Eyðslukló, gefðu mér gull í skó ....

Föstudagur til fjár er nú yfirstaðinn og var vissulega til fjár fyrir eina flottustu húsgagnaverslun Bigastro bæjar!

Góð innkaupaferð var farin með nýjum vinnum er sópuðu gulli í greipar sínar enda margt fallegt til.

Gylltur api á 1100 evrur, apinn sat á kóngablárri opnanlegri kúlu, inní kúlunni var lítill api sem sat undir sjörnuhimni en þetta dýra skraut var ilmefnagjafi!  Verð að fá mér svoleiðis þegar ég leysi út hlutabréfin mín.  Thi hi hi

Allskonar artskúlptúrar voru á víð og dreif í búðinni og sumt hefði mátt nota í væna glæpamynd þar hin minnsta hnota gæti valdið sársauka dauðans.  Kínversk uppstilling, mexikósk uppstilling, nýmóðins húsgögn og ósköð venjuleg húsgögn sem amma og afi hefðu getað átt á sínum árum.  

Þrátt fyrir að vera með óbrýndar eyðsluklærnar sá kerlingin ég ofsalega fallegt kaffistell, "andvarp" ef þessi kerling er veik fyrir einhverju þá er það leirtau, held ég búi yfir einu sparistelli "Calico" en það var keypt í versluninni "Borð fyrir Tvo"  og svo vildi yndislega til að ég fékk sama stellið á útimarkaði á spáni fyrir einar 50 evrur (matar og kaffistell fyrir fjóra) reyndar annar flokkur en ég valdi svo vel í settið að það má vart á milli greina hvað er hvað!  Aftur að stellum, jamm....best að telja ekki upp en, ætli ég gæti ekki stellað eins og 3 til 4 íbúðir.  

Well, well, well, mín er með Blue Lagoon maskan í andlitinu svo það er best að fara að þvo sér í framan til að ná bossamjúkum kinnum.

 Ljúfar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband