Þegar tunglið kyssir þig á kinn .....

.... kossinn ljúfi snertir minn vanga og himintunglin hreyfa jörð!

Þegar gættin opnast og ljósið skín á móti þér eins og móðurfaðmur hlýr.  Hver er þessi gæfusama móðir, hver er þessi blíði faðmur sem ávalt er þér opinn.  Traustið og friðurinn sem mætir þér jafnast ekki á við neitt í lífinu, nema kanski dauðinn sjálfur.

kaerleikurinn og ástin eina.

Fegurð og ásjóna

Dagurinn hefur verið annasamur, sólin brennir vanga eftir næturkoss tunglsins.  Ég þarf að vera dugleg að klára ýmsar pantanir sem eru nú þegar að líta dagsins ljós.  Aðalstarfið gengur fyrir öðru en það fara nú að verða breytingar á því þar sem tíminn flýgur á ógnarhraða í áttina að ljósinu!

Sólarkveðjur til ykkar og ekki gleyma lakkalokkunum sem verða það heitasta í sumar!  Hver veit nema ég mæti með lakkalokka á sýninguna um verslunarmannahelgina ................... Kissing

Það eru liðin tæp 3 ár frá því ég gekk upp hlíðina og tók að eiga Fjallið að kaþólskum sið.  Ég er hálfgerður "trúvillingur" svona prakkari.  Ég er að fíla boðskapinn hennar Dísu Dóru, elska goðafræðina en finn Jesú í hjartanu og dáist að hreinni fegurð móðurinnar.  Hvað er ég þá annað en eindin er trúi öllu og fagna öllu og sú sem vil finna.  Ég stakk uppá því við tengdamóður mína að það væri nú lag að draga soninn að heiðnu altari.  Úff ... 300 Maríubænir eru ekki næg refsing Whistling

Gyðja Þórs kveður að sinni ....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið er þetta falleg mynd. Til hamingju með 3ára brúkaupsafmælið 300 Maríubænir úff en þú er svo yndisleg og góður prakkari

Kristín Katla Árnadóttir, 1.4.2008 kl. 16:41

2 Smámynd: Sporðdrekinn

 Til hamingju með brúðkaupsafmælið!

Ég held að mestu máli skipti að við höfum trú, en ekki hver hún er.  Ég hef trú en passa samt ekki inn í neitt bænarhús, svo að ég fer bara inn í það næsta þegar að mér dettur í hug. Spjalla við minn guð og mína vætti hvar og hvenær sem mig listir

Sporðdrekinn, 1.4.2008 kl. 16:47

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Til lukku, sólarinnar gyðja!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 1.4.2008 kl. 17:21

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Thumbs Up  Langar bara að senda smákveðju. Er að hressa mig við á smá blogg lestri.   Double Kiss 

Ásdís Sigurðardóttir, 1.4.2008 kl. 18:29

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til hamingju með brúðkaupsafmælið bæði tvö

Huld S. Ringsted, 1.4.2008 kl. 20:26

6 Smámynd: www.zordis.com

Elsku bloggvinir, eitthvað hef ég verið bráðlát því brúðkaupsafmælið er ekki fyrr en 7unda október!

Ég fer stundum frammúr mér en málið var að mig langaði að giftast aftur í sumar og það sama glæsilega fjallinu.  Kanski í Þórsmörk eða á Snæfellsjökli eða Mýrdalsjökli eða við Seljalandsfoss .....

Svona fer ég fram úr mér!

www.zordis.com, 1.4.2008 kl. 20:43

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þá bara óskum við þér aftur til hamingju í sumar þegar þið giftið ykkur aftur, svo óskum við þér aftur til hamingju 7 oktober, aldrei hægt að gleðjast of oft yfir brúðkaupum og brúðkaupsafmælum

Huld S. Ringsted, 1.4.2008 kl. 22:31

8 Smámynd: Halla Vilbergsdóttir

jú auðvitað eitt enn gabbið i dag;) hahahahahah verð hérna að til miðnættis að gabba og næstu mánuði að leiðrétta;)=

Halla Vilbergsdóttir, 1.4.2008 kl. 22:33

9 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þú hefur ekki hugsað þér að giftast bak við Seljalandsfoss, það er alveg ótrúleg upplifun að standa þar. Ég veit ekki til þess, að einhver hafi gift sig þar, svo......

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.4.2008 kl. 22:48

10 Smámynd: www.zordis.com

Heyrðu Lilja, það kom til tals um páskana!  Ég fór þangað til að taka myndir í stoppinu á Íslandi ....

Helga knús á þig mín kæra.

Halla þú ert sko prakkarastelpa .... agaleg!

Huld, er það kanski græðgi að eiga 2 brúðkaupsafmæli!  Ég gleymi örugglega dögunum og verð farin að halda upp á afmæli á brúðkaupsdegi og öfugt!

Ég setti merki a afmælisdag Fjallsins 2 daga í röð því ég var ekki viss

Sniðugt Lilja að þú skulir minnast á Seljalandsfoss! 

www.zordis.com, 1.4.2008 kl. 22:52

11 Smámynd: Brynja skordal

Knús inn í nóttina ljúfust

Brynja skordal, 2.4.2008 kl. 00:32

12 Smámynd: Sporðdrekinn

Hvað máli skiptir dagatalið? Til hamingju með að vera gift manninum þínum! Knúsist í boði Sporðdrekans

Sporðdrekinn, 2.4.2008 kl. 02:48

13 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Nýr dagur, nýtt afmæli og ný hamingja. Maður má nú bara hafa þetta eins og manni finnst best...

Fjallið og fjaran eiga vel saman...flæðarmálið ert þú og bloggið þitt.

Knúsíkveðjur inn í spænskan dag...elskaðu sólina frir okkur!!! 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.4.2008 kl. 09:50

14 Smámynd: Margrét M

hjartanlega til hamingju með árin 3

Margrét M, 2.4.2008 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband