822
Svona ef þú getur horft í tölvunni. Knús í hitann úr ískuldanum.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.3.2008 kl. 18:13
Þú kannt sko að njóta lífsins og meta þess lystisemdir .. litlar og stórar. Megi þið vinkonur eiga dásemdarstund saman on your trip down memorylane.
Hugarfluga, 29.3.2008 kl. 22:35
Alger snilld zessi luxus hótel ... ef ekki vaeri fyrir aldurstakmark á spainu!
www.zordis.com, 30.3.2008 kl. 10:13
Mikið væri ég til í eitt svona Lúxushótel núna, með spa, nuddi og dekri og svo sól og hita fyrir utan. Kannski þegar ég vinn í Lottóinu!
Vonandi áttir þú góða helgi Þórdís
Huld S. Ringsted, 30.3.2008 kl. 22:07
yndislegt !!! vonandi var svoooo gott og gaman hjá þér og ykkur.
Bless inn í nóttina
steinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 31.3.2008 kl. 19:21
Snæfríður og sníparnir, ahhh, það var nú yndislegt fyrirbæri, mjög Þorlákshafnískt nafn
Við Vallý systir fórum einu sinni að hlusta á þá á Fógetanum, kannski varst þú þar?? Nema hvað, þeir voru að taka sjálfa sig upp og þar sem við Vallý sungum við raust heyrðist ekkert nema í okkur tveimur, á upptökunni alltsvo
Mér fannst það nú ekki vera mikið vandamál sko en kannski hafa Torfi og co ekki haft smekk fyrir okkar fagra söng
Sweet memory, ég var nú eiginlega búin að gleyma þessu
Bidda (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.