Nælon ekki bara ungar stelpur heldur lovely leggir.

Nú er komin nælon tími á frúnna.

Á sumrin er allt of heitt að vera í nælonsokkabuxun en veitti þó ekki af þar sem í útlöndum hitnar í kolunum og raki myndast á þessum helstu stöðum.  Haustið er nýkomið hjá Spánlendingum og fögnum við því innilega.  Veðrið alveg dásamlegt til útiveru.  Verst að vera ekki svona golf-ari, kanski það verði breyting á því í næstu framtíð.  Get æft mig og verið grín-ari í staðinn :-)  Setið út á tröppum hjá mér og sagt einn og einn hrikalega fyndinn.

Marft að gerast, spennandi tími framundan í vinnu og leik.  Ég leik mér nebblega eins mikið og ég get og þá er nú gott að vera með góða félaga til að tæla með sér í plottið.

Burt séð frá lovely nælon leggjum og jákvæðum hug þá situr frúin eftir sem grasekkja.  Karlinn flaug af jörðu klukkan eldsnemma í morgun til Madrid, fer þaðan þvert og endilangt til Portugals og þaðan yfir í  aðra heimsálfu.  Gangi honum vel þessari elsku minni og megi hann spellast til að færa mér eitthvað sætt þegar hann kemur til baka.  Hins vegar þegar fólk ferðast svona mikið þá eru litlu sætu gjafirnar alveg fallnar um sjálft sig.

Þegar ég kom frá ilhýrum klakanum keypti ég gjöf handa öðrum karlmanni og sagði mínum manni að það væri bara frá okkur báðum :-)  Ég vona bara að hann kaupi ekki neitt handa neinni nema mér.  

Lítil frú sem vonar, sem skilur og þráir sinn ektamann.  Konan er bara fyndin! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Vildi að hér væri nælon veður frekar en föðurlandsveður.

Vatnsberi Margrét, 25.10.2006 kl. 18:05

2 Smámynd: www.zordis.com

Mér fanst nú bara tiltölulega gott veður í síðustu viku á klakanum! var á fimmtudegi og föstudegi og lenti í bongóblíðu :)

www.zordis.com, 25.10.2006 kl. 19:16

3 Smámynd: Elín Björk

Hjúts knús til þín sætust!

Elín Björk, 25.10.2006 kl. 22:07

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Þið gefið það þá bara SAMAN

Solla Guðjóns, 26.10.2006 kl. 08:13

5 Smámynd: www.zordis.com

he he he ... búin að gefa það og gaf það ein!

www.zordis.com, 28.10.2006 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband