Þegar atburðarrásin breytist þá fer kona ....

.... hvert fer hún?

Barcelona borg heldur sínu striki með þúsundir gesta sem nýta sér  hótelrými borgarinnar, rýmið okkar er sennilega nýtt af einhverjum sem hefur gaman af Formúla 1 eða af fótboltanum eða af lestrarhesti eða blómaunnanda.

Herbergið okkar sem var lítið og látlaust er nú iðandi af selskap einhvers sem ég veit ekki einu sinni hver er.  Hvað gerir kona þegar plön hennar hafa verið brotin í mola.  Þúsundir mola sem líkjast einna helst stjörnuþoku sem glitrar í takt við hjartslátt hennar sem er konan.

Ég ætla að fara aðra helgi, bara einhverja aðra og lenda ekki í svona tvíbókun eða hvað við getum kallað þetta .......  Á meðan sálin mín svífur á Römblunni situr kona heima og málar.

Tomando café pensando en el

"Hún drakk kaffi og hugsaði um hann"

akrýll á skífu 50cm hæð

Eins og myndin sýnir ykkur þá eru stjúpurnar ódrepanlegu kátar yfir félagsskapnum enda er konan yfir sig ástfangin og drekkur kaffið sitt kallt!  Hún er bráðum fertug og lífið er rétt að byrja.

Í kvöld munum við fara á Indverskan veitingarstað vonandi með góðum vinum og þá verður krotað og skrafað .....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já stjúpurnar er mjög kátar enda ekki skrýtið að vera svona nálægt svona fallegri mynd. Skemmtið þið ykkur vel í kvöld á Indverska veitingarstaðnum. Knús

Kristín Katla Árnadóttir, 26.4.2008 kl. 16:39

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Æ leiðinlegt að heyra með þessa tvíbókun en er ekki bara skemmtilegra að fara seinna þegar borgin er ekki full af Formúlu aðdáendum (nema kannski þú hafir ætlað á Formúluna?)

Vonandi áttu gott kvöld á Indverska staðnum

Huld S. Ringsted, 26.4.2008 kl. 19:59

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ég er viss um að þú áttir kvöld lífs þíns á Indverska staðnum og hefur fengið margar hugmyndir sem þú hefur skissað niður. Góða nótt til þín, lífskúnstner!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.4.2008 kl. 01:35

4 Smámynd: Sporðdrekinn

Æ en fúlt! En hey! það kemur helgi eftir þessa helgi

Skrítið en hjartað mitt tók smá kipp þegar að ég sá partý kallin á síðunni minn frá þér, "Hey! Hún er komin" hehe ég hef auðsjáanlega verið farin að sakna þín

Falleg konan með kaffið.

Sporðdrekinn, 27.4.2008 kl. 02:56

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vona að þú hafi skemmt þér vel á Indverska staðnum og Barcelona er sossum ekki að fara neitt........

Hrönn Sigurðardóttir, 27.4.2008 kl. 07:53

6 identicon

Þetta er æðisleg mynd, konan með kaffið. Knús á þig engillinn minn

zoti (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 11:50

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Elsku snúllan, leitt þegar plönin klikka en það kemur alltaf eitthvað annað í staðinn. Þegar gluggi lokast opnast hurð annarsstaðar segir í mörg hundruð ára gömlu  kínversku spakmæli. Dásamlegt að eiga vini Þórdís mín og líka að eiga plön

Marta B Helgadóttir, 27.4.2008 kl. 11:52

8 Smámynd: www.zordis.com

Indverski var góður, fékk mér kjúkklinga Saag en það er slatti af engifer, chili, spínati og tómati ... þvílíkt gott!

Já, Marta ég er alveg sammála þér með gluggan og hurðina, tækifærin!

Ég veit ekki hvað ég hefði gert ef ég hefði gripið í óþekkt hold inná tvíbókuðu hótelherbergi  Hjúkkit að ég þurfti ekki að komast að því Guðmundur!

takk fyrir innlitið dúllurnar mínar, sit hér með Forúluna á skjánum og pensil í hönd. HVERSU FLÓKIÐ GETUR LÍFIÐ VERIÐ???

www.zordis.com, 27.4.2008 kl. 12:17

9 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

svona gerst hlutir oft, og þá hefur maðu bara plan B, eins og þú gerðir. alltaf hægt að skrepa til BL

hafðu fallegasta sunnudaginn

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.4.2008 kl. 12:42

10 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þarna hefur Almættið ákveðið að beina þér inn á annan veg, í smá stund.  Forvitnilegt að vita hvað kviknar í kjölfarið.  Gleðilegt sumar elsku Þórdís, vonandi hefurðu notið helgarinnar í þínum góða vinahópi.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 27.4.2008 kl. 12:52

11 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Indverskur matur er algjört æði og betri eftir því sem hann er sterkar. Þú ferð bara seinna, eigðu ljufann dag dúllan min, flott mynd hjá þér eins og allar hinar. 'Eg er löngu komin úr labbitúrnum, búin að fara í bíltúr í dag.

Knus og kram til þín

Kristín Gunnarsdóttir, 27.4.2008 kl. 14:49

12 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Var að skoða myndirnar þínar, finnst þær frábærar. Sjálf hef ég dundað mér við myndlist. Hef ekki verið dugleg upp á síðkastið en vonandi stendur það til bóta. Enn og aftur myndirnar þínar eru frábærar.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 27.4.2008 kl. 17:34

13 Smámynd: Solla Guðjóns

Dúlluskrúllan mín gott að ég vissi þetta ekki fyrr....ég væri örugglega í fýlu fyrir þína hönd.....ég hefði nú ja skiptir ekki máli fyrst þú gast skapað svona flotta skífu......nú fer ég að hafa tíma til að ná í mína...hakkar til get ég sagt þér...

Tvíbókaðu þig næst

Solla Guðjóns, 27.4.2008 kl. 19:35

14 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Glæsileg mynd á skífunni :)

Ferðin þín er örugglega verið að skipuleggja betri gleði og hamingju til handa þér og þú látin vita þegar það er til

Vatnsberi Margrét, 28.4.2008 kl. 09:57

15 identicon

Ég elska indverskan mat (reyndar elska ég nær allan mat).

Ég þoli ekki tvíbókanir.

Ég elska kaffi.

Ég þoli illa kappaksturshljóð á morgnana þegar ég hef verið að skemmta mér daginn áður.

Ég elska auðvitað þig

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 10:30

16 identicon

Hæ elsku Zordís... gaman að sjá þig líta inn.   Við erum alltaf að tala um að kíkja aftur til Spánar eins og þegar við hittumst síðast sælla minninga.  Vorið er komið í Hróarskeldu og fuglarnir syngja hérna úti.  Verst að húsið er komið á sölu því við ætlum heim að fósturjarðarinnar strönd og hlíðum hvar smjör drýpur af hverju strái þessa daga.  Hlakka til að sjást aftur hvenær sem það verður. Koma tímar, koma ráð. Þangað til, bestu sumarkveðjur til ykkar.  Jónas, Áslaug og klanið.

Jónas Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband