31.10.2006 | 06:57
31.Október, hrekkjadagurinn mikli ekki á mínu heimili.
Frúin endurheimti ektamanninn úr löngu ferðalagi. Hann var þreyttur en jafn glæsilegur sem fyrr. Þessi elska færðí mér doldið sem ég hafði beðið hann um! Talnaband úr Ametist steini. Þetta með að vera að færa hvort öðru gjafir er nú kanski svoltíð "leim" þegar aðilar ferðast svo ótt en mér finst það bara krútt.
Frúin færir sínum ekta svanni jafnan kleinur og fins honum það vera með betri vörum hins ilhýra! Fyrir börnin reyni ég að kaupa dvd "áður vhs" eitthvað með íslensku tali og helst eitthvað íslenskt. Sem dæmi þá hefur "Í takt við tímann" með Stuðmönnum verið spiluð all rækilega og ungi herramaðurinn fins hún rosalega góð og syngur með!
Nýr dagur, ný verkefni!
Á spennandi fund með grafíska hönnuðinum mínum. Er að verða klár með 5 Geðveik fyrir jólin! Ætla að reka á eftir tilboði sem ég bað um og kasta hér með út í heiminn eftirspurn og ánægju þeirra sem njóta.
Í dag er hryllingsdagurinn Halloween er haldinn er hrekklegur í USA á spáni eru ensku börnin að hrollvekjast eitthvað en ég er ekki spennt fyrir þessum fíflalátum! Alls ekki spennt! Það er varla á þær hátíðir bætandi sem við höldum helgar, hvað þá svona hrekkjahátíð! No, no, no!
Eigið góðan dag!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
He he, gekk vel, segi þér frá því mín kæra! Bæta og breyta svona minimalisma style! Henni fanst samt litirnir á síðunni minni vera ekta svona listamannslegir. Og er bara ánægð hvað ég er ánægð með síðuna!
En ég fékk engu ráðið með Halloween, bæði börnin eru búin að mála sig, Íris Hadda fór í Halloween partý (hjá englendingum) og sá Stutti fór með ruslið og grímuklæddi sig og sníkti upp eftir götunni dótarý!
Kanski ég fari og sníki heimabakkelsi! thi hi hi
www.zordis.com, 31.10.2006 kl. 21:30
Og ég sem var alveg viss um að ég yrði eftirlátari en þú!! En nei, mín börn fóru HVERGI...og fullgild ástæða fyrir því sem þú veist nú þegar....
Æðisleg talnaböndin og Geðveik Jól geta bara slegið í gegn!
Knús til þín laaaangsætust!
Elín Björk, 31.10.2006 kl. 22:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.