26.10.2006 | 18:09
Eldabuska í hjáverkum!
Lífið hefur sinn vanagang. Eins og lífið er nú yndislegt og á stundu miður skemmtilegt þá ber það á góma á hverjum degi. Þegar við lofum blómin, börnin og þá sem hafa nennu í að vera í nálægð.
Nafnið Líf er fallegt nafn, La Vida er Líf sem er ekki jafn sætt ef stúlka bæri það en að segja Vida mía er jafnan falleg gæla við hvort sem ræðir kvenkyn eða karlkyn. Já þessar lífspælingar eru dásamlegar og hvort sem brosið snýr upp eða niður skildi maður fagna því yndi sem það er.
Lífið er rússibani og maður á að njóta kitlsins, og brossins sem kemur, gleyma svimanum, flökrinu og hræðslunni sem tilheyrir ..................
Eldabuskan er frekar léleg sem seitlar í hjartanu. Frúin var búin að gefa eldhússtörfin á snekkjuna en þarf að nota ást sína og mátt til að framreiða kvöldmatinn. Ekki flókinn matseðill en saman stendur af;
Pizza Margarita
Pasta al Kechup
Dipping Mexicano al horno
Cannelones a la suegra
Túnfisksalat með olívum
Gular baunir með olívum
fylltar niðursoðnar papríkur með salati.
Frúin er með uppbrettar ermar og býður upp á lindarvatn eða Perrier!
Eigið góða kvöldstund .... Í kvöld léttist lundin en ekki holdið!
Muahhhhhhh litli bollusinn er nær, hann er gróin að beini og lætur sér líða vel. Það er partýstand á púkanum sem heimtar eitthvað gott í gogginn.........
KRAKKAR ÞAÐ ER MATUR!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Langar svo að vita hvað Dipping Mexicano La HORNY nei horno ,,er,,
Ferlega sammála því að ,,....Lífið er rússíbani.......tilheyrir" og allt þar á milli.
Bæ í bili La Vida.
Solla Guðjóns, 27.10.2006 kl. 22:58
fyndið, Húnakonungur spurði mig hvernig ég hefði getað troðið mexicananum í ofninn til að dippa hann. "horno = ofn" Kanski mætti segja í beinni þýðingu, ofndýfður Mexikani en svo ég útskýri hvað þetta er; Philadelfía smjörostur sett í eldfast form og yfir það er sett mexicó miðlungs sterk ídýfa og inn í ofninn "kona er bara horny á meðan" þetta er hitað á ca 180° í 5 til 10 og tekið út til að strá ost kurli yfir. Þegar ostkurlið er bráðnað og kraumar aðeins í þessu er þetta borið fram með snakki. Ég nota þetta stundum (sjaldan) með pönnusteiktum kjúlla lundum sem meðlæti. Hrikalega gott!
www.zordis.com, 28.10.2006 kl. 09:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.