Símavændi ?

Já!  Þegar fólk kemst ekki út úr húsi fyrir símhringingum þá má alveg setja vændis-stimpilinn á iðkunina!  Í gærmorgun byrjaði síminn að hringja kl.09:00 sem er ekkert óvenjulegt en mín komst ekki út úr húsi þar sem báðar línurnar glóðu til að verða rúml. 11:00.  Blessuð vinnan byrjar löngu fyrir skrifstofutímann og endar þannig, sömuleiðis.  Síðasta símhringingin kom kl.21:30 sirkabát, alveg nauðsynlegt fyrir svefninn.  Mikið um bla bla og bros í mínu starfi .......

Það er vart í frásögur færandi að kerlingin, ég er þó lánsöm með starfið mitt, er hefur ekkert með þetta helsta símavændi að gera.  Hef þó heyrt um íslenskar konur er tóku sér nefnt starf og höfðu ágætlega uppúr því.

Setið heima með prjóna og andað ótt og títt og fyllt í eyður þeirra sem greiddu framfærslu heimilis :)

Allt útlit er fyrir annasaman sólskínsdag og eru verkefnin hin ýmsu að ógleymdum símamálaráðherranum, verðum við sátt saman í dag?  Vændið ekki versti kosturinn, ætti kanski að fá mér prjóna og segja föstu vinnunni upp, gæti meir að segja setið upp á sólþaki undir pálmablöðum með sangríu og osta!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég leit nú aldrei svona á þetta þegar hún mamma mín sat heima og prjónaði lopapeysur fyrir Handprjónasambandið. Enda hafði hún ágætis framfærslu út úr því. Held að prjónastarfið sé ekki ómerkilegra en hvað annað. -en sitt sýnist hverjum.

sitrona (IP-tala skráð) 20.4.2006 kl. 12:13

2 identicon

Enda kanski ekki zannig á ad líta zegar heidvirdar maedur ólu börn sín á hannyrdum.

Útúrdúr í tengslum vid starf mitt sem er eins og hvert annad símavaendi. Andvörp og stunur teknar zegar vidskiptavinurinn heyrir ekki til. Já og ef ég gaeti prjónad eins og mamma zín, !!! hefdi kerling ágaetis aukatekur :)

zordis (IP-tala skráð) 21.4.2006 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband