Glaðvakandi um miðja nótt ....

Gjörsamlega sprell núna og klukkan ekki orðin 04:00.  Er mín að rifna úr spenningi eða hvað!

Vaknaði upp við það að vera að hanna Logo fyrir litla barnið okkar sem er verra en hvaða ungabarn sem vaknar um miðja nótt og vill móðurfaðminn.  Já, sýn í draumi í ofanálag, EKKI VERRA.

Ég held að það sé bannað að vakna svona upp um miðja nótt og laumast í fartölvuna um miðja nótt!  Bara held það þar sem að hvíld á líkama og heilastarfsemi hefur verið röskuð.  Ég á að vera komin til litlu stórborgarinnar eftir fimm tíma og ætti þ.a.l. að ná nokkrum kaffibollum, jafnvel málað eitthvað nýtt eða smíðað nokkra texta í tilefni dags.  

Eða, skriðið aftur uppí, lokað augunum og platað mig, þóttst vera sofandi, framkallað ljúfa drauma eða séð drauga og vætti í hverju horni.  Talandi um vættina þá er mér minnisstætt þegar ég fékk einn í heimsókn.  Hann kom til að snúa dóttir minni en svefnstaða hennar var öfug.  "já nú er kerling að tapa sér"  Situr ekki frúin í makindum seint að kveldi, er að hamast í tölvunni og heyrir þrusk og læti.  Viðurkenni að í fyrstu brá mér að sjá þrekna úfna karl/tröllsveru skunda fram hjá mér án þess hvorki að heilsa né neitt.  Hann mætti með rauðbirkið hárið til að sefa litla svefnengilinn minn.  Ég var bara glöð að hann skildi hafa fundið okkur.  Kanski kemur hann aftur í heimsókn ef Nornin hún Dísa sendir hann til mín aftur .......

Að trúa er að flytja fjöll, að trúa er að skapa líf, að trúa er að bjarga deginum.  Ég trúi á nýjan dag, fullan af gleði, fullan af ónýttum tækifærum sem við skulum nýta saman.

 Ást og hamingja býður góðan dag, er hugsanlega ekki vöknuð með öllu og ætlar að gera eitthvað gott úr deginum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hlakka til að sjá logoið .. þið eruð að drepa mig úr spenningi þið listavinkonurnar á Spáni .. segðu mér meira .. gleymmérei

Ein einmana að drepast úr forvitni :þ

Lisa (IP-tala skráð) 26.4.2006 kl. 06:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband