7.11.2006 | 17:33
Bossa Brjáluð Geit.
Fátt annað en bossinn á mér er mér ofarlega þessa dagana.
Ekki vegna sjálfselsku né komplexa heldur vegna sárra kvala og verkja.
Frúin er ekki enn búin að jafna sig eftir að hafa spreytt sig á vængjalausu flugi og þar sem þyngdarlögmálið ræður ríkjum small þessi ofboðsmjúki bossi til jarðar (þyngsti punktur líkamans) með öðrum eins afleiðingum að Frúin teldist ónothæf í alla staði í heimi karlrembu og annarar rembu. Oj oj og ekki gaman að vera með þrálátan bossaverk alla daga og pilla sig upp eftir því. Í dag hef ég haldið aftur að mér og ekki tekið inn verkjalyf og er slæm eftir því.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:34 | Facebook
Athugasemdir
BOSSAKOSS
Solla Guðjóns, 8.11.2006 kl. 09:34
Krútta mín, og þú lagðir það á þig að sitja og bíða með mér í marga klukkutíma helaum í bossanum í gær! Ef það er ekki vinskapur þá veit ég ekki hvað! Hjúts knús til þín elsku bestan mín, og þú veist að koss á bágtið stendur enn til boða ;)
Elín Björk, 8.11.2006 kl. 20:44
Er mun skárri en í gær en er orðin frekar aum undir kvöldið! Ég á kanski eftir að þiggja kossinn :-) thí hí hí ....
www.zordis.com, 9.11.2006 kl. 20:22
hehehe
Elín Björk, 9.11.2006 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.