Fljúgandi hryllingur ...

.... sit hér í makindum mínum og mála (hvað annað) opnaði út á verönd til að fá ferskan daginn inn í kotið.  Kemur ekki dillandi martröð sér inn, "friggin" hjúts fiskifluga eða hvað sem þetta nú var.

Hún fór út blessunin jafn ört og ég uppgötvaði nærveru hennar.

Fiskiflugur, ormaflugur eða hvað sem þær eru kallaðar hafa alltaf farið öfugt i konutetur.  Þær minna mig á neikvæðni og gamlar hryllingsmyndir poppa upp í hausnum á mér.  Ég var unglingur sem þótti gaman af hryllingsmyndum og sennilega er viðkvæmni mín gagnvart þessari svörtu drottningu þaðan komin.

Annars er bara allt gott, lífið gott og einhver magakveisa búin að hrjá mig undanfarna viku.  Ég borðaði reyndar sushi á japönskum stað svo það er spurning hvort einhver nella sé að hreiðra um sig ..... nehhhh!  Það drepur ekkert á þessari vömb sem kjéddlingin er búin að koma sér upp.

Sagrada familia de Gaudi

Barcelona er á dagskránni næstu helgi

Við erum búin að ákveða að bregða út frá vananum og munum kíkja til Barcelona næstu helgi.  Við munum haga okkur eins og túristar, borða góðan mat, smakka á ljúffengum tapasréttum á Römblunni og dreypa á ísköldum drykkjum með.  Ég hef aldrei á mínum 10 búsetuárum farið í sjálfa borgina en oft keyrt framhjá eða komið í nærliggjandi bæji á leið minni til Pyreneafjalla.

Það er ekki laust við að mig hlakki til.  Ég ætla að skoða listaverk og afla mér upplýsinga um listaskóla og njóta þess að slaka á með fjölskyldunni.  Ýmislegt í deiglunni .......

Gjugg í borg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugarfluga

Ohhh Barcelona er borg drauma minna. Þangað ætla ég fyrr en síðar ef Guð leyfir. Eigðu góða viku framundan, vinkona.

Hugarfluga, 20.4.2008 kl. 11:41

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mér hefur alltaf langað að koma til Barselona kannski að maður fari  þangað sér til skemmtunar. Ég vona elskan  að þú lægist í mallanum knúsEigðu góðan dag mín kæra Þórdís

Kristín Katla Árnadóttir, 20.4.2008 kl. 12:07

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hafðu það gott í Baþþelona................. ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 20.4.2008 kl. 12:12

4 identicon

Æ, vonandi er þessi kveisa á undanhaldi. 

Ohh, Barcelona er á draumaborgarlistanum mínum, þangað verður farið einn daginn

Hvaða listaskóla ertu að fara skoða, þá myndlist??

Alltaf gaman að vera túrhestur, skemmtið ykkur vel.

Srósin (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 13:14

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Elska Barcelónu...hjólaði einu sinni um hana alla í dýrðarveðri og borðaði svo málsverð á ströndinni. allt sem var á disknum var með litlum svörtum augum sem störðu á mig svo ég át bara brauðið  og þambaði rauðvínið. Eftir það elskaði ég líka starandi matinn..

Lukkulega helgi og ég hlakka til að heyra um listaskóla í Barcelóna. Var einmitt að kjafta við konu í gær sem lærði þar söng....mjög spennandi!!! 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.4.2008 kl. 14:55

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég dýrka Barcelona, frænka mín er búin að búa þar í tæp 40 ár og alltaf gaman að heimsækja hana og fjölskyldu!  Hafðu það gott í Barcelona

Huld S. Ringsted, 20.4.2008 kl. 15:06

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Góða ferð og skemmtun, rúsínubollan mín!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 20.4.2008 kl. 22:14

8 Smámynd: Brynja skordal

Barcelona er bara fallegasta borg sem ég hef komið til yndislegt að vera þar vel tekið á móti manni búinn að fara þangað 2 sinnum og á örugglega eftir að fara aftur og aftur svo margt að skoða þar æði að sitja á Römblunni og fá sér kaldan drykk og eitthvað góðgæti skemmtu þér rosalega vel og njóttu hafðu ljúfa nótt

Brynja skordal, 20.4.2008 kl. 22:18

9 Smámynd: Solla Guðjóns

 Hæj... nú öfunda ég þig og gleðst með þér.Ég hef einu sinni komið til Barcelona og var gjörsamlega dolfallin yfir þessum gullnu byggingum.

En það er húsafluga akkúrat núna á skerminum hjá mér..vorið er komið.

Smúss

Solla Guðjóns, 20.4.2008 kl. 23:11

10 Smámynd: www.zordis.com

Takk stelpur, ég mun fá mér rúsínubollur og ískalda sangríu og þerra af enninu á mér gleðidropana sem spretta fram.

Ég mun hugsa til ykkar

www.zordis.com, 20.4.2008 kl. 23:33

11 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn elsku Þórdís mín

Kristín Katla Árnadóttir, 24.4.2008 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband