Ilmandi kaffi fyrir gesti og gangandi

Tími vors og skafrenninnga .... nehhh ekki það síðarnefnda.  Það er komið notalegt vorveður og strendurnar fyllast yfir páskahátíðina.  Það er búið að vera hið besta veður þótt sólin hafi falið sig á bak við skýin.  Í nótt jusu blessuð úr sér svo það ætti að vera létt til veðurs í dag!

Páskarnir hafa verið algjör hvíldartími og liggur við að smá flensuskratti hafi reynt að kíkja við.  Við erum búin að borða góðan mat, samt ekkert í líkingu við íslenskan hátíðarmat.  Börnin fóru á Nasaret göngu með föður sínum meðan húsfrúin hélt veislu fyrir landa sína.

Listsköpun er í góðum farvegi og árangur hinn mesti.  Gaman að skapa og koma frá sér sem sálartetrið hefur í hjarta.  Lá andvaka í nótt, frá fjögur til að verða sex en þá gleymdi kerla sér og náði að lúra í eina 4 tíma.

Heill dagur af skemmtilegheitum framundan.  Dagur sem upplagt er að bjóða vinum í kaffi! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband