22.11.2006 | 21:10
Heimagert krem .... Blogg sem kemur á óvart!
Hverjum hefði dottið í hug að konan ég! Viðurkenni loksins að vera orðin kona ....
Nú staðan er þessi að í dag ætlum við að búa til krem! Þetta ættu allar konur og karlar sem nota krem að prófa. Fín tækifærisgjöf fyrir þá sem ekki vilja gefa málverk ..... thi hi hi
Innihald;
1 ltr af olífuolíu (köld fyrsta pressun)
200 gr jómfrúarvax
1 glas af rauðvíni.
25 fersk laufblöð af kattartungu
Aðferð;
Allt innihald er soðið i potti á vægum hita í 45 mín
hrært með jöfnu millibili og tekið af hellulnni þegar tími er liðinn
kælið og setjið vökvann í krukkur
Geymið á köldum og þurrum stað
Best er að nota leirpott og þess má geta að kremið er í senn ódýrt og geymist í 3 ár frá framleiðsludegi.
Allar frekari upplýsingar eru gefnar og ef innihald fæst ekki á Íslandi má fá það frá Spáni.
Þetta krem er fyrir allan líkamann en er sérstaklega gott fyrir andlit og hendur, yngir og nærir!
Nivea hvað!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Kattartunga? Hvað er það.....??
Hehehe, ertu búin að leggja í krukkur í kvöld? Á meðan ég stend í marmelaðigerðinni þá ert þú í kremgerðinni..... eigum við að skiptast á krukkum?
Knús smús
Elín Björk, 22.11.2006 kl. 22:48
lengua de gato = kattartunga er jurt. Hvaða heiti jurtin ber á íslensku er svo annað mál. Allt er vænt sem vel er grænt! Ja, takk! Væri til í að skipta á einni krukku á móti annari. Væri til í rifsberjahlaup ..... með ostunum sem verða teknir um helgina !!! Eða kanski ég fái mér bara herbalæf með ostabragði, og smjatti á hlaupinu .....
www.zordis.com, 23.11.2006 kl. 13:43
Jahá eftir að ég vissi að að ekki þyrfti að rækta kattartungu til að fá lauf þá líst mér nú asskot vel á þetta sullumbull,,,sér staklega ef það virkar svona vel á andlit eða bara kanski útlit hóhóhæ
Solla Guðjóns, 24.11.2006 kl. 08:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.