5.11.2006 | 10:23
Hafmeyjur og hafpeyjar .....
Augnlokin þjóna göfugum tilgangi. Þau eru mikilvæg sem hver önnur eining, hver önnur fruma er myndar þann óguðlega kropp er liðast með okkur ár eftir ár þar til að ófullkomn leiki hans verður sálinni til hnípni og hún líður til annars dvalarstaðar.
Undursamleg tilvera sem við kjósum okkur, hvort sem um mann eða mosa ræðir.
Var svona að spekulera hvort hafmeyjur og hafpeyjar hafi augnlok? Ég hef aldrei séð hafmeyju né peyja og þ.a.l. get ég ekki fullyrt hvort viðkomandi hafi augnlok eður ei! Frægasta hafmeyan er án efa sú danska .....

Falleg ýmind hafmeyjunnar er situr og hinkrar!
Ekki auðvelt að segja til um hvort augnlokin eru til staðar eður ei. Samt þykir mér það líklegt því hafmeyjur eru þeim kostum búnar að geta geymt hafpilsið sitt og brugðið undir sig betri fætinum. Narrað til sín hreyna peyja og komið þeim fyrir í herrabúri sínu í fallegu umhverfi sjávarbotns.
En maður hugleiðir hvort í raun og veru tengsl séu á milli.
Lítil stúlka fæðist í Perú, fætur hennar er samvaxnir og sindromið kallast sirenomelia. Þessi litla stúlka heitir Milagros = Kraftaverk og mun hún að sögn lækna geta gengið ein og óstudd!

Lítið kraftaverk sem ber nafn með rentu.
Eru hafmeyjur og hafpeyjar til,
Er þetta uppspuni einmanna húsfreyju,
Eða hvað?
Er þetta uppspuni einmanna húsfreyju,
Eða hvað?
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:29 | Facebook
Athugasemdir
Litla dúllan, merkilegt hvað lífið er einstakt!
Hafmeyjur, já, en hvaðan kemur pælingin með augnlokin? Ertu sibbin?
Knús til þín, ertu betri?
Elín Björk, 5.11.2006 kl. 11:09
Er betri, þakka þér! Augnlokin, þetta er vísindaleg staðreynd og útskýring sem fylgdi reyndar ekki hér. Fiskar hafa ekki augnlok þar sem tilgangur augnloka er að halda þeim rökum og forða frá uppþornun. Maðurinn blikkar sennilega 12 sinnum á mínútu þar sem að hornhimnaner í hættu ef ekki væri svo.
Staðreynd og ástæða augnlokaleysis fiska er sú að þeir búa í nægum raka. Lengi gæti ég fitjað upp á stapreyndum, svefnvenjum og hvíldarstöðum svo eitthvað sé nefnt. Já nú er gaman að vera til. Með augnlok! Er ekki sybbilíus en með áverka á kroppnum eftir fallið sem er þó að laga sig .....
www.zordis.com, 5.11.2006 kl. 12:19
Ja nú hlær Ollasak hátt alein í kotin og bara hlær og hlær.Ný útgáfa:Eftir hverju er hún að hinkra?En þetta er góð pæling með augnlok hafmeyja,held að sú danska hljóti að vera með augnlok þar sem hún situr alltaf ofansjávar á sama steininum.nema þegar höfuðið er fengið að,,láni".Og þó hún hefur ekkert við þau að gera,hún hefur ekkert til að væta með.Fullyrði séu hafmeyjar til þá hafa þær augnlok.
Það er frábært að kunnátta manna sé svo mikil að hægt sé að gera kraftaverk sem þessi á Milagros.
Solla Guðjóns, 6.11.2006 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.