Ég er að springa

Úr spenningi.....þar sem ég á mér skemmtilegt lítið leyndarmál.  Skemmtilegt að leynast með mál, mála sem eru aðalmálið hjá okkur litlu öpunum sem erum leiksoppur þjóða, leiksoppur heimsins.

Ein lítil hugmynd fæðist og fær að dafna, fær að finna líf, fær að líta dagsins ljós!

Þessi hugmynd er orðin meir en bara hugsunin og er unnið hörðum höndum að láta ræfilin í föt og skó.  Amma smyr nestið og við foreldrarnir stolltir og óttaslegnir!  Hvernig vegnar okkur?

Science of mind er skemmtilegur leikur sem oft hefur verið leikinn á mínu heimili.  Nú erum við stöllur í þessum hugarleik og ætlum okkur stóra hluti, svo stóra að Jóakim Aðalönd er byrjuð að tikka inn tíkallana.  

Já, já, öll heimsins auðæfi kæmu ekki í stað fyrir Ást og Hamingju en er nokkuð verra að sameina þessa tvo til þrjá valdaþætti í annars dásamlegu lífinu.

 Ég á ekki til orð yfir tilhlökkun og hlakka til að mega deila þessu með ykkur.  Kanski ég ætti að hvísla þessu leyndarmáli út en þá væri ég ekki sönn sem ég verð að vera!

Verðurfar er með verra móti í vori Spánar, flesta farið að hlakka til sumardagsins fyrsta sem er ekki fyrr en 21.juný (vona ég fari með hárrétt mál á réttum degi) Enn er vornæðingurinn að berja kinnar og rugla hári.  20 hnútar á sekúndu (thi hi hi) og við höldum okkur inni.

Ást og Hamingja segir Over and Out!  Encima y Fuera! 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spennandi .. hmm .. hvaða heimum tengist hugmyndin, bara svo ég hafi hugmynd.

Gaman að fylgjast með .. spennandi!

lisa (IP-tala skráð) 24.4.2006 kl. 16:12

2 Smámynd: www.zordis.com

Rosalega spennandi og tengist inn á vinstra heilahvelid!

Allt í gangi og ég kanski luma ad zér smá sneid fljótt ;)

www.zordis.com, 25.4.2006 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband