Fyrsti rokkari Noregs ...

... ku hafa verið Ole Bull.  Ásýnd minnir einna helst á Jón Sigurðsson forseta þann mæta mann.  En á Suður ströndinni hér á Spáni er Norskur veitingastaður er kenndur er við Ole Bull.  Þessi staður fær allt mitt lof um góðan, já virkilega góðan mat!

Góður félagsskapur, frábær matur og fyrsta flokks þjónusta gerir kvöldið vel þess virði.  Allir á Ole Bull þegar þeir koma í heimsókn.

Annars er morguninn slakur hjá okkur Ramon family, eiginmaður hvíslaði ástarorð í eyra þegar hann fór til starfa.  Frúin náði auka 20 mín í svefn sem kom niður á einhverju öðru en heimasætan fór í skólan og svo var unga herranum skutlað í áttina að menntasetrinu.

"Mamma, mamma, stoppaðu bílinn hér!  Ég labba bara einn í skólann" Svalur

Ha, já, O.K. Stoppaði bílinn og vinkaði!  Læddist svo upp kantinn og fylgdist með honum.  Hann var pínu vandræðalegur og fékk mikla athygli frá öðrum mæðrum sem halda að litla greyið eigi lélega eða enga foreldra, svei mér þá!  Ég sem sagt læddist upp kantinn og  fór meðfram og bakvið bíla til að fylgja honum alla leið ...... að lokum sá ég röðina hans og hann í henni!

Góður dagur fyrir lítinn 5 ára dreng, hann fór einn í skólann í dag!  Gaman að heyra í föður hans seinnipart dags þegar ég verð spurð að hvort ég hafi hleypt drengnum ein í skólann.  Já, það eru ekki allir dagar eins.

Dagur kemur og kveður nóttina en þau eru hjón sem hafa verið saman í árhundruði og þúsundir og lyndir aldrei eins vel og í dag.  Ég vona að hjónabandið mitt verði jafn fagurt og þegar dagur faðmar nótt og nóttin kyssir dag! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Duglegur 5 ára strákur :)
æi.. svooo sætt .. man eftir þessum mómentum með mín kríli .. minningabrot sem gleymist ekki.

KnÚs til litla stóra skólastráks.

Lisa (IP-tala skráð) 27.4.2006 kl. 07:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband