Engin rós án þyrna ...

... engin þjáning án gleði.

Rósir eru blóma fegurstar, rósir minna mig á hana ömmu mína, á Mariager = rosenes by í Dk, á ilm þinn, á þá fegurð sem lífið hefur að geyma!

Á vegi mínum verða rósir, engin þó án þyrna!

Á leiðinni í gegn um lífið.

Góður dagur á enda í yndislegum félagsskap.  Ég vaknaði í morgun og dreif mig af stað að hitta vinkonur en við áttum leið á útimarkað í sveitinni.  Við versluðum örlítið en megintilgangur ferðar minnar var að kaupa blóm.

Ég lét ekki kjurrt við liggja og keypti skó og danskt rúgbrauð.  Veðrið var sól, sól og sól.  Brakandi geislar er þræddu hjartastöðina, við áttum ljúfan dag!

Ég náði að sofna í sólinni seinnipartinn hjá tengdó og ég skal segja ykkur að það var notalegt.

Konan er eins og kríuskítur og leitast við að lifa í skugganum en hvað er betra en vorsólin er smeygir vítamíni í kroppinn.  Það er fátt betra nema kanski nægja þess er fyllir tómið.

Heart

Gleðilegan Sunnudag elskurnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Vá! rosa flottir skór :)

Yndislegt að dotta í síðdegissólinni á þinni breiddargráðu.

Martan skrapp á skíði í dag enda allt hvítt í morgun, eftir einn ...já einn heilan vordag sem kom í gær (sótti grillið í kjallarann og setti það út) allt þakið snjó í morgun og allir komnir aftur í hvítaduftsgírinn... if you cant beat them join them svo maður bara skíðar þangað til það hvíta hverfur. 

Marta B Helgadóttir, 13.4.2008 kl. 21:15

2 Smámynd: www.zordis.com

Úfff .... Marta, ég var að tala við mömmu og ég varla trúði að allt væri komið á kaf í  hvítt! 

Gréta, skórnir eru flottir og ég er að ganga þá til hér heima!  Ógeðslega kúl kjéddling núna.

www.zordis.com, 13.4.2008 kl. 21:17

3 Smámynd: Sigrún

Það er ekki laust að við hefðum hugsað til ykkar í dag sérstaklega enna litla þegar allt fór á kaf hérna í dag !

Sigrún, 13.4.2008 kl. 21:29

4 Smámynd: Sporðdrekinn

Það er gott að láta sólina ylja kroppinn, ég tala nú ekki um eftir að hafa nælt sér í svona fína skó

Sporðdrekinn, 13.4.2008 kl. 21:34

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi elskan allt var hvítt í þínu heimabæ í morgun njóttu sólarinnar elsku Þórdís mín. Ég vildi að ég væri á Spáni núna.

Knús inn í nóttina

Kristín Katla Árnadóttir, 13.4.2008 kl. 22:04

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Skrítið hvað maður stingur sig sjaldan á rósum og þá svo lítillega að vart er á orði gerandi

já það var meiri háttar snókoma hérna....og gott byggingar og sköpunar efni...

Solla Guðjóns, 13.4.2008 kl. 23:25

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Æðislegir skór, og flottur rósavöndur.  Rómantíkst ! - Ekki laust við að maður öfundi smá.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.4.2008 kl. 00:48

8 Smámynd: Anna Gísladóttir

Eigðu góðan mánudag

Anna Gísladóttir, 14.4.2008 kl. 05:07

9 Smámynd: Ólafur fannberg

rósir stinga hehe en flottir skór

Ólafur fannberg, 14.4.2008 kl. 08:39

10 Smámynd: Dísa Dóra

Lífið er dans á rósum - stundum á blöðunum og stundum á þyrnunum.  Svo mikið sannara svona en eins og íslendingarnir segja að lífið sé dans á rósum

Dísa Dóra, 14.4.2008 kl. 09:39

11 Smámynd: Margrét M

flottir skór ... en ég öfunda þig ferlega af sólinni og hlýjuni

Margrét M, 14.4.2008 kl. 09:50

12 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Rósakveðja til þín, yndislegust!

Vorkveðja úr bráðnandi snjó

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 14.4.2008 kl. 14:01

13 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

gleðilegan mánudag og þriðjudag...

BlessiÞig

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 14.4.2008 kl. 20:51

14 Smámynd: Brynja skordal

Flottir skór og blómin svo rómó kannski dagur víns og rósa hafðu ljúfa nótt

Brynja skordal, 15.4.2008 kl. 00:44

15 Smámynd: Inga Steina Joh

Flottir skór! Litlu frönsku fæturnir minir þola ekki svona flottheit, mótmæla hástöfum með blöðrum undir fótunum, huff.

Nota bara el naturalista i staðinn. Yndislegt að sofna i sólinni. 'Eg þarf ennþá að nota svefnpoka þegar ég leggst út á verönd, en ég veit að sumarið muna koma.... einhverntímann..............

Inga Steina Joh, 15.4.2008 kl. 06:35

16 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hér læddist ég um, dáðist að skónum og enn meira að rósum.

Ákvað að skilja eftir spor í geislanum þínum

Hrönn Sigurðardóttir, 15.4.2008 kl. 18:51

17 Smámynd: Huld S. Ringsted

Flottir skór!

Huld S. Ringsted, 15.4.2008 kl. 19:19

18 Smámynd: Elín Björk

Hæ svítí, hvar ertu?
Rosa flottir skór þarna, langar líka í nýja, -já ég veit, versla í SUMAR!
Faðmlag til þín inn í nóttina

Elín Björk, 15.4.2008 kl. 22:46

19 Smámynd: Heiða  Þórðar

Fallegar tær segi ég nú bara

Heiða Þórðar, 16.4.2008 kl. 00:15

20 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Flottir skór og rauð rós. Danskt rúgbrauð er svaka gott ekki myndi skemma ef það væri nú dönsk spægipylsa með því nammi namm

Guðborg Eyjólfsdóttir, 16.4.2008 kl. 06:57

21 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Knús til ykkar inn í daginn ;)

Marta B Helgadóttir, 16.4.2008 kl. 08:20

22 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Knús :)

Vatnsberi Margrét, 16.4.2008 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband