Er hálfsögð saga, eintal ...

Eins manns hjal er annars manns gleði þótt hann streði!

Smá svona málsháttapælingar þar sem ég fékk mér páskaegg númer 1 með páskaegginu og fanst það virkilega gott.  Ég hafði enga lyst á páskaeggjum á Íslandi enda var þvílík súkkulaði flóð og ég er ekki mesta súkkulaði æta sem upp hefur verið!  Eða hvað finnst þér Elín mín ??

Við lögðum land undir fót um helgina og það var gaman að bregða sér út frá hversdagnum ekki það að við vorum nýlent eftir Íslandsförina.  Það var hið besta veður, töluvert rok í kabboj landi en þar sem íslenskt blóð dælir þar er sjaldnast vandamál.   Það góða við rokið er að þá eru engar flugar sem eru að dilla sínum dúllulega botni.

Þetta er nú hálfgert svona bla bla blogg um ekkert og það litla innihald er gott!  Ég dró mér rún og fékk Þurisaz en það er rún athafnasemi, þekkingar þrenginga, aga, íhugunar, endurnýjunar og einbeitingar. 

Á gangi

Á gangi .... akrýl á pappír

Heart

Málið varðar doltið og ég gæti best trúað að athafnasemi og endurnýjun sé svarið sem ég leitaði að.

Ef ég ætti að líkamast með dýri þá yrði það fleygur fugl og gettu nú hvaða?

þurs er kvenna kvöl

og kletta búi

og varðrúnar ver

* tekið úr íslensku rúnaspilum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi oft hefur maður ekkert að segja ,ég held að það sé krummi sem þú ættir að líkamnast með.

 Eigðu gott kvöld Þórdís mín.ps falleg myndin.

Kristín Katla Árnadóttir, 31.3.2008 kl. 20:27

2 Smámynd: www.zordis.com

Takk fyrir það Helga mín, það væri nú hollt og gott að fá væna hafragrautsslettu á morgundiskinn  en í minum glösum er málningarblandað vatn  .... 

Katla, láttu þér batna og þú ert glögg!  Eigðu yndislegt kvöld á koddanum!

www.zordis.com, 31.3.2008 kl. 21:19

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Eigðu gott kvöld, listakona orðs, æðis og athafna!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 31.3.2008 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband