Bossa Brjáluð Geit.

 

 Fátt annað en bossinn á mér er mér ofarlega þessa dagana.

Ekki vegna sjálfselsku né komplexa heldur vegna sárra kvala og verkja.

Frúin er ekki enn búin að jafna sig eftir að hafa spreytt sig á vængjalausu flugi og þar sem þyngdarlögmálið ræður ríkjum small þessi ofboðsmjúki bossi til jarðar (þyngsti punktur líkamans) með öðrum eins afleiðingum að Frúin teldist ónothæf í alla staði í heimi karlrembu og annarar rembu.  Oj oj og ekki gaman að vera með þrálátan bossaverk alla daga og pilla sig upp eftir því.  Í dag hef ég haldið aftur að mér og ekki tekið inn verkjalyf og er slæm eftir því.

 

bjútífúl bossi
 
Alheimur er minn máttugi herra og ég bið um náð og að rófan á mér grói fyrir jól.
 
Amen! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

oo svo mikil geit með alheimsmyndina á rassinum,kúlurass? Vonandi fer þetta að lagast.Get eiginlega ekki sett mig í þín spor,hlýtur að vera algerlega óþolandi.

BOSSAKOSS

Solla Guðjóns, 8.11.2006 kl. 09:34

2 Smámynd: Elín Björk

Krútta mín, og þú lagðir það á þig að sitja og bíða með mér í marga klukkutíma helaum í bossanum í gær! Ef það er ekki vinskapur þá veit ég ekki hvað! Hjúts knús til þín elsku bestan mín, og þú veist að koss á bágtið stendur enn til boða ;)

Elín Björk, 8.11.2006 kl. 20:44

3 Smámynd: www.zordis.com

Er mun skárri en í gær en er orðin frekar aum undir kvöldið!  Ég á kanski eftir að þiggja kossinn :-)  thí hí hí ....    

www.zordis.com, 9.11.2006 kl. 20:22

4 Smámynd: Elín Björk

hehehe

Elín Björk, 9.11.2006 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband